Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 15

Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 15
í einum grænum. Þau hin biðu bara aðeins á meðan og svo varð þetta hin besta skemmtun eins og reyndar þær allar. Ég þakkaði Guði fyrir að þarna var tannlæknir staddur.” segir dægurlagasöngvarinn glaðlegi og bætir við að hann hafi ekki komið á Fáskrúðsfjörð síðan með Sumargleðinni. „Þaðan á ég dásamlegar minningar og ég hlakka mikið til að koma. Hver veit nema ég segi nokkra Sumargleðibrandara og einhverjar stuttar skemmtisögur inn á milli laga.“ Á meðan á viðtalinu stóð kom Þorgeir Ástvaldsson og ég spurði hann um lagið Ég fer ífríidl „Þegar ég kom úr fríi frá Ítalíu las ég í viðtali við Ragga á leiðinni heim aö ég ætti að syngja lagið á plötunni, um það hafði aldrei verið rætt.” segir Þorgeir sposkur á svip „Hugmyndin að textanum var mín. Ég fór til Iðunnar Steinsdóttur og hún útfærði hann fyrir mig. Hann fjallar um sjómanninn sem er að koma í land og sér Ijósin heima og er að fara í frí. Annars er það frægur ítali sem á lagið. Margir höfðu samband við mig sem höfðu verið á ferðalagi þarna suðurfrá og sögðu mér að einhver ítali væri búinn að stela laginu mínu. Annars er gaman að segja frá því að á nýju plötunni, Með hangandi hendi, syngur Raggi lagið eins og hann átti að gera fyrir aldarfjórðungi síðan.” segir Þorgeir og horfir glettinn á Ragnar. Söngskemmtanir Ragnars, Bergþórs og Þorgeirs verða í kirkjunni 22. júlí kl 17:00 og 20:00. Texti og myndir: Albert Eiriksson Aðalskrifstofur og bókanir | Akureyri 461-6000 | Reykjavík 568-6915 | holdur@holdur.is | holdur.is Reykjavík | Keflavfk | Borgarnes | Ólafsvik | ísafjörður | Sauðárkrókur | Akureyri | Vopnafjörður | Egitsstaðir | Neskaupstaöur | Höfn | Vestmannaeyjar ' útvegum bíla erlendis 3200 útleigustöðvar í 80 löndum, þar ó meðol öllum stœrri flugvöllum. - þinar þarfir okkar þjónusta. Bl LALEIGA AKUREYRAR 15

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.