Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 18
Ljósmynd: Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
Litla þorpið hefur kúrt við fjarðarbotninn um langa tíð. Það hefur
ekki margt breyst. Bárujárnshúsin hafa staðið á sínum stað og
íbúarnir hafa unað glaðir við sitt, mátulega langt frá skarkala
umheimsins til að geta myndað sinn sérstaka menningarheim án
of mikils áreitis utan úr hinni stóru veröld.
Þorpið á yfirleitt allt að sem stór samfélög eiga til að byggja
menningarlíf sitt á. Það á vel rekin atvinnufyrirtæki sem veita
íbúunum lifibrauð og það á sína samkomustaði, verslun, kirkju,
íþróttahús og félagsheimili.
Þorpið á líka sína listamenn, söngvara og leikara, tónskáld og
textahöfunda, fótboltamenn og dansara. Þorpið á yfirleitt allt sem
það þarf, til að geta lifaö sínu sjálfstæða lífi til hliðar við skarkala
umheimsins.
Fólkið í þorpinu er á vissan hátt eins og ein stór fjölskylda. Allir
þekkja alla og vita allt um alla. Fólkið er samstiga í flestu og gengur
saman gegnum gleði og sorgir daganna. (fámennu samfélagi skiptir
hver og einn svo miklu máli og allir hafa sínu hlutverki að gegna,
stórir og smáir. Sumir eru að vísu í fleiri hlutverkum en aðrir. Ekkert
tiltökumál að sjá sama einstaklinginn standa og syngja í jarðarför
í kirkjunni á sorgarstund, slökkva eldinn ef einhversstaðar kviknar
í og leika svo aöalhlutverkið í gamanleikritinu sem leikfélagið er
með á fjölunum ( félagsheimilinu, allt í sömu vikunni.
Undarlegt samfélag finnst borgarbúum í flestum tilfellum. Þeir sjá
ekki að lífið er það sama, bara i smækkaðri mynd.
Það hefur bæði kosti og galla að vera ekki alveg í alfaraleið.
Möguleikar hvers og eins til að nota og njóta hæfileika sinna eru
meiri í fámenninu en að sama skapi eru minni möguleikar á að
njóta alls þess sem umheimurinn býður upp á.
En þetta er lífið sem fólkið í þorpinu hefur skapað sjálft og kosið
að lifa. Framundan er svo haustið sem segja má að flytji þetta litla
þorp úr örygginu, sem einangrunin hefur á vissan hátt veitt íbúunum,
yfir í annan heim. Með nútíma mannvirkjum verður það allt í einu
komið í næsta nágrenni við stóriðjuframkvæmdir og allt sem þeim
fylgir. (seilingarfjarlægð vera líka fjölsóttustu ferðamannastaðirnir
og stærstu verslanamiðstöðvarnar í landsfjórðungnum. Enginn þarf
lengur að ferðast langa leið um hálf ófæran, hættulegan veg í
hvernig veðri sem er vegna nauðsynlegra erinda sem ekki geta
beðið.
Hverjar afleiðingarnar verða í litla þorpinu kemur svo seinna í Ijós.
Verður verslun á staðnum? Lifir samkennd fólksins af aukinn
íbúafjölda? Verður litla þorpið ef til vill bara svefnbær og íbúarnir
agnarsmár hluti af menningarheimi þeim sem er utan fjallahringsins
sem umlykur fjörðinn sem litla þorpið stendur við?
Þessum spurningum verður ekki svarað á þessari stund en vert að
hafa þær í huga og leiða hugann að því hvað hver og einn getur
lagt af mörkum til að íbúarnir í þorpinu litla geti áfram lifað góðu
lífi ( sátt við sjálfa sig, umhverfi sitt og hver við annan.
e/
18