Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 59

Frjáls verslun - 01.02.2008, Page 59
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 8 59 í stjórninni eða að fá að vera með í ráðum um stjórnarskipun. Það er líka erfitt að flokka áhugasvið hans ­ hann fjárfestir í náttúruauðlindum eins og olíu og gasi en líka í hótelum, lyfjafyrirtækjum og hefur undanfarin misseri glímt við stjórnir stórfyrirtækja eins og Motorola og Time Warner sem allur viðskiptaheimurinn hefur fylgst með af áhuga. Aðferð hans er að kaupa í fyrirtækjum þar sem eignirnar eru miklu meira virði en verðmæti hlutabréfa ­ fyrirtæki sem hann segir að æpi á að vera keypt. Hann forðast að leita þangað sem straumurinn liggur og finnst best að fjárfesta í fyrirtækjum sem aðrir líta ekki við og í geirum sem draga ekki að sér athygli fjárfesta. Icahn getur enn tekið rispur um fordekraða forstjóra sem eyði alltof miklu tíma í golf en segir stjórnendur nú opnari fyrir gagnrýni og stjórnir meira til í að hlusta á hugmyndir utan frá. Nýir leikarar á fjármálasviðinu, eins og vogunarsjóðir, einblína á hagnað og afkomu, búa oft yfir mikilli þekkingu og Icahn fær iðulega stuðning úr þeirri átt þegar hann fer að gagnrýna stjórnir fyrir að liggja inni með ónýttar eignir sem hægt væri að koma í verð. Í stað þess að starfa upp á eigin spýtur, eins og Icahn gerði á árum áður, hefur hann raðað harðsnúnu liði í kringum sig og þar á meðal er sonur hans. Icahn hefur rúmlega tuttugu starfsmenn en verklagið er þó markað einyrkjaaðferðum Icahns. Hann er ekkert gefinn fyrir skýrslur og minnisblöð heldur þæfir hlutina með starfsmönnum sínum og notar aðferðir heimspekinnar til að spyrja röklega og í þaula. Hann er einlægur B­maður, mætir á skrifstofuna upp úr hádegi, hlýðir fólki þá yfir og athugar hvað er í gangi áður en hann tekur símann og situr svo klukkustundum saman og ræðir við fólk. Um kvöldið borðar hann með konu sinni, oft á litlum ítölskum veitingastað sem býður upp á pasta a la Icahn. Þegar heim kemur er síminn aftur tekinn fram og það eru þessi endalausu símtöl sem oft beina athygli hans að áhugaverðum fjárfestingum ­ hann trúir á mannleg samskipti, ekki á lestur og rannsóknir. Vogunarsjóður og fasteignir Umsvif Icahns skiptast í þrennt. Hann rekur vogunarsjóð sem hefur skilað fjárfestum 28 prósenta ársávöxtun að öllum gjöldum greiddum sem er vel yfir þeirri þrettán prósenta viðmiðun sem þykir góð ávöxtun vogunarsjóða og það þó gjöldin séu hærri en gengur og gerist. Sjóðurinn var í fyrra upp á 7 milljarða dala, þar af er 1,5 milljarður eigið fé Icahns. Þess utan rekur hann eigin fjárfestingarsjóð sem nam 1,7 milljörðum. Þriðja einingin í veldi hans er svo fasteignasjóður, American Real Estate Partners, AREP. Stefnan er að kaupa fasteignir sem hafa lent í gjaldþroti eða enginn lítur við, gera þær upp og eiga um hríð áður en þær eru seldar. Hvernig Icahn kemur út úr núverandi kreppu á tíminn eftir að leiða í ljós. Undanfarin misseri hefur Icahn haft augun á ofurlaunum stjórnenda og hefur þar vísast talað fyrir munn margra þegar hann hneykslast á þeim. Hann þvingaði stjórn Blockbusters til að fela sér að semja um laun við John Antioco forstjóra fyrirtækisins þegar hann komst að því að Antioco átti að fá 6,5 milljónir dala í bónus 2006 þrátt fyrir slæma útreið hlutabréfanna. Icahn hafði deilt á þetta á aðalfundum og á endanum sættist Antioco á að hætta, með rúmar þrjár milljónir í bónus og um fimm milljónir í starfslokasamning í stað um 20 milljóna sem fyrri samningar höfðu kveðið á um. Bráðum verður að öllum líkindum hægt að gerast áskrifandi að skoðunum Icahn því nú ætlar hann að fara að blogga á www. icahnreport.com. Ekki ólíklegt að B­maðurinn Icahn eigi eftir að sitja í náttfötunum eins og fleiri og skrifa um hjartans málin að næturþeli. Band­aríski auð­kýfing­urinn Carl Icahn. Á­ð­ur fyrirmynd­in að­ Gord­on Gekko en t­elst­ núna „and­ófsfjárfest­ir“ og­ les yfir hausamót­unum á st­jórnum fyrirt­ækja. l u N d ú N a p I s t I l l s I G r ú N a r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.