Franskir dagar - 01.07.2005, Side 26
í'íjlð er línudans
Talið frá vinstri, fremri röð: Auðna Guðgeirsdóttir, Jóhanna Rögnvaldsdóttir,
Sigurrós Sigurðardóttir, Birna Óskarsdóttir, Margrét Káradóttir. Aftari röð: Guðbjörg
Benónýsdóttir, Áslaug Lárusdóttir, Eiísa Jónsdóttir, Ólafur Geir Jóhannesson
kennari, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Hafdis Bjarnadóttir, Svanhvít Jakobsdóttir,
Rósa Benónýsdóttir.
Línudanshópurinn Austurland að Glettingi sýnir nú í fjórða sinn
á Frönskum dögum. Hópurinn er gott dæmi um hverju samstillt
átak getur áorkað en austfirskir línudansarar, af svæðinu allt
frá Hornafirði til Vopnafjarðar, hafa hafa haft með sér samstarf
og haldið mót og samæfingar, einu sinni til tvisvar á ári, síðan
vorið 1998. Fyrsta landsmót línudansara var haldið á Fáskrúðsfirði
vorið 2002 en síðan er það orðið að áriegum viðburði og nú í
ár verður landsmótið haldið á Akranesi helgina 12. til 14. ágúst.
Tvö undanfarin vor hefur hópurinn tekið þátt í
íslandsmeistarakeppi sem haldin er árlega í Laugardalshöllinni.
Austurland að Glettingi hefur frá upphafi notið leiðsagnar Ólafs
Geirs Jóhannessonar danskennara sem komið hefur austur og
haldið námskeið víða í fjórðungnum. Línudansinn á Frönsku
dögunum nú er sem fyrr undir handleiðslu Óla Geirs, en rétt er
að vekja athygli á að auk þess að taka þátt í hátíðardagskránni
mun hópurinn dansa á Hótel Bjargi á laugardagskvöldinu.
Þegar blaðið fór í prentun var ekki endanlega ákveðið hverjir
taka þátt í sýningunni að þessu sinni en myndin sýnir þá sem
mættu á fyrstu æfinguna sem var á Hótel Bjargi laugardaginn
18. júní.
ej.
í)orgv>eiðikeppni
Einn af vinsælustu liðum hátíðarinnar undanfarin ár hefur verið
dorgveiðkeppni yngri kynslóðarinnar. Þar hafa ungir sem aldnir
komið saman til þess að fylgjast með spennandi keppni og
njóta góðrar útiveru. Keppnin er í þetta skiptið haldin sunnudaginn
24. júlí kl. 13:00 og er keppnisstaðurinn löndunarbryggja
Loðnuvinnslunnar. Vert er að taka fram að keppendur verða að
vera yngri en 16 ára, en ættingjar og vinir eru að sjálfsögðu
velkomnir sem aðstoðarmenn og áhorfendur.
Skráning í keppnina fer fram á staðnum og þurfa keppendur
sjálfir að leggja sér til veiðarfæri og beitu.
Jólahúsið Éorg
Nú á Frönskum dögum verður, eins og undanfarin ár, opið í
Jólahúsinu á Borg. í Jólahúsinu er selt ýmiskonar handverk,
sem að miklum hluta er unnið af heimafólki og einnig er þar
boðið upp á jólasmakk þ.e.a.s. hangikjöt, jólaöl og fleira í þeim
dúr. Jólatónlist er í gangi og jólastemmning ríkir á Borginni alla
helgina. Jólahúsið er sem fyrr í umsjón Ingigerðar Jónsdóttur
en hugmyndina að þessum sumarjólum fengu þær frænkurnar,
hún og Dagbjört Oddsdóttir sumarið
2000. Ingigerður lét sér þá detta í hug
að vera með jólamarkað með
föndurvörum á Frönsku dögunum.
Dagbjört hafði skömmu áður, ásamt
Bjarti bróður sínum, keypt Borg, en
móðurforeldrar þeirra Dagbjört
Sveinsdóttir og Þórarinn Bjarnason
bjuggu í húsinu um langt árabil. Þau
systkinin höfðu málað húsið jólarautt og þótti Dagbjörtu við
hæfi að hafa jólamarkaðinn þar. Þessi jólahugmynd þeirra hefur
svo undið upp á sig og nú er Jólahúsið orðið nokkuð þekkt út
fyrir byggðarlagið, einkum eftir þátttöku í sýningunni Austurland
2004 á Egilsstöðum á síðasta sumri, en þar vakti sýningarbás
Jólahússins mikla athygli.
Jólahúsið er ekki með fastan opnunartíma utan Frönsku
daganna. Á Aðventunni hefur þó verið opið í vikutíma
og tekið er á móti hópum eftir samkomulagi. Sé eftir
því óskað má hafa samband við Ingigerði í síma 475
1266. Jólahúsið er ekki á neinn hátt rekið sem
atvinnustarfsemi heldur sem tómstundagaman og
hafi einhver hagnaður orðið hefur hann alltaf runnið
til góðgerðarmála.
ej.
26