Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 10

Frjáls verslun - 01.03.2007, Side 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 7 FRÉTTIR „Drangeyjarferðirnar hefj- ast núna í júní, en farþegar á sumri hverju hafa oft verið í kringum eitt þúsund,“ segir Jón Eiríksson, en útgáfufé- lagið Heimur útnefndi hann Ferðafrömuð ársins 2007 á Ferðasýningunni í Fífunni í Kópavogi á dögunum. Jón er oft nefndur Drangeyjarjarlinn. Jón segir að í sumar muni hann leggja upp í ferðir frá Reykjum á Reykjaströnd, þar sem komið hefur verið upp hafnaraðstöðu. Sigling frá Reykjum í Drangey tekur aðeins tuttugu mínútur, en sé siglt frá Sauðárkróki er stímið um klukkustund. Þetta er í fjórða sinn sem Heimur stendur fyrir þessari útnefningu. Það kom í hlut Jóns Karls Ólafssonar, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar og forstjóra Icelandair, að afhenda viðurkenningarskjal af þessu tilefni. Í vali sínu lagði dómnefnd m.a. til grundvallar einstaka athafnasemi Jóns, þrautseigju og metnað hans við að byggja upp og reka ferðaþjónustu þar sem sagnaarfinum er miðlað á eftirminnilegan og persónu- legan hátt. Aukinheldur sem þátttaka Jóns í uppbyggingu og stefnumótun ferðaþjónustunnar í Skagafirði var höfð í huga. Í dómnefnd áttu sæti þeir Ottó Schopka og Benedikt Jóhannesson frá Heimi hf., Sævar Skaptason, fram- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, og Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Þín starfsemi skiptir okkur öll miklu máli Minni og meðalstór fyrirtæki gegna þýðingarmiklu hlutverki í íslensku viðskiptalífi Landsbankinn hefur á að skipa um 150 sérhæfðum starfsmönnum í fyrirtækjaþjónustu sem kappkosta að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og trausta fjármálaráðgjöf. Þannig er minni og meðalstórum fyrirtækjum gert kleift að dafna og ná settu marki og á sama tíma stuðlum við saman að fjölbreyttu og kraftmiklu viðskiptalífi á Íslandi. Landsbankinn er með víðtækasta útibúa- net á landinu. Það tryggir viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og persónulega ráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Hafðu samband í síma 410 4000 eða með tölvupósti á fyrirtaeki@landsbanki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Melabúðin, stofnuð: 1956 Fjöldi starfsmanna: 35 Soðin lambasvið: 749 kr. kg Fjöldi kúnna á dag: 1148 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 37 42 4 04 /0 7 Jón Eiríksson Drangeyjarjarl tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Jóns Karls Ólafssonar, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Mynd: Páll Stefánsson. Heimur útnefnir ferðafrömuð ársins: Jón Eiríksson ferðafrömuður ársins

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.