Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Side 62

Frjáls verslun - 01.04.2008, Side 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 K yN N IN g sumarið er tíminn ... e itt af markmiðum Landsvirkjunar er að leggja lið samfélags- málefnum sem efla hag þeirra svæða þar sem fyrirtækið starfar og er m.a. lögð áhersla á að efla ferðaþjónustu með fræðslu og samstarf á sviði menningarmála. Haldnar eru listsýningar og komið er á fót öðrum viðburðum í starfsstöðvum fyrirtækisins. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að á síðustu átta árum hafi verið starfræktar gestastofur á sex stöðum á landinu yfir sumartímann: „Við erum meðal stærri fyrirtækja landsins og sérkenni okkar er að starfsemin fer fram á afskekktum stöðum, í landbúnaðarsamfélögum þar sem meginvaxtarbroddur er í ferðaþjónustu. Með því að starfrækja menningarviðburði og sýningar þá erum við að hjálpa til við að gera svæðin áhugaverðari. Það gefur gestum tækifæri til að kynnast okkur af eigin raun.“ Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar alla daga yfir sumarmán- uðina og Þorsteinn fer yfir helstu viðburðina: „Í sýningarsölum Ljósafossvirkjunar verður sýning Steingríms Eyfjörðs sem nefnist Lóan er komin. Hún var framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Við studdum þátttöku Steingríms gegn því að verk hans yrðu sýnd að Ljósafossi. Í Búrfelli verður sýning í tilefni þess að Sigurjón Ólafsson hefði orðið 100 ára á þessu ári, en hann gerði merka lágmynd framan á stöðvarhúsið og er sú lágmynd enn þann dag í dag stærsta lágmynd landsins. Er m.a. saga þess listaverks rakin á sýningunni, sem sett er upp í samstarfi við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Í Blöndustöð verður hægt að kynna sér starfsemina og þar verða einnig myndverk eftir Halldór Pétursson við Grettis sögu í samvinnu við Grettisból við Laugarbakka. Í Laxá í Aðaldal hefur undanfarin ár verið sýning sem kallast Hvað er með ásum? og er blanda af listsýningu og fróðleik um goðin. Árni Björnsson semur texta og Hallsteinn Sigurðsson gerir listaverkin. Hugmyndin með sýningunni, sem er í göngum neðanjarðar, er ferðalag úr mannheimum inn í Goðheima. Þessi sýning hefur verið mjög vinsæl og höfum við haldið okkur við hana og bætt hliðarsýn- ingum við og í sumar verður sýning á verkum þeirra sem hlutu sjón- listarverðlaunin í fyrra. Við Kröflu er gestastofa þar sem hægt er að sjá kvikmyndabrot um Kröfluelda og kynnast hvernig raforkan er framleidd þar. Síðan er það Fljótsdalur þar sem við höfum undanfarin ár rekið gestastofu í Végarði sem er félagsheimilið í Fljótsdal. Við verðum þar áfram þó stöðin sé komin í rekstur og erum á ákveðnum tímum með skoðunarferðir í stöðina sem er 1 km inni í fjallinu. Heimsókn í upplýsingamiðstöðina í Végarði veitir góða innsýn í Kárahnjúkavirkjun og útivistar- og ferðamöguleika á hálendinu. Síðan við hófum að reka gestastofuna í Fljótsdal hafa komið þangað um 60.000 manns.“ Þorsteinn tekur fram að lokum að samhliða því að vera með listsýningar og kynningu á ferðamöguleikum hafi fólk tækifæri til að kynna sér starfsemi Landsvirkjunar og auka skilning sinn á raf- orkumálum. P IP A R • S ÍA • 8 10 3 3 • Lj ós m yn d : S p es si Kynnið ykkur raforkuframleiðslu og sjáið einnig skemmtilegar sýningar í Blöndustöð, Búrfelli, Kröflustöð, Laxárstöð og Gestastofu Fljótsdalsstöðvar í Végarði. Stöðvar Landsvirkjunar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður er opinn frá kl. 9-17 alla daga vikunnar. Heimsókn til Landsvirkjunar er ókeypis. Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Lóan er komin! Ljósafossstöð við Sog Einstakt tækifæri til að sjá valin verk úr sýningu Steingríms Eyfjörð „Lóan er komin“ sem var framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum 2007. Sýningin er opin alla eftirmiðdaga í sumar frá 7. júní. Handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2007 Þorsteinn Hilmarsson í höfuðstöðvum Landsvirkjunar. Í bakgrunn- inum er tölvugerð ljósmynd af skipi að sigla á útrennslisskurðinum frá Fljótsdalsstöð og segir Þorsteinn skipið verða að veruleika í sumar: „Ólafur Þórðarson myndlistarmaður er að smíða skipið sem verður á „siglingu“ á móti straumnum inn í fjallið. Listaverkið heitir Eilífðardraumurinn, enda kemst það aldrei á leiðarenda.“ „með því að starfrækja menningarviðburði og sýningar þá erum við að hjálpa til við að gera svæðin áhugaverðari.“ Landsvirkjun aflstöðvar áhugaverðir viðkomustaðir í sumar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.