Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 58

Frjáls verslun - 01.03.2007, Page 58
Capacent táknar árangur á öllum sviðum C apacent er langstærsta rannsóknar- ráðninga- og ráðgjafarfyrirtæki landsins, sem bar nafnið IMG þar til í september í fyrra þegar nafninu var breytt. Það gerðist eftir kaupin á ráðgjafareiningu KPMG í Danmörku og um leið og hafin var útrás í Norður-Evrópu. „Við erum þekkingarfyrirtæki sem lítur á Norður-Evrópu sem sinn heimamarkað,“ segir Kristinn Tryggvi Gunnarsson, forstjóri Capacent á Íslandi. „Okkar hlutverk er að nýta þekkingu til að bæta árangur viðskiptavina okkar og mynda verðmæti fyrir þá, starfsfólk og hluthafa. Þrjár meginstoðir fyrirtækisins eru Capacent Ráðgjöf, Capacent Ráðningar og Capacent Rannsóknir. Sem þekkingarfyrirtæki framleiðum við eða umbreytum þekkingu í verðmæti með fjölbreyttri ráðgjöf, með Gallup rannsóknum þar sem hugur þjóðarinnar er kannaður með aðstoð rúmlega 200 spyrla og loks með stærstu ráðningarskrifstofu landsins.“ Starfsmenn Capacent á Íslandi eru 120 talsins auk spyrlanna 200. Svipaður fjöldi starfar hjá Capacent erlendis. Hlutfall karla og kvenna er jafnt, og 80% starfsmanna eru með háskólamenntun. Bakgrunnur og menntun eru mjög fjölbreytt. Flestir starfsmanna hafa menntað sig í viðskiptafræði og félagsvísindagreinum. Einnig má finna í starfshópnum stærðfræðing, eðlisfræðing, verkfræðinga, bókmenntafræðinga, sjávarútvegsfræðinga og þannig mætti lengi telja. Þessi fjölbreytti hópur skapar einstaka vinnustaðamenningu sem einkennist af metnaði, víðsýni og virðingu fyrir skoðunum annarra. capacent KYNNING58 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 F.v. Kristinn Tryggvi Gunnarsson forstjóri, Einar Einarsson framkvæmdastjóri Capacent Rannsókna, Alma Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Gunnar Haugen framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga, Ægir Már Þórisson mannauðsstjóri, Auður Þorgeirsdóttir þjónustustjóri, Ingvi Þór Elliðason framkvæmdastjóri Capacent Ráðgjafar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.