Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 49

Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 49
taka gildi samkvæmt tilskipuninni ekki síðar en 1. nóvember 2007. Í dag erum við hjá KPMG þegar byrjuð að vinna með viðskiptavinum okkar að innleiðingu þeirra reglna sem fylgja tilskipuninni. Segja má að MiFID-tilskipunin sé gott dæmi um þá sérhæfingu sem starfsfólk okkar þarf að hafa til að geta unnið í evrópsku viðskiptaumhverfi.“ Stórir þegar kemur að stærstu fyrirtækjunum Þegar Sigurður er spurður um fleira sem framundan er nefnir hann að verið sé að vinna að innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu sem fjallar um endurskoðendur: „Í þessum reglum er m. a. að sami endurskoðandinn má ekki vinna við sama fyrirtækið í meira en sjö ár samfellt ef um skráð félag er að ræða, eftir það verður hann að hverfa frá því félagi í að minnsta kosti tvö ár. Þetta er nýtt og enn ekki að fullu ljóst hvað muni felast í þeim lögum og reglum sem um þetta verða sett, en grunnurinn liggur fyrir. Við erum farin að taka fyrstu skrefin í þessu efni þótt lög um þetta efni hafi ekki enn komið fram á Alþingi.“ Viðskiptavinir KPMG eru fjölmargir, allt frá stærstu fyrirtækjum landsins til einstaklinga: „Ef við tökum fimmtíu stærstu fyrirtæki landsins þá er um það bil helmingur þeirra í viðskiptum hjá okkur. Hlutfallið minnkar aðeins þegar 100 stærstu fyrirtækin eru tekin saman, sem segir okkur að við erum stórir þegar kemur að stærstu fyrirtækjunum. Þessi fyrirtæki eru meira og minna í alþjóðlegum samskiptum og vinna okkar verður sífellt meiri á alþjóðlegum vettvangi. Það býður upp á fjölbreytileika og spennandi tækifæri í starfi og gerir að verkum að starfsmenn okkar eru í tiltölulega miklum samskiptum við félaga okkar hjá KPMG í öðrum löndum, einkum Evrópu.“ Höfum rými fyrir gott fólk Sigurður segir að endurskoðun í dag eigi litla samleið með endurskoðun fyrri tíma: „Hlutverk okkar er í vaxandi mæli að selja þekkingu. Fjölbreytnin er endalaus og í dag er mjög skemmtilegt og gefandi að vinna hjá þekkingarfyrirtæki á borð við KPMG, sem starfar á þremur fjölbreyttum sviðum í alþjóðlegu umhverfi. Það er af sem áður var að starfsmenn í endurskoðun séu eingöngu að rýna í tölur. Starfsmenn KPMG, hvort sem það eru endurskoðendur, lögfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar eða aðrir, vinna mikið saman og efla þannig enn frekar þekkingu sína og fyrirtækisins auk þess að vera í miklum samskiptum við fólk í viðskiptalífinu.“ KPMG á Íslandi hefur vaxið mikið á síðustu tveimur árum, starfsmönnum fjölgað og Sigurður sér fram á meiri stækkun: „Við erum einfaldlega að víkka út starfsemina og höfum þar af leiðandi rými fyrir gott fólk og vildum gjarnan sjá einstaklinga með sem víðtækastan bakgrunn og menntun til að starfa með okkur. Alþjóðleg þróun er stækkun þekkingarfyrirtækja á borð við KPMG. Vöxtur fyrirtækisins er á öllum sviðum, þó einna mestur á fyrirtækjasviði og skattasviði og í sérfræðiþörfinni í kringum endurskoðunina. Kemur það til vegna þeirrar hröðu þróunar sem er í viðskiptalífinu og að þær reglur sem við vinnum eftir eru mun flóknari en áður. Þetta á ekki eingöngu við um fyrirtæki eins og KPMG á Íslandi heldur virðist það sama vera að gerast í allri Vestur-Evrópu.“ Fjölbreytt og spennandi störf í alþjóðlegu umhverfi Borgartúni 27 105 Reykjavík Sími: 545 6000 Netfang: kpmg@kpmg.is Starfsmenn KPMG, hvort sem það eru endurskoðendur, lögfræðingar, viðskiptafræðingar, verkfræðingar eða aðrir, vinna mikið saman og efla þannig enn frekar þekkingu sína og fyrirtækisins auk þess að vera í miklum samskiptum við fólk í viðskiptalífinu. F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.