Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 11

Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 11
Nokkrir af bollunum sem Bella keypti níu ára gömul og gaf móöur sinni og getið er í greininni. Veturinn eftir fermingu bað Margrethe Stangland um mig í vist á Strönd, það var myndarheimili og vera mín þar var viðburðarík, fræðandi og ógleymanleg. Svo, haustið 1939 réð Einar í Odda mig í vinnu við endurbyggingu Franska spítalans í Hafnarnesi til að elda fyrir tæplega tuttugu karla. Einar var með mörg hús í byggingu á þessum tíma og hann fékk pabba sem yfirsmið spítalans. Þetta var bráðskemmtilegt. Það tók um fjóra mánuði að endurbyggja húsið en ég var búin að ráða mig á saumastofu í Reykjavík og gat einungis verið í sex vikur í Hafnarnesi. Manstu eftir fyrstu árum útvarpsins ? Þegar ég var sex ára heyrði ég pabba segja frá tæki sem gæti sent út hjóð og fólk gæti hlustað um allt land. Fólk ræddi það mikið hvernig þetta væri hægt. Þegar við komum í kaupstaðinn voru nokkrar fjölskyldur búnar að fá svona apparat, en við fengum ekki útvarp fyrr en fermingarárið mitt. Pabbi keypti það á uppboði hjá Páli Ben. Kristín í Gullbringu fékk útvarp snemma, ég mátti koma til hennar eins og oft og ég vildi til að hlusta. Ég fékk að fara á böll ef mamma var í kaffiveitingum. Fyrst fór ég á ball tólf ára, en ég var skíthrædd, því það var svo mikið slegist. Þegar ég var tólf og þrettán ára unnu mamma og pabbi tvö sumur við að leggja veginn yfir Staðarskarð. Föðurbróðir pabba, Tómas ísleifsson, var verkstjóri. Mamma eldaði á prímus í tjaldi fyrir tíu til tólf karia. Ég var heima og bakaði allt brauð sem þau þurftu til vikunnar. Svo kom að fermingunni? Við fermdumst sautján börn saman, en ekki vorum við nú tekin til altaris, því svo illa vildi til að ekkert messuvín var til. Þegar átti að fara að sauma á mig fermingarkjólinn, fékkst ekkert hvítt efni í Kompaníinu. En kona Georgs læknis hafði gefið Hansínu Bjarnadóttur efni í kjól og mamma keypti efnið af Stefaníu, móður hennar. Valla, kona Björgvins Ben, saumaði svo kjólinn á mig. í veislunni voru upprúllaðar pönnukökur, rjómaterta, gyðinga- kökur, hrærðar kökur og terta með Bella 13 ára fyrir neðan Tanga, tápmikil að vanda rabarbara- eða sveskjusultu á borðum. f þá daga þótti gott að fá fimm krónur í fermingargjöf frá fjölskyldu. Ég fékk 20 kr. og ýmislegt fallegt smádót. Kanntu að segja frá eftirminnilegum atvikum úrlífinu á Búðum á þessum árum? Jú mörgum! Vordag einn vöknuðu menn upp við það að búið var að sletta gulri málningu á kirkjuna. Þá hafði Stóri-Jónas, bróðir sr. Haraldar, klifrað upp í turninn til að mála kúluna sem er efst á turninum gula, en enginn maður skildi hvernig honum hafði tekist það. Á niðurleiðinni missti hann málningarkrukkuna og það slettist út um allt. Svo var þetta málað rautt að nýju. Þá er mér minnisstætt þegar strandferðaskipin komu, en þá hópuðust allir krakkar niður á bryggju. Mér þótti ákaflega gaman þegar stelpurnar, sem höfðu verið á síld á Siglufirði og Vestmannaeyjum, komu heim á haustin, því þær voru allar klæddar eftir nýjustu tísku og með hatta. Ég man vel eftir Sveinu Ásgríms, hún var alltaf svo glæsileg, einu sinni kom hún í hárauðum satínkjól! Hvert fluttirðu eftir að þú fórst frá Fáskrúðsfirði? Á dansleik í Gúttó í Reykjavík kynntist ég tilvonandi eiginmanni mínum Karli Þórarinssyni. Við fluttum austur 1941 og i febrúar árið eftir fæddist okkur dóttir, Unnur Kolbrún. Kalli vann með pabba við smíðar. Hann átti sér þann draum að flytja í sveit. Veturinn 1944 kom Kjartan Bergmann, glímukóngur, austur til að kenna glímu, Kalli og hann þekktust lítillega. Kalli fór að spyrja Kjartan hvort hann vissi ekki um lausa jörð. Til að gera langa sögu stutta seldu foreldrar mínir Sigurborgu Vilbergsdóttur og Þorvaldi Sveinssyni Bæ vorið 1945 og við fluttum öll að Hofsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Eitthvað að lokum? Ég á afskaplega góðar minningar frá Fáskrúðsfirði og óska öllum góðrar skemmtunar á Frönskum dögum. Bergljót Snorradóttir á heimili sínu Lindarbæ við Selfoss

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.