Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 v i ð S k i p t a M E n n t u n því hefur verið haldið fram að kreppur og atvinnuleysi hræri upp í fólki með háskólamenntun og ýti við því að fara í frekara nám. Hugsunin er sú að fólk með MBA-nám eða meistaranám í viðskiptum sé eftirsóttara í vinnu og með meira atvinnuöryggi þegar skórinn kreppir. Þá má halda því fram að fólk sem missir vinnuna í niðursveiflu og fær ekki auðveldlega vinnu aftur nýti tækifærið og fari í framhaldsnám til að eiga auðveldara með að fá vinnu aftur. Það sem mælir á móti öllum þessum kenningum er að fólk hefur væntanlega síður efni á því að fara í framhaldsnám og setjast á skólabekk í kreppu og atvinnuleysi. Þetta eru fróðlegar pælingar sem hafa orðið áleitnari að und- anförnu þegar tal um lánsfjárkreppu, niðursveiflu, verðbólgu og fyrirsjáanlegt óöryggi á vinnumarkaði er í hámarki. Fólki hefur verið sagt upp í fjármálageiranum að undanförnu og nýlegar uppsagnir hjá Glitni eru til marks um að það eru breyttir tímar. En skoðum betur framhaldsnám í viðskiptum hér á landi. Meist- aranám í viðskiptum og hagfræði er kennt í fjórum háskólum; Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri. Framboðið af námsleiðum eykst sífellt og barátta skólanna um nemendur harðnar ár frá ári, ef marka má það magn auglýs- inga sem skólarnir hafa lagt í á vormánuðum. Þrátt fyrir mátt auglýsinga- og kynningarstarfs kemur það hins vegar ekki í veg fyrir skyndilegar breytingar á vali fólks til náms, svo sem vegna breytinga á efnahagsástandi. Til dæmis virðist sem hræringar á fjár- málamörkum hafi haft áhrif á val nemenda í meistaranámi í við- skiptafræði og hagfræði við Háskóla Íslands því færri velja nú MS í fjármálum fyrirtækja og meistaranám í fjármálahagfræði en áður. Á sama tíma vex MS-nám í stjórnun og stefnumótun ásmegin sem og MS-nám í viðskiptafræði. Fólk með grunnháskólagráður vill tryggja stöðu sína enn betur á atvinnumarkaði þegar hægist um á atvinnumarkaði. Það lítur því á mastersnám sem nokkurs konar atvinnutryggingu. Aukin sókn er í meistaranám við háskólana um þessar mundir. „Það er mín tilfinning að margir leiti í nám nú, bæði framhaldsnám og grunnnám, í ljósi breyttra aðstæðna á vinnumarkaði og vegna fjármálakrepp- unnar sem hefur gengið yfir. Það stefnir til dæmis í meiri aðsókn í meistaranámið í viðskiptafræði og mögulega metaðsókn í grunnámið,“ segir Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti við- skiptafræðideildar Háskólans á Akureyri. MS-námið í viðskiptafræði var í boði í fyrsta skipti við háskólann í fyrra og þá sóttu um 35 manns um inngöngu. „Nú þegar hafa 25 manns sótt um en umsóknarfrestur er fram í byrjun júní. Við höfum fengið fjölda góðra umsókna, til dæmis frá fólki sem hefur lokið grunn- námi við HR og Bifröst og fólki sem hefur lokið meistaranámi í verkfræði og öðrum greinum. Það má alveg gera ráð fyrir fjölda umsókna í lok maí og því stefnir í enn meiri aðsókn en í fyrra. Það sama má segja um grunnnámið, umsóknir verða vænt- anlega fleiri núna. Við fengum 125 umsóknir í fyrra en þær eru nú þegar um 70,“ segir Ingi Rúnar. „Ég hugsa að ein ástæðan fyrir því hversu margir sækja nú um hefðbundið meistaranám í við- skiptum sé sú að margir vilja auka möguleika sína enda hafa aðstæður í efnahagslífi breyst afar mikið. Fólk lítur á námið sem góða tryggingu fyrir góðum störfum.“ Ingi Rúnar Eðvarðsson: góð trygging fyrir starfi „það stefnir í meiri aðsókn í meistaranám í viðskiptafræði.“ tExtI: gísli þorsteinsson • MyNdIR: geir ólafsson o. fl. rekur kreppa fólk í nám? Ingi Rúnar Eðvarðsson, deild- arforseti viðskiptafræðideildar Háskólans á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.