Franskir dagar - 01.07.2005, Side 14
Höfundur: Albert Eiríksson
Jiinn eini sanni
Kciggi Éjarna
Ragnar Bjarnason, Bergþór Pálsson og Þorgeir Ástvaldsson halda söngskemmtun í Fáskrúðsfjarðarkirkju á Frönskum
dögum. Raggi Bjarna fór um landið í áratugi og skemmti landsmönnum með vinum sínum í Sumargleðinni. Ég bað Ragga
að segja mér aðeins frá Sumargleðinni, hvernig ævintýrið byrjaði og fleiru.
Bergþór Pálsson, Þorgeir Ástvaldsson og Ragnar Bjarnason
„Fyrirrennari Sumargleðinnar voru héraðsmót Sjálfstæðismanna.
Þeir ferðuðust um landið, þar voru ræðumenn og svo skemmtum
við nokkrir. Þarna var líka hljómsveit, fyrst hljómsveit Svavars
Gests og svo mín. Við Ómar ákváðum þegar þessu lauk að taka
höndum saman og fara að skemmta og hópurinn stækkaði fljótt.
Við skemmtum frá 21:00 - 23:00 og svo var ball á eftir. Þuríður
Sigurðardóttir var með okkur í mörg ár, það var sérstaklega gaman
að hafa hana með, hún hló allan tímann.
Við sömdum allt sjálfir, byrjuðum strax eftir áramótin. Mest var
þetta þó á minni könnu. Kynningarlagið Við höldum hátíö í dag í
himnaskapi við erum... er gamalt lag með Herb Albert, sem Ómar
á textann við. Við ferðuðumst júní, júlí og og svo seinna fórum við
að skemmta á Hótel Sögu á haustin. Annars var Sumargleðin
upphaflega hugsuð fyrir landsbyggðina. Raggi, Ómar, Bessi,
Þorgeir, Þuríður og Magnús Ólafsson voru lengst í hópnum. Við
sögðum stundum að við værum heilt fótboltalið með bílstjóranum.
Það eru bara skemmtilegar minningar frá skemmtununum okkar
í Skrúði. Þó eru tvær skemmtanir sem standa upp úr, sumarið
1981 var okkur öllum eftirminnilegt. Þá var platan okkar nýkomin
út með Ég fer ífríið, Prins póló og fleiri lögum sem þjóðin lærði
og söng með. Fjörðurinn var spegilsléttur þegar við komum og
fórum um nóttina. Maður sem var fyrir utan Skrúð sagði mér að
svo hefði bergmálað í fjöllunum að engu líkara hafi verið en
Fáskrúðsfjörður hefði hlegið.
Eftir þetta ball keyrðum við í Egilsstaði. Þegar við lögðum af stað
rúmlega fjögur um nóttina var enn fullt af fólki úti og rífandi
stemmning. Þarna tók Ómar upp lítið kver sem hann hafði punktað
í eitt og annað skondið og sagði sögur alla leiðina í Egilsstaði, þá
var mikið hlegið.
Hitt ógleymanlega atvikið var þegar ég missti framtönn rétt áður
en skemmtunin byrjaði í Skrúði, hún bara datt úr. Það var ekki
hægt að fara án framtannarinnar á svið og upphófst mikið pat en
sem betur fer var tannlæknir staddur í salnum. Það var náð í hann,
við brunuðum upp á heilsugæslustöð og hann reddaði þessu
14