Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 6

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 6
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANf AIS þátt í gleðinni. Síðan var tréð borið inn í stofu og geymt fram á þrettándann, en þá var kveikt á því að nýju. Tréð varð eldi að bráð og mildi að ekki kviknaði í húsinu. „Þegar ég kem íyrst að Dölum, þá varð ég þess aðnjótandi að vera við húslestur. Byrjað var á að syngja, svo var lesinn húslestur og loks sungið aftur. Þessi skemmtilegi siður lagðist því miður afþegar útvarpið kom,”segir Denni. Lampaútvarpstæki keypti Höskuldur fljótlega upp úr 1930, það heyrðist strax vel í því. Tækið var allstórt, og gekk fyrir blautbatteríum. Farið var með þau að Bergi á Búðum til hleðslu en seinna í Rafstöðina. Sýran vildi brenna það sem hún kom nálægt, því var alltaf haldið á þeim en ekki riðið með batteríin í kaupstaðinn. Eðlilega var mikið hlustað á útvarpið, í stríðinu versnuðu hlustunarskilyrði því þá komu inn er- lendar stöðvar sem trufluðu, en þær náðust þó ekki vel. TVÍBÝLI Guðbjörg, Hulda, Hermann og Sigrún. berfætt, svo að ekki þurfti fótabúnað þá mánuði. Verst var þegar búið var að slá, þá varð maður sárfættur, en ekkert mál var að ganga moldarvegi á engjarnar”. UNGMENNAFÉLAG Stofnfundur Ungmennafélagsins Skrúðs, var haldinn á Kappeyri árið 1933, en þar lét Denni sig ekki vanta. Sigsteinn Pálsson var kosinn for- maður, Steinn Steinsson gjaldkeri og Stefán í Hólagerði ritari. A fyrsta fundinum var samþykkt að kenna sund. Jónas bróðir sr. Haraldar Jónassonar var fenginn til þess, enda mikill sundmaður. Kennslan fór fram á Mjóeyri og fór Denni fyrstur í sjóinn. Jónas var með langt prik, eða frekar staur og girti okkur í belti, setti stroffu í beltið á bakinu og batt í staurinn og óð með þar til hann var kominn upp undir mitti. Jónas hélt í og lét þann sem var í sjónum busla og sagði honum til. Síðust fór í sjóinn Dagmar Einarsdóttir frá Kappeyri, stór og mikil stúlka. Þá vantaði Jónasi afl til að halda henni uppi, allt sporðreistist, hann missti stöngina og Dagmar fór á bólakaf. Það er nú ekki hlæjandi að því, en orðalepparnir sem hann fékk þegar hún kom úr baðinu voru vel útilátnir, því að hann var lengi að tosa hana upp. Dagga kom aldrei aftur á sundnámskeið. Eftir sundnám- skeiðið byggðum við okkur sundlaug, svolítinn poll ofan við hólinn í Dölum.” Ungmennafélagið hélt útisamkomur í Víðinesi og seinna í Hafnarnesi. Einnig stóð það fyrir málfundum. Eftir því sem árin liðu urðu sam- komurnar fjölmennari. Sýslutjaldið var fengið, reistur danspallur, ræður haldnar og veitingar seldar. Síðasta stóra skemmtunin var 1944 í Víðinesi og þá fóru Sigrún og systkini hennar. Aðalræðumaður þá var Pétur Þorsteinsson frá Oseyri. Margt var til skemmtunar og dansað 6 AÐVENTA OG JÓL Vilborg með tvœr elstu datur sínar Sigrúnu og Guðbjörgu „Hefð var fyrir því að snæða rjúpur á aðfangadag og hangi- kjöt á jóladag. Fólkinu í Hóla- gerði var alltaf boðið inn eftir á öðrum degi jóla. Mikill sam- gangur var á milli bæjanna og ég man aldrei eftir að það væru nábúaerjur eða ýfingar. Dala- fólkinu var ávallt boðið í Hóla- gerði milli hátíðanna,” segir Denni. Hann smíðaði tæplega mannhæðarhátt jólatré. Stofn- inn var stöng sem mjókkaði upp, á hann voru settir krossar með misstórum götum. Þar á fóru greinar, kerti, einir, pokar með nammi og fána- borðar. Milli jóla og nýárs var allt borið út úr eldhúsinu, trénu komið þar fyrir og dansað í kringum það. Þá kom fólkið frá Hólagerði og tók hey til annarra og nokkrum sinnum voru teknar kindur frá heylitlum bæjum. Á óþurrkasumrum voru súrheysgryfjur gerðar. Onnur var byggð áður en Denni kom, en hin sennilega rigningarsumarið mikla 1933. Vilborg Sigfusdóttir fæddist 1916, hún ólst upp í Gröf í Eiðaþinghá. Nítján ára kom hún sem vinnukona í Dali. Steinn Björgvin Steinsson og Vilborg felldu hugi saman og giftu sig í desember 1935. Frumburðurinn Sigrún fæddist vorið eftir og síðar komu Guðbjörg, Hulda, Hermann, Sig- ríður og Friðrik. Sigrún segir frá því að þegar Steinn og Vilborg hófu sinn búskap var túnum og engjum skipt. Bústofninn taldi 200 ær, kýrnar voru í sameigin- legu fjósi, en seinna var gert lítið fjós fyrir framan bæinn. Þegar garnaveikin kom árið 1939 reyndist ekki unnt að halda við fjártölunni. Lyfkom ekki fyrr en áratug síðar. Á hverju sumri var farið til engja og heyskortur var óþekktur. Það kom fyrir að Dalabændur létu fram undir morgun. Farið var með stóran pott frá Dölum, búnar til hlóðir og hellt upp á kaffi. Þá voru fræðslu- og málfundir á vegum ung- mennafélagsins og danssamkomur í stóra húsinu á Fögrueyri, sem áður var gamalt verslunarhús. NÝTT ÚR NÁTTÚRUNNI Þórunn Gísladóttir grasakona ferðaðist um landið og kom nokkrum sinnum í Dali við mikla hrifningu heimilisfólks. Hún kenndi sápugerð og fleira og lét Björgu hafa handskrifaða bók með uppskriftum sem nú er því miður glötuð. „Einn dag á sumri var farið til grasa, mest upp á Suður- fjall og týnt heilmikið af ijalla- grösum. Grasamjólk var gerð, einnig grasate, og stundum voru grautar hleyptir með grösum,” segir Sigrún.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.