Franskir dagar - 01.07.2006, Side 7

Franskir dagar - 01.07.2006, Side 7
Franskir dagar - Les jours fran^ais þá nýlega hafa eignast Ijóðabók Jóns og las hann fyrir mömmu kvæðið um Skrúðsbóndann. Líklega hef ég aldrei orðið jafn hrifinn af nokkru kvæði eða upplestri og þá. Er það skjótast af að segja að lengi á eftir vék prestsdóttirin á Hólmum varla úr huga mínum og viðlagið: „Já satt er það, sorgin er ströng" hamraði þar án afláts. í þessum álögum hvarflaði það meira en svo að mér hvort ég mundi ekki geta orðið skáld. Samt vöruðu þeir dagdraumar skemur en ýmsir aðrir því að litlu síðar heyrði ég einhvem fullyrða, eftir óhrekjandi heimildum, að hvorki skáld né smiðir gætu orðið ríkir. Þótti mér sú staðhæfing svo víðsjárverð að ég hætti alveg að hugsa til að verða skáld og gerði enda ráð fyrir að úr því að þessu væri þannig háttað hafi forsjónin þegar í upphafi minna vega vemdað mig frá svoddan hæfileikum. En ekki dró það samt úr aðdáun minni á skáldunum enda þótt senn bættust fleiri í hópinn þ.á.m. Þorsteinn Erlingsson, sem mér stóð reyndar hálfgerður stuggur af vegna þess hve mikið var um hann jagast. í huga mínum vom skáldin ekki eiginlega menn heldur eitthvað annað og langtum meira.“ Skrúðsbóndinn er fyrsti íslenski söngleikurinn. Ekki þarf að rekja söguna í smáatriðum fyrir Fáskrúðsfirðingum, en í henni segir frá hinum tröllvaxna Skrúðsbónda sem seiddi til sín fagra og saklausa prestdóttur á Hólmum í Reyðarfirði. Þannig er söguþráður söng- leiksins: ung stúlka lætur glepjast af glys og gjálífi og telur sér trú um að þar muni hún finna hamingjuna en á sama tíma bakar hún foreldrum sínum og ástvinum ómælda óhamingju og áhyggjur. Þegar hún loks sér að sér finnur hún styrk í trúnni og fær hjálp frá góðum öflum til að rata aftur heim. A margan hátt má segja að söguefnið sé sígilt og finna megi hliðstæður í fyrrtum veruleika nútímans. Söngleikurinn var frumsýndur 20 mars 1941 af Leikfélagi Akureyrar í leikstjórn Agústs Kvaran. Varmikið í sýninguna lagt, búningar og leikmynd umfangsmikil auk þess sem sameinuðust þar listgreinarnar þrjár; dans-, söng- og leiklist. Sýningin sló öll aðsóknarmet og var húsfyllir þrettán sýningar. Skrúðsbóndinn var tekinn aftur til sýningar árið 1966 en þá í styttri útgáfu og enn á aldarafmæli höfundar árið 1991, í Akureyrarkirkju þá verulega stytt. Og eins og áður segir verða flutt nokkur lög úr Skrúðsbóndanum í Fáskrúðsfjarðarkirkju á Frönskum dög- um af söngvurunum Jóhönnu Vigdisi Arnardóttur og Bergþóri Pálssyni, Sig- rúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Kjart- ani Valdemarssyni píanóleikara. Tónleikarnir veröa fostudaginn 28. júlí kl 17 og 20. Óskum íbúum Fáskrúðsfjarðar og gestum þeirra til hamingju með Franska daga. Minnum á alhliða vörubíla- og gröfuþjónustu. Vöggur ehf. Grímseyri 11A, 750 Fáskrúðsfjörður Guðmundur, sími 892 7090 Fermingarbörn í Fáskrúðsfjarðarkirkju vorið 2006. Frá vinstrí, aftarí röð: Björgvin Stefán Pétursson, Björgvin Steinþórsson, Hilmar Freyr Bjartþórsson og Tómas Freyr Larsson. Fremrí röð: Heiða Mjöll Gunnarsdóttir, Tanja Rún Kristmannsdóttir og Bryndís Hjálmarsdóttir. Ljósm: Jóhanna Kr. Hauksdóttir. ri

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.