Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 26
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS
Texti: Albert Eiríksson
Taka tunnu, tóma tunnu,
SALT!
Með stjörnur í augunum sögðu Guðný Þor-
valdsdóttir, Sjöfn Traustadóttir, Sigurbjörg
Helgadóttir og Skúli Oskarsson okkur Birni
Jóhannssyni ffá síldarárunum á Fáskrúðsfirði.
Um tíma var saltað þar á fjórum plönum með um
fjörutíu síldarplássum á hverju. Fyrstu árin var
saltað á sumrin en seinna var saltað fram undir
aðventu. Sannkallað gullæði rann á bæjarbúa
sem kunnu nú vart aura sinna tal. Einbýlishús
voru byggð, fólk keypti sér bíla og fata- og hús-
gagnamarkaðir voru reglulega í félagsheimilinu.
I gríni segja þau að það hafi varla hvarflað að
prestinum að messa og helst þurfti að sæta lagi
til að jarða fólk þegar bræla var.
Ein af fýrstu síldarminningunum þeirra er þegar
Vestmannaeyingurinn Binni í Gröf sigldi inn
fjörðinn á Gullborginni á fögrum lognværum
sumardegi. Báturinn var fúllhlaðinn og stirndi
á silfur hafsins á dekkinu.
Þau byrjuðu öll að salta innan við fermingu.
Nokkuð algengt var að börn byrjuðu 11 til 12
ára að salta. Síldinni var þá hent niður í tunnuna
síðan lágu krakkarnir á tunnunni, vógu þar salt
til að ná niður til að raða síldinni.
Guðný Þorvaldsdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Sjöjh Traustadóttir og Skúli Óskarsson iReykjavtk íjúní2012. Mynd: Albert Eiríksson.
Söltunarstöðvarnar á Fáskrúðsfirði vom að mestu
mannaðar heimamönnum. Þegar von var á síld
fóru menn um bæinn og ræstu út. Skúli fór
stundum hús úr húsi og ræsti og rifjar upp að
dragúldin andlit hafi stundum komið út í glugga
og stelpurnar hafi ekki allar verið fallegar þá,
Síldarsöltun
enda lítið sofið. Vaktirnar gátu verið langar, mjög
langar og fýrir kom að örþreyttir menn sofnuðu
á planinu á löngum vöktum. „Stundum stungum
við hausnum undir kalda vatnsbunu til að halda
okkur vakandi,”segir Skúli og bætirvið sposkur
að þeir sem tóku fiillar síldar-
tunnur hafi verið iðnastir \áð
að taka tunnur frá sætustu
stelpunum, þær hafi aldrei
þurft að bíða.
„Ofan á hverja tunnu var
settur hringur og ofan í
hann meiri síld sem seig
niður næstu daga. Hver
tunna þurfti að ná ákveðinni
þyngd. Þetta voru kallaðir
kúfar. Kúfurinn stóð þangað
til næsta bræla hófst,” segir
Sigurbjörg.
Þegar söltuninni lauk var
umsaltað. Fyrst var síldin
flokkuð í fytsta, annan og
þriðja flokk og síðan raðað aftur í tunnurnar.
Oft var mesta fjörið í umsöltuninni og konurnar
viðurkenna kankvísar að hafa oftar en einu sinni
og oftar en tvisvar sett laxerolíu í kaffibrúsana
hjá strákunum.
Einnig rifja þær upp að í einni umsöltuninni hafi
stígvél komið upp. Skúli er fljótur að grípa það
og segir hlægjandi: „Ha! fannst stígvéhð mitt?“
I brælum var síldin pækluð, tappinn var sleginn
úr og settur saltpækih í. Þessu fylgdi umstöflun
og tveir og tveir lyftu tunnum saman. I pækl-
ingunni lenti Skúh stundum á móti Ragnari í
Víkurgerði, sem var heljarmenni að afli. Þar fékk
hann sína eldskírn í aflraunum. „Mikið helvíti
er nú strákurinn seigur,” sagði Ragnar eitt sinn
um Skúla.
A planinu hjá Agli Guðlaugssyni var útikamar
fram af bryggjunni. Ein stúlka að sunnan, sem
giftist pilti úr sveitinni, kom austur og ætlaði
heldur betur að auðgast í síldinni. Hún fann
kamrinum allt til foráttu og lét hafa eftir sér að
26