Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 41

Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 41
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 41 Á T Ö K I N Í G L I T N I hverjum tímapunkti virðist sem bilið hafi byrjað að breikka á milli Karls og hinna tveggja. Líklegast vegna þess að Karl hleypti þeim aldrei almennilega að í Glitni heldur var hann þar sjálfur í oddaaðstöðu og vann bæði með þeim og öðrum hluthöfum og hafði þar því tögl og hagldir og vann náið með Einari Sveinssyni, stjórnarformanni bnakans. Símtalið frá Hannesi Smárasyni En fljótt skipast veður í lofti. Þetta gerðist nánast einn, tveir og þrír. Sagt er að í mars hafi Einar Sveinsson fengið símtal frá Hannesi Smárasyni sem sagði honum að FL Group væri stærsti hluthafinn og hann vildi fá meiri völd í bankanum. Það merkti þá væntanlega að Hannes teldi sig eiga inni fyrir fjórða manninum í stjórninni yrði boðað til hluthafafundar og ný stjórn kjörin. Eftir þetta símtal Einars og Hannesar Smárasonar fóru hjólin að snúast hraðar innan hluthafahóps Glitnis. Það var búið að leika leiknum í skákinni sem ekki var vilji til að end- aði með jafntefli. Einar vildi ekki standa upp fyrir Hannesi í stjórn bankans og segja gjörðu svo vel; hér er stjórnarfor- mennskan – og verða eftir það óbreyttur stjórnarmaður. Hann myndi frekar selja sinn hlut og hverfa á brott. Karl var heldur ekki tilbúinn til að afhenda Jóni Ásgeiri og Hannesi völdin. Honum fannst hann með of stóran hlut í bankanum – og of stóran hlut af sínu eigin fé bundið í bankanum – til að ráða litlu. En það verður að hafa í huga að hann hefur verið oddamaður í bankanum í nokkur ár og völdin hafa verið í kringum hann. Til að gera langa sögu stutta þá urðu miklar sviptingar í eigendahópi Glitnis í kringum páskana sem endaði með því að samið var um að 26% hlutafjárins voru seld og voru þetta viðskipti upp á um 111 milljarða króna. Um var að ræða hlut Karls Wernerssonar og systkina sem og Einars Sveins- sonar, bróður hans Benedikts, og fleiri aðila þeim tengdum. Var því slegið upp að við söluna innleysti Milestone, félag Karls Wernerssonar og systkina, um 45 til 50 milljarða króna hagnað sem er það mesta sem þekkst hefur í innlendum hlutabréfaviðskiptum. Í þessum samningum var samið um að félag Karls Werners- sonar, Þáttur, ætti áfram 7% í Glitni og seldi ekki þessi bréf til ótengdra aðila í 12 mánuði. Kaupþing sölutryggði þennan samning þannig að eftir eitt ár getur Karl selt hlut Þáttar í Glitni hafi hann áhuga á því – og á því gengi sem var í umræddum viðskiptum, eða 27,82. Það má því segja að í þessum stórviðskiptum um páskana hafi í raun 19% hlutur verið seldur (26 –7) í Glitni og fyrir um 80 milljarða króna þótt Kaupþing hafi tryggt Karli sölu á 7% eftir eitt ár ef hann kærir sig um að selja. Í fjölmiðlum hefur komið fram að Einar Sveinsson muni á næstunni eign- ast um 20% í þessu félagi, Þætti International, og þar með má segja að bæði hann og Karl séu enn inni í Glitni en bara með miklu minni hlut en áður – og ekki við völd. FRÉTTATILKYNNING: Meðferð eignarhluta í Glitni FL Group og Jötunn Holding sendu frá sér fréttatil- kynningu mánudaginn 30. apríl eða sama dag og hluthafafundurinn var haldinn í Glitni þar sem ný stjórn tók við völdum og Þorsteinn M. Jónsson var kjörinn stjórnarformaður bankans. Fréttatilkynning var svohljóðandi: „FL GROUP hf. og dótturfélög (FL Group) og Jötunn Holding ehf. hafa gert með sér hluthafasamkomulag sem afmarkar það samstarf sem félögin hyggjast hafa um meðferð eignarhluta sinna í Glitni banka hf. Samkomulagið felur í sér að félögin munu hafa með sér samstarf um kjör stjórnar á hluthafafundum Glitnis banka hf. Markmið aðila er að tryggja skýra og trausta stefnu um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt Glitnis banka hf., með hag félagsins, viðskiptamanna og hluthafa þess að leiðarljósi. Félögin munu koma sér saman um hvaða einstaklinga þau styðja til setu í stjórn Glitnis banka hf. og beita atkvæðum sínum með sama hætti við stjórnarkjör á hluthafafundum félagsins. Að öðru leyti eru félögin óbundin hvort öðru um meðferð hlutafjáreignar sinnar í Glitni banka hf. Þá er félögunum frjálst samkvæmt samningnum að minnka eða auka við hlut sinn í Glitni banka hf., þó þannig að sam- anlagður eignarhlutur þeirra fari ekki yfir 39,9%. Með bréfum Fjármálaeftirlitsins hinn 25. apríl var tilkynnt að Fjármálaeftirlitið hefði til skoðunar hvort nýr virkur eignarhluti hefði stofnast í Glitni banka hf. Meðal annars benti Fjármálaeftirlitið á í þeim bréfum að mögulega væru FL Group og Jötunn Holding ehf. tengdir aðilar á grundvelli stjórnartengsla samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki. Vegna þessara sjónarmiða Fjármálaeftirlitsins telja aðilar mikilvægt að eyða óvissu um þetta atriði og til að upplýsa hluthafa í Glitni banka hf., greiningaraðila, opinbera aðila og fjármálamarkaðinn almennt um stöðu mála, hafa FL Group og Jötunn Holding ehf. ákveðið að stofna til framangreinds samstarfs frá og með deginum í dag. FL Group hefur nú heimild til að fara með allt að 33% virkan eign- arhlut í Glitni banka hf. Í ljósi þess og með vísan til fyrrgreinds hlut- hafasamkomulags munu FL Group og Jötunn Holding ehf., sækja um viðbótarheimild til Fjármálaeftirlitsins til að fara sameiginlega með allt að 39,9% virkan eignarhlut í Glitni banka hf. Í dag á FL Group 31,97% hlut í Glitni banka hf. en Jötunn Holding ehf. 6,85%. Á meðan Fjár- málaeftirlitið hefur umsóknina til meðferðar ganga aðilar út frá því sem vísu að Jötunn Holding ehf. muni ekki njóta atkvæðisréttar í Glitni banka hf. West Coast Capital, sem er að stærstu leyti í eigu Sir Tom Hunter á 60% hlut í Jötunn Holding ehf. Baugur Group hf. á 30% hlut og Fons eignarhaldsfélag ehf. 10%. Stefán H. Hilmarsson er fyrirsvarsmaður Jötunn Holding ehf. “

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.