Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Síða 51

Frjáls verslun - 01.03.2007, Síða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 51 Kjarnorkukonan Sólveig Eiríks-dóttir, eða Solla á Kostinum eins og margir þekkja hana, er ódrep-andi talsmaður heilsufæðis og hollra lífshátta. Nítján ára greindist hún með matarofnæmi og breytti um mataræði í kjölfar þess. Litla hippastelpan sem einu sinni stóð á haus og tuggði þang framleiðir í dag heilsufæði undir heitinu Himnesk holl- usta og hefur brennandi áhuga á fótbolta. Fyrirtækið gengur vel og að sögn Sólveigar er hún rétt að byrja að kynna hollan mat fyrir þjóðinni. Sólveig Eiríksdóttir er fædd í Reykjavík 24. september 1960. Hún er næstelst fjög- urra systkina og á þrjá bræður. Foreldrar hennar eru Eiríkur Haraldsson, fyrrverandi menntaskólakennari, og Hildur Karlsdóttir píanókennari. Sólveig segist vera Reykvík- ingur í húð og hár enda alin upp í Vest- urbænum og sannur KR-ingur. Bar út blöð fimm ára „Við bjuggum fyrst á Ásvallagötu en fluttum síðan á Hagamel. Það var alveg frábært að alast upp í Vesturbænum og í minning- unni er æskan æðisleg og einn stór leikur, brennó, yfir og fallin spýtan. Það var mikil uppbygging í Vesturbænum á þessum tíma og mikið af krökkum í hverfinu til að leika sér með. Ég var þriggja ára þegar fjölskyldan flutti á Hagamel sem er stór og opin gata rétt við Hagaskóla og stanslaust fjör. Ég hóf svokallað fornám í Melaskóla og fór í sjö ára bekk þar. Tólf ára fór ég í Hagaskóla og lauk gagnfræðaskóla þar en féll á landsprófi. Sem unglingur var ég eins og margir aðrir unglingar á þeim tíma, hlustaði á Procol Harum og reyndi að svindla mér inn í Tónabæ og spilaði handbolta. Ég hef alltaf haft mikla hreyfiþörf og var fimm ára byrjuð að bera út blöð með eldri bróður mínum. Sjö ára var ég komin með mitt eigið hverfi og hélt því þar til ég var fimmtán ára. Ég vaknaði klukkan hálf sjö á morgana og er enn mikill morgunhani og alltaf komin á fætur fyrir allar aldir,“ segir Sólveig. Í máli Sólveigar kemur fram mikill fót- boltaáhugi. „Þegar ég var lítil tíðkaðist ekki að stelpur spiluðu fótbolta eins og strákar og ég öfundaði alltaf bræður mína af því að mega það. Ég var alltaf með peninga í vas- anum þegar ég var krakki vegna þess að fólk vorkenndi mér svo mikið fyrir að bera út og keypti af mér aukablöðin. Hluti hans fór náttúrlega í nammi en einu sinni þegar ég var sex ára notaði ég peninginn til að fara á rakarastofu og láta klippa á mig drengjakoll án þess að nokkur vissi og reyndi að smygla mér inn á fótboltaæfingu með strákunum. Eftir klippinguna var ég sannfærð um að ég liti út nákvæmlega eins og strákur og fór beinustu leið í KR-heimilið til að fara á æfingu. Þjálfarinn sá náttúrlega um leið að ég var stelpa og ég man hvað ég varð svekkt þegar hann sendi mig burt og sagði mér að fara að æfa fimleika eða eitthvað í þá áttina með hinum stelpunum. Hjartað í mér brotn- aði alveg í tvennt við þetta en í framhaldi af því sneri ég mér að handbolta og æfði hann með KR fram á unglingsárin. Pabbi stofnaði og rak skíðaskóla í Kerl- ingafjöllum og ég var þar mikið á sumrin allt fram til þrítugs. Ég var líka mikið í skátunum sem krakki. Byrjaði sem ljósálfur í Ægisbúum og var orðin skátaforingi með SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Í NÆRMYND: TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON „LITLA HIPPASTELPAN“ MEÐ HIMNESKA HOLLUSTU S Ó LV E I G E I R Í K S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.