Franskir dagar - 01.07.2005, Blaðsíða 7
Portrett af manni og konu
Anna Hrefnudóttir sýnir akrýlmálverk á striga, teikningar og Ijóð.
Anna er fædd og uppalin að Krossgerði við Berufjörð, en flutti til
Stöðvarfjarðar síðasta vetur. Anna útskrifaðist úr grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands 1992, auk þess hefur hún
lokið kennsluréttindanámi í list- og verkgreinum við Kennaraháskóla
íslands.
Við opnun listsýninga á fimmtudagskvöldinu les konan Anna eigin
Ijóð og maðurinn Garðar Harðar leikur undir á hljóðfæri.
http://www.ismennt.is/not/annahref
Anna Hrefnudóttir listakona við eitt verka sinna.
Karin Bracq
í ár erum við þess heiðurs aðnjótandi að geta boðið velkomna til
okkar frönsku listakonuna Karin Bracq frá Gravelines, sem er
vinabær Búðakauptúns í Frakklandi. Karin er þekkt í heimalandi
sínu fyrir skemmtilegar myndir og skúlptúra sem hún vinnur m.a.
úr pappamassa. Á þessari sýningu leyfir Karin okkur að skyggnast
inn í skemmtilegan og líflegan hugmyndaheim þar sem allir geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Litagleði og skemmtileg
form ráða rikjum i
verkum Karinar Bracq.
Njóttu dagsins Taktu flugið
Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft
Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is
þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð.
Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Taktu flugið
7