Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 52

Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 eigin flokk sem ég fór með í útilegur þegar ég var þrettán ára,“ segir Sólveig. Samvinnuskólinn á Bifröst Sólveig var fjörugur unglingur og eftir fallið á landsprófi stóð til að reyna aftur. Málin þróuðust þó þannig að henni var smyglað inn í Samvinnuskólann á Bifröst eins og hún orðar það sjálf. „Samvinnuskólinn var tveggja ára nám og í fyrstu þótti mér ógn- vænleg tilhugsun að vera í Borgarfirði í tvo vetur og hótaði foreldrum mínum að ég yrði þar ekki lengi. Raunin varð önnur og ég lauk náminu þar. Félagslífið í skólanum var hreint út sagt frábært og þar fékk ég loksins að spila fótbolta með strákunum og mátti vera í íþróttasalnum eins mikið og ég vildi og það sló á heimþrána. Samvinnuskólinn var á þessum tíma útungunarstöð fyrir kaup- félagsstjóra og aldursmunur nemenda meiri en í flestum öðrum skólum. Við vorum nokkur sextán ára en flestir rúmlega tvítugir og elsti nemandinn var þrjátíu og sex ára og það setti sterkan svip á félagslífið. Námið var dálítið sérstakt og við lærðum til dæmis sögu Samvinnuhreyfingarinnar og fórum í náms- ferð til Akureyrar þar sem við heimsóttum höfuðstöðvar Sambandsins, Saumastofuna Heklu og KEA í bak og fyrir,“ segir Sólveig. Í Samvinnuskólanum kynntist Sólveig fyrsta sambýlismanni sínum og barnsföður, Ársæli Harðarsyni. Að loknu námi fluttu þau til Kaupmannahafnar. Ársæll fór í framhalds- nám en Sólveig að vinna. „Á þessum tíma átti ég mér stóra drauma og ætlaði mér að komast í gott starf. Ég hef sjaldnast miklað hlutina fyrir mér og sé yfir- leitt ekki hindranir og það hefur bæði góðar og slæmar hliðar og stundum dálítið skraut- legar. Ég var góð í vélritun og sló inn eins og hríðskotabyssa og sótti því um starf sem einkaritari hjá forstjóra Shell í Danmörku. Ég var önnur af tveimur úr hópi hundrað umsækjenda sem komust í viðtal og hefði fengið starfið ef ég hefði getað lesið skriftina hjá karlinum. Því miður var skriftin hans gersamlega ofar mínum skilningi. Ég fékk loks vinnu í þvottahúsi og með tímanum vann ég mig upp í að vera yfir handklæðavél- inni. Auk þess sem ég starfaði á kaffiteríu og rak Jónshús um tíma ásamt manninum mínum,“ segir Sólveig. „Hugmyndin að Kvennalistanum varð til í Jónshúsi á þessum tíma og satt best að segja fannst mér þetta frekar reiðar og öfga- fullar kerlingar sem stóðu að honum á sínum tíma þótt ég hafi aðra skoðun í dag. Ég bjó í Kaupmannahöfn í sex ár og vann helminginn af tímanum en fór í þriggja ára nám í handa- vinnukennslu áður en ég kom heim árið S Ó LV E I G E I R Í K S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D Inga Lára Birgisdóttir: Möndlumjólk og Louis Armstrong Inga Lára Birgisdóttir, sem hefur verið vinkona Sólveigar í 23 ár, segir að hún sé ótrúlega skemmtileg og örlát: „Solla er grallari í sér en jafnframt umhyggjusöm og sönn í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur einstakt lag á að hrífa fólk með sér. Sem dæmi þá hefur hún séð um veitingar í nokkrum barnaafmælum fyrir mig og það er ótrúlegt að sjá hvernig hún leikur sér við krakkana og hvernig þeir háma í sig græn- meti til að gera henni til geðs. Sólveig er líka ótrúlega geðgóð og er búin að vera í góðu skapi frá því að ég kynntist henni. Hún er líka hugmyndaríkur og góður kokkur og mikil ástríðumann- eskja. Þrátt fyrir miklar hugsjónir og gleði er hún jarðtengd og útsjónarsöm. Einu sinni stóð þannig á hjá mér og fjölskyldunni minni að við vorum á milli íbúða. Þegar Solla frétti af vandræðum okkar fannst henni sjálfsagt að við, fjögurra manna fjöl- skylda, flyttum inn á hana og við bjuggum þar í tæpt ár. Eftir á að hyggja er ótrúlegt hvað sam- búðin gekk vel og ég minnist þess ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Allan þann tíma sem við bjuggum saman var Solla fyrst allra á fætur og bjó til möndlumjólk handa okkur hinum og stundum bætti hún um betur og spilaði It’s a wonderful life með Louis Armstrong. Solla er frekar pjöttuð með hárið á sér og einu sinni þegar við vorum á ferðalagi um Suður- Afríku vildi ekki betur til en að fugl dritaði í hárið á henni. Hún rauk beint á hárgreiðslustofu til að láta þvo skítinn úr og strax á eftir fórum við á aðra stofu þar sem hún lét þvo á sér hárið aftur. Sannfæringarmáttur Sollu hefur aðeins einu sinni orðið til þess að við hjónin höfum hugsað henni þegjandi þörfina og það var þegar henni tókst að sannfæra okkur um að við þyrftum að fara á þarmaskol- unarnámskeið. Solla er vakin og sofin yfir velferð okkar og ég er sannfærð um að hún vildi okkur vel. Ég ætla ekki að fara nánar út í námskeiðið en það er alveg víst að við förum ekki á slíkt aftur,“ segir Inga Lára Birgisdóttir. Laila Awad: Fær fólk til að gera furðulegustu hluti „Ég kynntist Sólveigu fyrir 13 eða 14 árum en urðum nánar vinkonur fyrir rúmum 8 árum og í dag er hún nánast eins og systir mín,“ segir Laila Awad, starfsmaður á auglýsingadeild Fréttablaðsins. „Sólveig er rosalega þróttmikil og jákvæð manneskja. Hún er hugrökk og kýlir á hlutina án þess að S AG T U M S Ó LV EI G U E IR ÍK S D Ó TT U R : Inga Lára Birgisdóttir. Laila Awad.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.