Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 22

Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 22
Jieyvagnaakstur, varðeldur og brekkusöngur Á föstudagskvöldi kl. 21:00 hefst heyvagnaakstur frá slökkvistöðinni við Skólaveg að Búðagrund. Heyvagnaaksturinn er orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Franska daga og er talinn ómissandi upphitun fyrir varðeld og brekkusöng seinna um kvöldið. Að þessu sinni verða heyvagnarnir þrír og farnar verða eins margar ferðir og þarf til að allir komist með sem vilja. Við varðeldinn mun hinn stórskemmtilegi Circus Atlanis leika sér að eldi í orðsins fyllstu merkingu. Að því loknu verður brekkusöngurinn víðfrægi þar sem allir sameinast í söng og gleði. Hótel Bjarg stendur fyrir nokkrum skemmtilegum uppákomum á Frönskum dögum, auk þess að bjóða upp á sérstök tilboð á veitingum alla helgina. Á föstudagskvöldinu mun trúbadorinn Labbi í Mánum troða upp með bæði gömlum og nýjum lögum á hótelbarnum og er miðaverð 1200 kr. Á laugardagskvöldinu býður Hótel Bjarg svo upp á tvo dansleiki. Annars vegar er það stórdansleikur með hljómsveitinni Karma í félagsheimilinu Skrúði og hins vegar Línudansaball á neðri hæð hótelsins. Miðaverð er aðeins 2500 kr og gildir miðinn á báða dansleikina. Jjöllistahópurinn Circusjltlantis Circus Atlantis er fjöllistahópur sem stofnaður var í júní 1999, af nokkrum bjartsýnum ungmennum á Akureyri og er afrakstur námskeiðs sem haldið var á vegum Kompanísins, Leikfélags Akureyrar og sænska fjöllistahópsins Cirkus Cirkör. í augnablikinu starfa tíu manns í sýningarhópnum en nokkrir í viðbót koma nálægt förðun, tónlist, búningahönnun og fleiru slíku. Circus Atlantis sér um stórar og smáar sýningar, trúðalæti, eldsýningar, jogglsýningar, álfa og tröll, svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum á síðustu fjórum árum og má þar nefna aö hópurinn hefur frá upphafi verið fastur liður á verslunarmannahelgar hátíðum á Akureyri. Hópurinn hefur alltaf lagt ríka áherslu á vímuleysi og hefur strangar reglur varðandi notkun vímugjafa af nokkru tagi. í upphafi starfaði fjöllistahópurinn líkt og götuleikhús gera víða um land. Sýningar hópsins byggðust aðallega upp á stultugöngu, trúðalátum og eldspúurum. Starf hópsins hefur þó tekið stórfeldum breytingum frá því formi og í dag er Circus Atlantis sannkallaður sirkus og inniheldur meðlimi sem hafa sérhæft sig í listgreinum sem eru meðteknar og viðhafðar í fjöllistahúsum víða um heim. Hópurinn hefur að meðaltali tekið að sér um 20 verkefni á ári og hefur því yfir mikilli reynslu og myndarlegri ferilskrá að ráða. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni http://www.heimsnet.is/circusatlantis ■ 22

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.