Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.03.2007, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 53 1984. Við Ársæll eignuðust árið 1980 dóttur sem heitir Hildur, en við skildum áður en ég kom heim. Fyrsta veturinn kenndi ég handa- vinnu í Fellaskóla en þar sem ég fékk námið mitt ekki metið var ég ráðin sem leiðbein- andi og gat engan veginn lifað af laununum svo að ég hætti,“ segir Sólveig. Eftir það starfaði Sólveig í tvö ár hjá Dóru Einarsdóttur fatahönnuði og á meðal annars heiðurinn af því að hafa saumað búningana á fyrstu Eurovision-keppendurna sem sungu Gleðibankann. Árið 1987 innritaðist Sólveig í Myndlistar- og handíðaskólann og lauk námi sem textílhönnuður með áherslu á fatasaum árið 1991. Sólveig kynnist öðrum sambýlismanni sínum, Ólafi Jónssyni, 1992 og þau bjuggu saman í sjö ár og eiga saman dóttur, Guð- rúnu Júlíu sem er fædd 1994. Á síðasta ári í textílhönnun tók Sólveig þátt í alþjóðlegri hönnunarkeppni Smirnoff í Hollandi og lenti í þriðja sæti. „Þrátt fyrir gott gengi í keppninni og stórt viðtal á MTV og í fleiri erlendum fjölmiðlum fór lítið fyrir árangrinum hér á landi og hann fór fram hjá flestum. Mér var að vísu boðin mjög spennandi vinna hjá Álafossi, en fyrirtækið fór á hausinn stuttu seinna. Eftir á að hyggja held ég hreinlega að einhver öfl hafi gætt þess að ég færi ekki út í textílinn og mér hafi verið ætlað annað hlut- skipti. Ég vann sem kokkur á Næstu grösum með náminu í Myndlistarskólanum en var þar í fullu starfi eftir að náminu lauk árið 1991,“ segir Sólveig. Matarofnæmi og náttúrufæði Afskipti Sólveigar af náttúrufæði hófst í Kaupmannahöfn í kjölfar þess að hún var nítján ára greind með ofnæmi fyrir dýrapró- teinum, frjókornum og dýrahárum og hafði verið með það frá fæðingu. „Áhugi minn á matreiðslu var enginn fyrir þann tíma og með herkjum að ég gæti soðið vatn hjálparlaust. Mér var bent á að ef ég breytti um mataræði gæti ég fengið heilsuna aftur og farið að líða betur. Það er svo skrítið að þegar maður stendur á kross- götum í lífinu er maður til í allt og ég skellti mér af krafti út í heilsufæðið. Ég fór að sækja námskeið og þá kom í ljós að ég gat alveg eldað og maðurinn minn, sem hélt ég væri gersneydd öllum hæfileikum í eldhúsinu, sá á mér mikla breytingu. Ég er dellukerling í eðli mínu og sökkti mér á bólakaf og af ástríðu í nýja mataræðið og heilsusamlegt líferni. Stundaði jóga og fór á jógasetur þar sem ég þagði í mánuð, fór í stólpípur og allt sem því fylgir. S Ó LV E I G E I R Í K S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D mikla þá fyrir sér. Þrátt fyrir mikinn áhuga á heilsufæði og hollum lífsháttum er hún ekki ýtin og treður skoðunum sínum ekki upp á fólk. Mér finnst hún fremur ganga fram með góðu fordæmi og vera fyrirmynd. Hún er uppfull af fróðleik um sitt fag og síviljug að uppfræða þá sem vilja vita meira. Sólveig hefur ótrúlegt lag á og kænsku til að fá mann til að gera ótrúlegustu hluti. Á ein- hvern mjúkan og þægilegan hátt tekst henni að fá mann til að segja já án þess að maður fatti það. Ekki alls fyrir löngu fékk hún mig til að dansa einhvers konar riddaradans fyrir framan fullt af ókunnugu fólki í þrítugs afmæli sameiginlegrar vinkonu okkar og það hefði engum tekist að fá mig til að gera nema Sollu. Hún er rosalega dugleg og hjálpsöm manneskja og vonandi hef ég lært af henni hvað það varðar. Dugnaðurinn lýsir sér ef til vill í því að þegar við hin erum að mæta til vinnu á morgnana þá er Solla búin að vera að í nokkra klukkutíma og þegar við erum að fara heim er hún enn á fullu. Hjálpsemin hefur aftur á móti stundum komið henni í vandræðalega stöðu. Í gegnum tíðina hefur Solla farið í ófáar heimsóknir til fólks sem á í vandræðum með meltinguna og sumar þeirra hafa verið vægast sagt mjög einkennilegar og jafn- vel vandræðalegar. Sólveig veit örugglega meira en flestir aðrir um meltingarvandamál þjóð- arinnar,“ segir Laila Awad. Þorlákur Morthens: Listamaður og frumherji Þorlákur Morthens, eða myndlist- armaðurinn Tolli, er gamall vinur Sólveigar og sagði um hana: „Ég kynntist henni í gegnum konuna mína, Gunnýju, og á Sollu að þakka að við erum gift. Solla studdi Gunnýju með ráðum og dáðum í tilhugalífi okkar og hélt því fram að ég væri góður kostur í stöðunni og fyrir það er ég henni ævinlega þakklátur. Solla er gegnheill idealisti og það sem hún tekur sér fyrir hendur gerir hún af ástríðu. Að mínu mati skín í gegnum allt sem hún gerir að hún er listamaður og með menntun á því sviði. Matreiðsla eins og Solla leggur stund á hana er allt annað og meira en elda- mennska. Hjá henni er þetta heimspeki og lífstíll. Solla er frumherji í matargerð og því sem koma skal, þ.e.a.s. að við borðum mat sem nærir bæði sál og líkama og er í jafnvægi við náttúruna. Mörgum kann að þykja Solla stjórnsöm og hún er það líklega á sinn hátt. Hún hefði aftur á móti aldrei komist þangað sem hún er nema hafa mjög skýra sýn og vera með kláran fókus á tindinn,“ sagði Þorlákur Morthens. Þorlákur Morthens.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.