Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 7

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 7
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS STRÍÐIÐ „Við vorum að hirða 29. ágúst 1939 þegar við heyrðum í kvöldfréttunum að stríð hefði brotist út. Fullorðna fólkið mundi vel fyrra stríðið og gerði sér í hugarlund hvernig þetta myndi verða,” segir Denni og bætir við að fljótlega hafi verið farið að senda út skömmtunarseðla fyrir hveiti, sykri, kaffi, fatnaði, skóm, álnavöru og fleiru. Seðlarnir litu út eins og frímerkjaarkir, fjöldinn á þeim fór eftir því hvað voru margir skráðir í heimili, þeir sem áttu mörg börn létu gjarnan nágranna sína fá miða fyrir kaffi. „Eg sá hermann í fyrsta skipti í júní árið 1940. Við Steingrímur fórum gangandi yfir Eyrarskarð til Reyðarfjarðar á ball á Helgustöðum, en ballið var búið þegar þangað kom, okkur var sögð röng dagsetning. Þá voru breskir hermenn komnir á Eskifjörð,” segir Denni og bætir við að eitthvað hafi verið um þýskar flugvélar á sveimi. Sumarið 1941 flaug vél lágt yfir í Dölum svo auðvelt var að sjá hakakrossana á henni. Einnig minnist hann mikillar sjóorustu undan Kolmúla þegar Þjóð- verjar skutu á herskip sem var á leið inn fjörðinn. Þegar Hermann Steinsson var skírður í apríl 1941, komu hermenn gangandi yfir heiðina og fóru fyrir stofugluggann. Annars var lítið um að þeir kæmu inn í Dölum. Sennilega hafa þeir sem voru lengi á Búðum verið orðnir kunn- ugir þar. Þar voru í senn 3-4 menn, flestir ungir strákar. Nokkrir þorpsbúar lærðu talsvert af her- mönnunum í ensku. Stundum voru liðsgöngur yfir Stuðlaheiði, þá fóru þar um hátt í tuttugu hermenn saman. ÖRNEFNASÖFNUN Dr. Stefán Einarsson kom í Fáskrúðsfjörð árið 1954 til að skrá örnefni. I Dölum skráði hann að- allega eftir Höskuldi og ráðfærði sig við Magnús og fleiri. Stefán sagði seinna í útvarpserindi að hann hefði óvíða séð fallegri heimasætur en í Dölum. Sigrtður, Sigrún, Guðbjörg, Hulda og Hermann Steinsböm. FRANSKIR SKÚTUSJÓMENN Denni sá franskar skútur nokkrum sinnum á Fáskrúðsfirði, laglegar seglskútur, flestar með hjálparvélar. Hann fór aldrei um borð og segir þær hafa verið sjaldan við bryggju. Fransmenn- irnir tóku vatn í tunnur í lækjum og þvoðu þar fot sín. Á þessum árum vom vömskiptin við Frakkana orðin minni en áður. Helst var það kex og síróp í leirkrukkum sem fékkst í skiptum fyrir sokka og vettlinga. Allir sátu við og prjónuðu sokka og tvíþumla vettlinga, bæði börn og fullorðnir. Um aldamótin 1900 þegar Björn Stefánsson var bóndi í Dölum, komu þangað Fransmenn til að skjóta lóur og aðra fugla. Þeir komu að bænum og börðu þar upp. Þar vom þá bara konur heima, sem þeir áreittu. Þær komust undan og upp á loft, þar drógu þær á lúguna og þeir létu skotin vaða í loftbita og fjalir.Til allrar lukku fóm þau ekki í gegn en alla tíð mátti sjá ummerki eftir skot- árásina. Ein stúlknanna, Guðlaug Guðmunds- dóttir, komst út um glugga og út með Dalsá til að sækja hjálp, en hinar hírðust á loftinu á meðan. Björn kærði atvikið en ekki er vitað um eftirmála. Nokkuð var um að menn af herskipum og birgða- skipum færu inn að Fossi. Til er brosleg færsla úr dagbók spítalaskips sem var á Fáskrúðsfirði 16. ágúst 1898: „Carl Tulinius bauð yfirmönn- unum í reiðtúr að fallegum fossi í botni Fáskrúðs- fjarðar og læknirinn tók myndir. Skipstjórinn datt tvisvar af baki.“ Georg Georgsson læknir var lítill og hnellinn. Hann gat bæði verið snúinn og hryssingslegur við sjúklinga. Denni fór einu sinni til hans í Læknishúsið, því að handleggurinn var boginn og hefur alltaf verið. „Amma vildi vita hvort mætti rétta hann. Georg taldi að ekkert væri hægt að gera í því.” RAFMAGNIÐ Síminn kom haustið 1951 í Dali og samveitu- rafmagnið 1963 en engin rafstöð var þar. Raf- magnsins saknaði Denni mikið, en það kom á Eskifjörð 1911. Rafstöð var byggð á Ljósalandi árið 1929, Snorri Halldórsson frá Eskifirði var fyrsti rafstöðvarstjórinn. Fyrst um sinn var rafmagnið á Búðum aðeins til ljósa. Þegar veður voru vond og fennti í uppi- stöðulónið varð oft rafmagnslaust. Árið 1958 var lögð lína yfir Brosaskarð fyrir innan Dali, frá Grímsárvirkjun. Rafmagnið kom í Dali árið 1963. OG ÁRIN LIÐU Steinn var lengi heilsuveill, árið 1949 fór hann suður að leita sér lækninga við brjósklosi.Tveimur árum seinna veiktist hann af krabbameini og náði sér ekki eftir það. Steinn lést heima í Dölum í júh' 1952. Þá var Hulda dóttir hans í Kaupmanna- höfn til lækninga. Steinn lagði svo fyrir að hann skyldi brenndur, trúlega fyrstur Fáskrúðsfirðinga. Smíðuð var sinkklædd kista. Höskuldur og ekkjan Vilborg, sem þá var 36 ára, fóru með líkið suður til brennslu. Hann var jarðaður í Reykjavík. Guðbjörglést 1941 en Höskuldur 1960,Magnús 1963 og Björg fimm árum síðar. Vilborg og Marinó Guðfinnsson frá Seyðisfirði tóku saman og fluttu haustið 1963 í Egilsstaði, þar sem þau byggðu sér hús að Selási 19. Sigmar Magnússon tók við búi foreldra sinna og reisti sér íbúðarhús í Dölum árið 1952 og bjó þar til dauðadags. Sigrún giftist Elís Daníelssyni frá Kolmúla árið 1955 og saman byggðu þau reisulegt íbúðarhús í Dölum. Börn þeirra eru Vilborg, Dagný, Stein- unn, Armann, Guðný, Elsa og Eyrún. Denni var í Alþýðuskólanum að Laugum 1936- 39 og útskrifaðist frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík eftir tveggja vetra nám árið 1946 og var eftir það skipstjóri á Eskifirði. Hann kvæntist árið 1959 Stefaníu Arnadóttur frá Neskaupstað. Þau byggðu sér hús við Hátún á Eskifirði. Börn þeirra eru Guðrún, Gyða, Guð- björgogjón. Denni,Jón íHólagerði, Sigmar Magnússon, Sigurbjöm á Gestsstöðum og Steingrímur Bjarnason í Dalsánni. 7.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.