Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 31

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 31
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANf AIS NORÐMENN HORFA TIL ÍSLANDS Þegar einkaleyfi Foyn til hvalveiða var að renna út í Finnmörku hóf hann og fleiri norskir hval- veiðimenn að skima eftir nýju veiðisvæði og staðnæmdust þeir þá við Island. Árið 1883 reis fýrsta norska hvalstöðin á Islandi á Langeyri í Alftafirði við ísafjarðardjúp og var Foyn hluthafi í félaginu sem hóf þar starfsemi. Að auki reisti Foyn hvalstöð á Norðfirði á eigin vegum þetta sama ár en hún var aldrei starfrækt heldur tekin niður og flutt til Finnmerkur og endurreist þar. Með tilkomu þessara stöðva hófst norska hval- veiðitímabilið á Islandi en það stóð til ársins 1915 þegar bann við hvalveiðum við landið tók gildi. Norska tímabilið er í reynd blómaskeið hvalveiða við Island og voru þá starfræktar hvalstöðvar á Vestfjörðum og Austfjörðum. I allt veiddust liðlega 10.000 hvalir frá Vestfjarðastöðvunum á tímabilinu og um 7.000 frá Austfjarðastöðvunum. Oll voru hvalveiðifélögin, sem reistu og ráku stöðvar á tímabilinu, norsk að tveimur undan- skildum; eitt var danskt-íslenskt og annað þýskt en það var einmitt þýska félagið sem reisti stöðina á Fögrueyri. A öllum stöðvunum störfuðu Norð- menn að meirihluta, einnig á þeim sem voru í eigu félaga af öðru þjóðerni. Þegar stöðvarnar á norska tímabilinu voru flestar á Vestfjörðum voru þær hvorki fleiri né færri en 8 talsins. Flestar urðu stöðvarnar hins vegar 5 á Austfjörðum; tvær voru í Mjóafirði en hinar þrjár í Hellisfirði, á Svínaskálastekk fýrir utan Eskifjörð og á Fögrueyri. ÞJÓÐVERJAR VILJA HEFJA HVALVEIÐAR Á NÝ A fýrri öldum höfðu Þjóðverjar lagt stund á hval- veiðar í nokkrum mæli en þær höfðu siðan lagst af. Undir lok nítjándu aldar vaknaði hins vegar áhugi í Þýskalandi á að hefja hvalveiðar á ný. Reyndar stofnuðu Þjóðverjar hvalveiðifýrirtæki árið 1892 en starfsemi þess var tilraunakennd og leið það fljótlega undir lok. Undir lok nítjándu aldar gegndi fýrirtækið DSV því hlutverki að fýlgjast með hvalveiðum í Norð- urhöfum og hlaut til þess styrk þýska ríkisins. DSV gerði út leiðangra í Norðurhöf á árunum 1898 og 1899 og var tilgangurinn fýrst og fremst að kanna möguleika til hval- og fiskveiða við Bjarnarey. A árinu 1899 sendi fýrirtækið togara norður í höf og hafði hann verið útbúinn til hval- veiða. I áhöfn togarans voru fjórir Norðmenn sem höfðu reynslu af hvalveiðum og stýrðu þeir veið- unum. AHs voru veiddir sjö hvafir í leiðangrinum og voru þeir skornir í Bjarnarey. Hluti af spiki hvalanna var síðan sent til fiskimjölsverksmiðju í Pillau í Austur-Prússlandi þar sem ýmsar til- raunir voru gerðar við vinnslu lýsis úr því. Til- raununum í Pillau stjórnaði ungur efnafræðingur, Carl Paul að nafni. Carl Paul fékk mikinn áhuga á að betrumbæta framleiðsluaðferðir í hvalaiðnaði og ýmsir öflugir forsvarsmenn fýrirtækja í Norður-Þýskalandi virtust tilbúnir að taka þátt í stofnun nýs þýsks hvalveiðifélags. I þeim tilgangi að undirbúa þátt- W j Efiufraðingurinn Dr. Carl ^ Y1 ^‘u^ var widistjóri hval- L * stöðvarimiar á Fáskrtiðs- ' firdi