Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 6
Listsýningar í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Líkt og fyrri ár verður boðið upp á fjölbreyttar list- og handverkssýningar í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á Frönskum dögum.
Sýningarnar verða opnaðar með formlegum hætti fimmtudagskvöldið 21. júlí kl. 20:00. Þar verða listamennirnir boðnir
velkomnir auk þess sem Anna Flrefnudóttir flytur Ijóð við undirleik Garðars Harðarsonar. Sýningarnar verða opnar alla
hátíðardagana og er aðgangseyrir 200 kr.
Líkan af Franska spítalanum
Árið 1903 reistu Frakkar spítala á Fáskrúðsfirði sem ætlað var að
þjóna frönskum sjómönnum á íslandsmiðum. Eftir að veiðar Frakka
lögðust að mestu af við ísland í kringum 1930, var rekstri spítalans
hætt. Árið 1939 var spítalinn fluttur yfir fjörðinn til Hafnarness þar
sem hann var endurbyggður sem íbúðarhús, en einnig nýttur sem
skólahús fyrir Suðurbyggð. Þegar fjölmennast var bjuggu í húsinu
um 60 manns en síðustu íbúarnir yfirgáfu húsið um 1970 og hefur
það staðið autt allar götur síðan.
Guðrún Einarsdóttir er brottfluttur Fáskrúðsfirðingur sem hefur
í gegnum tíðina haft brennandi áhuga á varðveislu hinnar frönsku
arfleifðar. Hún hefur í gegnum árin sankað að sér Ijósmyndum og
rituðum heimildum um Frakka við Fáskrúðsfjörð og er ein af
forsprökkum Franskra daga. Hún er líka ein af stofnendum
félagsskapar um endurbygginu Franska spítalans.
Þó svo að Guðrúnu hafi ekki enn tekist að fá hinn eiginlega
spítala endurbyggðan, hefur hún látið gera glæsilegt líkan af þessu
sögufræga húsi sem nú er til sýnis í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.
Hver veit nema að þetta framtak verði til þess að endurnýja áhuga
fólks á áframhaldandi varðveislu og endurbygginu Franska
spltalans. Athygli er vakin á að líkanið verður til sýnis frá 15. - 24.
júlí.
Franski spítalinn iHafnamesi. (Mynd: Albert Einksson)
Enginn er eyland
Sýning á vatnslitamyndum Árnýjar B. Birgisdóttur. Inntak myndanna
er maðurinn og djúpstæð þörf hans fyrir tengsl við sinn innri mann,
við sína nánustu og við uppruna sinn. í myndunum leitast Árný
Björk við að kanna hughrif sem eiga rót sína í tengslamyndun
mannsins. í mótvægi við hraða samfélagsins í dag, þar sem hver
og einn brunar áfram í kapphlaupi einstaklingshyggjunnar, grípa
myndirnar kyrrlátt andartak þar sem viðfangið sækir heim sitt
tengslanet.
Árný Björk er hefur stundað myndlistarnám bæði hér heima
og erlendis, auk þess sem hún er lærður listmeðferðarfræðingur.
Handverk úr félagsstarfi aldraðra
Vatnslitamynd eftirÁrnýju B. Birgisdóttur
Á þessari sýningu gefur að líta mikið af fallegu handverki sem
unnið hefur verið í félagsstarfi aldraðra undanfarin 3 ár. Samskonar
sýning var haldin á dvalarheimilinu Uppsölum fyrir tveimur árum
síðan við mjög góðar undirtektir.
6