Franskir dagar - 01.07.2006, Page 10

Franskir dagar - 01.07.2006, Page 10
Franskir dagar - Les jours fran^ais Umsjón: Albert Eiríksson Myndir: Albert og úr einkasafni Sigrún á Kolfreyjustað I Fáskrúðsfiröi hefur Kolfreyjustaður þá ánægjulegu sérstöðu að þar sést sólin allt árið. Jörðin er talin draga nafn af skessunni Kolffeyju sem víða segir frá í þjóðsögum. Þar hefur verið kirkjustaður frá alda öðli og prestssetur Fáskrúðsfírðinga. I hinu fræga manntali frá 1703 búa á Kolfreyjustað og sjö hjáleigum 44 manns. Fyrsti prestur sem vitað er með vissu um hét Klængur, en aðeins hafa setið staðinn rúmlega 20 prestar. Séra Haraldur Jónasson var prestur þar í 44 ár, ifá 1910 þar til hann lést í desember 1954. Á vormánuðum heimsótti ég dóttur hans, Sigrúnu, sem komin er á níræðisaldur þó ekki sjáist það á henni. Eg þáði rjómapönnukökur og tertur og bað Sigrúnu, sem er elst af tíu bömum seinna hjónabands Haraldar, að segja mér frá foreldrum sínum og æskuárunum á Fáskrúðsfirði. „Mamma, Valborg Fyrsta scnt ég man cftir mér, var þegar cg fór mcð mömmu og Jónasi á skipi til Noröfjarðar. Þá var komið viö lijá Ijósmyndara á Eskifirði. Þarna var ég tveggja og hálfsárs. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun láta taka afmér mynd nema með Jónasi hálf- bróður mtnum. Haraldsdóttir var frá Neskaupstað en pabbi prestssonur frá Sauðlauksdal viö Patreksijörð. Föðurafi minn dó þegar pabbi var 12 ára, þá flutti Rannveig amma til Reykjavíkur með þrjú börn.” Fljótlega eftir guðfræöiprófiö gerðist Haraldur aðstoðarprestur hjá sr. Jónasi Hallgrímssyni á Kolfreyjustað og íjórum árum síðar var hann kosinn prestur. Hann gat valið um nokkra staði sem aðstoðarprestur en hlunnindin á Kolfreyjustað munu hafa ráöið úrslitum. Fyrsta prestverkiö var aö skíra Guð- björgu Magnúsdóttur í Dölum sem lést fyrr á þessu ári. Fljótlega eftir að Haraldur kom austur jarðsetti hann franskan sjómann í kirkjugarðinum á Kolfreyjustað, þá eða fljótlega á eftir fékk hann frá Frökk- um, diykkjarkönnu sem á stendur Minning frá Fáskrúðsfirði. Könnu þessa gaf Sigrún til safnsins Fransmenn á Islandi fyrir nokkrum árum. Haraldur giftist fósturdóttur sr. Jónasar, Sigrúnu Jónsdóttur. Hún dó af barnsförum 1919, en þrem árum áöur eignuðust þau Jónas, þá ólu þau upp Jónu Stefánsdótt- ur frá Skálavik, eftir að æskuheimili „Ifermingargjöf gaf Jónas bróðir minn mér reiðhjól. Hann pantaði það úr Reykjavik og það kom austur mcð skipi. Ég haföi aldrei Itjólað áður, þaö lœrðist og margirfengu að prófa hjólið". hennar var leyst upp þegar faðir hennar lést. Eftir andlát Sigrúnar kom Rannveig móðir Haraldar austur til að vera hjá syni sínum. Nokkru eftir að hún kom þangað hné hún niður i messu, var borin inn og dó þar skömmu seinna „En pabbi kláraði messuna”. Valborg móðir Sigrúnar var systurdóttir fyrri konu sr. Haraldar. „Mamma var búin að ráða sig í vist hjá Sigrúnu frænku sinni á Kolfreyjustaö, en ætlaði ekki að fara í vistina eftir andlát hennar. En sem betur fer fór hún að Kolfreyjustað og foreldrar mínir giftu sig 17. september 1921 að Stöð í Stöðvarfirði af sr. Guttormi Vigfússyni” Haraldur var bæði virtur og dáður af sóknarbömum sínum og öllum sem hann þekktu. Hann vann mikið úti við og var afar verklaginn. Tún á Kolfreyjustað vom stórþýfð, hann vann og lét vinna mikið að sléttun, notaði hestaverkfæri til vinnslu undir þökur. Oftast vom þar tvær til þrjár vinnukonur og nokkrir vinnumenn. Þá komu sláttumenn, sem slógu túnin. Þegar Sigrún ólst upp vom 3-5 kýr á prestssetrinu og nokkur geldneyti, rúmlega 200 ær sem hafðar vom á tveim stööum; í Hraunagerði og í Sniðagerði, beint fyrir ofan bæinn. Ennþá utar á þeim slóðum sem bragginn stóð seinna var hesthús. Utan við lækinn við kirkjugarðinn var hlaða. Onnur hlaða var fyrir ofan húsið en innangengt var í fjósið úr íbúðarhúsinu. Gamli bærinn á Kolfreyjustað var langt og mjótt hús sem stóð rétt fyrir ofan kirkjugarðinn. Kjallari var undir íbúðarhúsinu að hluta. Fjölskyldan flutti úr því húsi um 1940, í nýbyggt hús, aðeins innar. Matjurtagarður var fyrir utan kirkju- garðinn út við lækinn, með rófum, grænkáli og gulrótum. En þegar kirkjugarðurinn var stækkaður fór sá matjurtagarður. Kartöflurnar vom í sér garði út undir Leiti og spmttu þar vel í sandinum. Góð lending er í Staðarhöfn, þar var sjóhús. I nokkur ár hafði þar viðlegu frá Búðum, Bjöm Jónsson faðir Alla í Hátúni. Svo kom Aðalsteinn Stefánsson í Dvergasteini með sína íjölskyldu og dvaldi þar hvert sumar í nokkur ár. Þau komu með eina kú og var hún höfð með okkar kúm í ijósinu. „Við rákum kýmar aldrei uppí Qall, það var nóg gras út meö sjónum. Oft voru þær á Leitinu og stund- um á Hvalnesinu. Það kom fyrir að kým- ar fæm sjálfar út á Landsenda, rétt fyrir innan Staðarskriður. Örlög sjóhússins í Staðarhöfn urðu þau að haustið 1941 sprakk tundurdufl við klappimar fyrir framan húsið og það hmndi og sprengjubrotin fóm langt upp á tún. Þetta gerðist aðeins viku eftir að Alli og fjölskylda fóm úr húsinu. Útvarp kom á Kolfreyjustað 1930 eða ‘31. Það var með fyrstu viðtækjunum 10

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.