Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 30
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRAN9AIS
Smári Geirsson
Um hvalveiðar, hvalstöðina
á Fögrueyri &c dagbókarskrif
fröken Stapel
Sannleikurinn er sá að fátt hefiir verið ritað á
íslensku um þýsku hvalstöðina sem reis árið
1903 á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði. Hér er ætl-
unin að bæta lítillega úr því. I þessari grein
verður sagt frá hvalveiðum við Island einkum
á síðari híuta nítjándu aldar og byijun þeirrar
tuttugustu en áhersla verður lögð á að greina ff á
aðdragandanum að byggingu hvalstöðvarinnar
á Fögrueyri og starfsemi hennar eftir að hún
reis. Eins verður stuttlega fjallað um dagbók
ungrar þýskrar stúlku sem dvaldi á hvalstöðinni
sumarið 1905. Sá sem þetta ritar hefúr unnið að
útgáfú hvalveiðisögu Islands síðastliðin tvö ár
og dvaldi veturinn 2010-2011 í Noregi vegna
heimildasöfúunar. A meðan á Noregsdvölinni
stóð hafði undirritaður starfsaðstöðu í hval-
veiðisafninu í Sandefjord og þangað kom þá
þýski sagnff æðingurinn Klaus Barthelmess en
hann er sá sem ítarlegast hefur rannsakað sögu
hvalstöðvarinnar á Fögrueyri. Barthelmess lét
af hendi allar þær upplýsingar sem hann hafði
komist yfir um Fáskrúðsfjarðarstöðina en fór
þess á leit að honum yrði veitt aðstoð við ritun
greinar um dagbók sem nýlega hafði komið í
leitirnar. Greinina ætlaði hann að rita í sam-
starfi við Wolf-Rudiger Grohmann en þurfti
nauðsynlega upplýsingar ffá staðkunnugum
því ýmislegt sem fjallað var um í dagbókinni
reyndist þeim erfitt að skilja. Dagbókin var
skrifúð afBertha Stapel ogveitirgóða innsýn
í hvernig samfélagið á Fáskrúðsfirði kom er-
lendri stúlku fyrir sjónir. Fröken Stapel var
fædd árið 1875 og hafði ekki haff neina reynslu
af hvalveiðum og hvalavinnslu þegar hún kom
til Fögrueyrar.
HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND
Á FYRRI ÖLDUM
í hafinu umhverfis Island hefur löngum verið
gnótt hvala. Frá því greina meðal annars fornar
heimildir. Víða í þessum heimildum er getið um
hvalreka en þeir voru álitnir vera á meðal mikil-
vægustu hlunninda. Eins geta heimildir um hval-
veiðar íslendinga nánast frá fyrstu tíð. I Land-
námu er til dæmis getið um mikla hvalagengd
• 30
við landið og sagt að þar hafi hver mátt skutla
sem vildi. í elstu lögbók Islendinga, Grágás, má
einnig finna athygfisverð ákvæði um hvalveiðar.
Hvalveiðar með fornum hætti voru stundaðar
af Islendingum allt til loka 19. aldar og voru
það einkum Vestfirðingar sem fengust við þá
iðju. Þessar veiðar voru alltaf takmarkaðar og
búnaðurinn sem notaður var við þær fábrotinn
en engu að síður skiptu þær töluverðu máli fyrir
íbúana sem bjuggu á hvalveiðisvæðunum.
I byrjun 17. aldar hófu Baskar hvalveiðar frá
Islandi en Baskarnir búa í strandhéruðunum
við Biskajaflóa sem löngum hafa verið hluti af
Spáni og Frakklandi. Það var í reynd þessi merka
menningarþjóð sem ruddi brautina og gerði hval-
veiðar að sjálfstæðum atvinnuvegi. Baskarnir hófú
markvissar og skipulegar veiðar á íslands-sléttbak
þegar á 11. öld. I fyrstu var um strandveiðar á
heimaslóðum að ræða að haust- og vetrarlagi en
síðar hófú þeir veiðar á fjarlægum slóðum eins
og við Irland, Nýfúndnaland og loks við ísland
og í Norður-Ishafinu.
Baskarnir veiddu hvali við ísland nánast alla 17.
öldina og í kjölfar þeirra komu hvalveiðimenn frá
öðrum þjóðum sem öttu kappi við risaskepnur
hafsins á miðunum umhverfis ísland. I fyrstu
reistu Baskarnir bræðslustöðvar á landi þar sem
lýsi var unnið úr hvalspikinu en þegar tímar liðu
þróuðu þeir aðferðir til að bræða lýsið um borð
í hvalveiðiskipunum.
TILRAUNAVEIÐAR VIÐ ÍSLAND
Á ÁRUNUM 1863-1872
Arið 1863 hófst nýtt skeið íslenskrar hvalveiði-
sögu. Þá kom til Reyðarfjarðar bandarískur hval-
veiðileiðangur undir forystu Thomas Roys. A
vegum Roys fóru fram tilraunaveiðar á hinum
hraðsyndu reyðarhvölum en áður höfðu hval-
veiðimenn helgað sig veiðum á sléttbökum og
búrhvölum. Roys hafði um nokkurt skeið unnið
að þróun byssu sem ætlað var að skjóta skutli.
Byssan var borin af skyttu sem stóð í stafni
róðrarbáts en til þessa höfðu hvalir ávallt verið
veiddir af róðrarbátum sem gerðir voru út frá
hvalveiðiskipi eða frá landi eins og Baskarnir
gerðu í upphafi. I oddi skutulsins var sprengja
sem springa skyldi þegar skutulinn hafði gengið
á kaf í hvalinn og var henni ætlað að deyða hann.
Fyrirtæki Bandaríkjamannanna lagði stund á til-
raunaveiðarnarvið ísland til ársins 1867 oggengu
þær brösullega. Eitt merkasta framlag Roys og
félaga til hvalveiðisögunnar var bygging fyrstu
vélvæddu hvalstöðvar sögunnar á Vestdalseyri
í Seyðisfirði.
I kjölfar Bandaríkjamannanna komu Danir og
síðar Hollendingar og héldu þeir áfram þeim
tilraunum sem Roys hafði hafið. Bæði Dan-
irnir og Hollendingarnir höfðu miðstöð hval-
veiðiumsvifanna á Austfjörðum; Danirnir fyrst
á Djúpavogi og síðar á Vestdalseyri og Hollend-
ingarnir á Vestdalseyri. Þessar veiðar Dana og
HoOendinga voru skammvinnar og lauk þeim
endanlega árið 1872.
Áðurnefndar tilraunaveiðar skiluðu heldur litlu
en það var hins vegar Norðmaðurinn Svend Foyn
sem þróaði þær veiðiaðferðir sem í grundvaUar-
atriðum eru enn notaðar við hvalveiðar. Foyn
vann að þróun veiðibúnaðar síns um líkt leyti og
tilraunaveiðarnar fóru fram á íslandi og má segja
að búnaðurinn hafi verið fúllmótaður á árinu
1868 og hann dugði til að fanga reyðarhvalina.
Foyn hóf að nota gufuknúna báta við veiðarnar
og hóf hann að skjóta skutlum í veiðidýrin úr
byssu sem komið var fyrir í stafni bátanna. I oddi
hvers skutuls var sprengja líkt og Roys hafði
fyrstur gert tilraunir með. Þá lagði Foyn áherslu
á að vinnslan á hvalnum færi fram í vélvæddri
hvalstöð þar sem hráefnið yrði nýtt sem best.
Þegar Foyn hafði þróað veiðibúnað sinn fékk
hann einkaleyfi til hvalveiða með honum frá
Finnmörku í Noregi um tíu ára skeið. Einkaleyfið
var veitt árið 1872. Á einkaleyfistímanum gat
Foyn heimilað öðrum að hefja hvalveiðar með
búnaði sínum og brátt urðu hvalveiðarnar í Finn-
mörku umfangsmikiU atvinnuvegur.
NÚTÍMA VEIÐIAÐFERÐIR
KOMATIL