Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.03.2007, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 Það eru átta þekktir háskólar í New York. Tveir þeirra eru þó þekktastir; Columbia og New York University. Columbia University er einn þekktasti háskóli í Bandaríkjunum. Hann er á vesturströnd Manhattan, skammt frá Harlem. Ég mæli með því að skoða þennan skóla. New York University er í Greenwich Village hverfinu. Þá eru auðvitað ótal söfn í New York sem hægt er að skoða, eins og Guggenheim-safnið, Museum of Modern Art og Museum of TV&Radio, svo nokkur séu nefnd. Að lokum hvet ég alla til að fara í gönguferð um Central Park – eða Miðgarð. Eða að aka um garðinn á lítilli hestakerru. Þetta er skemmtilegur og stór garður. Þegar við hjónin vorum á ferðinni í New York í febrúar vorum við búin að lofa okkur því að fara í þyrluflug yfir Manhattan og Frelsisstyttuna. Ekkert varð af því. Það verður bara næst. Já, næst vegna þess að þegar þú yfirgefur New York þá ertu þegar farinn að velta fyrir þér næstu ferð til borgarinnar. Enda, hvernig borðar maður stórt epli? Í bitum! ferðalag 1. Gönguferð um Time Square sem er á horni 42. strætis og Broadway. Eigum við ekki að segja að þetta sé umtalaðasta torg í heimi? 2. Skoðunarferð í sögufrægar byggingar á borð við byggingu Sameinuðu þjóðanna og Empire State. Fyrir 11. september var ferð upp í tvíburaturnana, World Trade Center, vinsælasta skoðunarferðin. Turnarnir gnæfðu vel yfir aðra skýjakljúfa í borginni. 3. Söngleik á Broadway. Það er eiginlega skylda. Ég nefni þekkta og vinsæla söngleiki eins og Mamma mia eftir þá Abba-bræður, Benny Andersson og Björn Ulvæus. Fólk kemur syngjandi út af Mamma mia. Þá nefni ég söngleikinn Beauty and the Beast. Hann var betri en ég átti von á. Í leikhúshverfinu er af nógu að taka. Kannið líka hvort einhverjar stórstjörnur eru með tónleika í Radio City Music Hall eða Carnegie Hall. Svo eru djassklúbbarnir iðandi af lífi öll kvöld. Í NeW YOrK MÆlI Ég Með Wall Street lætur lítið yfir sér í rólegheitunum á sunnudegi. Lítill götuveggur blasir við til að takmarka umferðina. Canal-stræti er þekktasta verslunargatan í Kínahverfinu. Hér erum við á gatnamótum Canal-strætis og Lafeytta-strætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.