d árunum 1903 og m \ 1904. töku væntanlegs félags í hvalveiðum var Carl Paul sendur í kynnisferðir til Islands á árunum 1900 og 1901.1 ferðunum dvaldi Paul meðal annars hjá vini sínum Marcus C. Bull en Bull var veiðistjóri hvalstöðvarinnar á Hesteyri í Jökulfjörðum og síðar í Hellisfirði. Bull og Paul voru góðvinir og höfðu kynnst í Noregi á meðan Paul bjó þar og stýrði starfsemi límverksmiðju. Paul virðist hafa kunnað vel við sig í Noregi og kvæntist norskri stúlku árið 1897. Árið 1902 lauk Carl Paul doktorsprófi í efnafræði frá háskólanum í Königsberg og að því loknu var hann yfirleitt nefndur Dr. Paul. Sama ár og Paul lauk doktorsprófmu hélt hann til íslands í þriðja sinn í þeim tilgangi að finna heppilegan stað fýrir hvalstöð hins væntanlega þýska hvalveiði- félags. Dr. Paul beindi sjónum fýrst og fremst að Austfjörðum og hinn 12. ágúst undirritaði hann samning sem kvað á um að hann tæki Fögrueyri í Fáskrúðsfirði á leigu. Leigusalar voru eigendur jarðarinnar Víkurgerðis, en þeir Stefán Sveins- son og Jón Björnsson undirrituðu samninginn fyrir þeirra hönd. Ársleigan fyrir Fögrueyrina var 300 krónur. HVALVEIÐIFÉLAG STOFNAÐ OG HVALSTÖÐ REIST Hinn 13. desember 1902 var stofnað í Hamborg þýska hvalveiðifélagið Die Germania Walfang- und Fischindustrie AG (GWFI). Tilgangur félagsins var að reisa og reka hvalstöð á Fögru- eyri og hefja hvalveiðar þaðan næsta ár. Að auki varð áðurnefnd fiskimjölsverksmiðja í Pillau eign félagsins. Stærstu hluthafarnir í félaginu komu frá Hamborg, Kíl og Königsberg en stærsti hlut- hafinn var skipaútgerðin Knöhr & Burchard. I kjölfar stofnunar félagsins var ákveðið að stofna dótturfélag í Kaupmannahöfn sem bar heitið Island Hvalindustri A/S og var það liður í að uppfylla þær kröfur sem dönsk stjórnvöld gerðu til atvinnurekstrar erlendra manna á Islandi. Þetta danska félagyfirtók síðan samninginn sem gerður hafði verið um leigu á Fögrueyri undir hvalstöð. I aprílmánuði 1903 færðist fjöryfir Fögrueyrina. Þá kom þangað gufuskip með efni í hús, tækja- búnað og starfsmenn hins nýja fyrirtækis sem nánast allir voru norskir. Með í för var einnig Dr. Paul sem ráðinn hafði verið til að gegna starfi veiðistjóra. Húsin risu á Fögrueyrinni hvert af öðru: Ketilhús (fírhús), spikbræðsla, kjötsuðuhús, gúanóverksmiðja, pressuketilhús, tveir íbúða- braggar, verkstæðishús og smiðja ásamt fleiri byggingum. Einnig var byggð myndarleg bryggja og rúmgott flensiplan þar sem hvalurinn skyldi skorinn. Það hús sem hvað mesta athygli vakti fyrir utan verksmiðjuhúsin sjálf var íbúðarhús veiðistjórans og fjölskyldu hans sem ávallt var nefnt Villan. Þótti tækjabúnaður hvalstöðvar- innar að ýmsu leyti nýstárlegur enda hafði Dr. Paul þróað ýmsar nýjungar á því sviði. Þá voru verksmiðjuhúsin járnklædd stálgrindarhús og skáru sig frá timburhúsunum á norsku hval- stöðvunum. 31 • íbúðarhús veiðistjóra hvalstöðvarinnarpótti afar gleesilegt og var nefnt Villan.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað: Franskir dagar 2012 (01.07.2012)
https://timarit.is/issue/380284

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Franskir dagar 2012 (01.07.2012)

Aðgerðir: