Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 14

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 14
Franskir dagar - Les jours FRANfAIS Sögustaðir og skáld: Frönsk menningararfleifð í túlkun rithöfunda 4? Franska sendiráðinu og Alliance fran^aise hefur áskotnast rétturinn að sýningu sem kall- ast Sögustaðir og skáld: Frönsk menningar- arfleifð í túlkun rithöfimda, gefin út af Centre des monuments nationaux. Stofnunin, sem hefúr umsjón með sögulegum frönskum minjum,bað 100 rithöfúnda að rita texta um sögustað eða söguminjar í Frakklandi. Hvert viðfangsefni er nálgast á tvennan hátt: annars vegar fá þeir frjálsar hendur og tjá sig skáldlega um staðinn eða hlutinn, og hins vegar er það söguleg um- fjöllun. Þetta er því í senn ferðalag um Frakkland gegnum menningarlegar minjar og ferðalag á vængjum skáldanna. Martin Page býður í hríf- andi ferð um reistu steinana í Carnac. Bærinn Puy-en-Velay veitti Juliu Kristeva innblástur. Pierre Assouline skrifar um bæinn Champs- sur-Marne. Daniéle Sallenave fræðir okkur um Savoye-húsið eftir arkítektana Le Corbusier og Pierre Jeanneret. Hér á Islandi báðum við íslenska frönskumæl- andi rithöfunda, leikara, þýðendur og háskóla- fólk að velja sér einn af sögustöðunum og þýða textann eftir franska rithöfúndinn. Sýninguna verður fýrst hægt að sjá á Frönskum dögum, hún verður opnuð laugardaginn 28. júlí klukkan 10:00 í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar af sendiherra Frakklands, Marc Bouteiller. Franskir dagar 2011 ý LANDVÉLAR • 14

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.