Franskir dagar - 01.07.2015, Page 3

Franskir dagar - 01.07.2015, Page 3
 perxdimip Tónleikar í Fáskrúðsijarðarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 17 og 20 Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smárasyni, útsetjara og píanóleikara. Alltaf stutt í glens og gaman hjá drengjunum. Þéttur hljómur við fjörugar útsetningar í fyrirrúmi! I þetta skiptið verða þeir á léttum nótum dægurlaga, sem allir kannast við, úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímabilum. Allt frá ljúflingslögum Fúsa Halldórs yfir í Stína ó Stína og Hæ Mambó! Kómó tónleikar, en bráðskemmtilegir ísenn! Missið ekki afþeim! Miðasala við innganginn kr. 5.500 - Miðasala á miði.is kr. 4.900 - Undirbúningshópur Franskra daga 2015: Elva Rán Grétarsdóttir, Guðbjörg Steinsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Hafdís Bára Bjamadóttir, Eva Ösp Ömólfsdóttir, Elsa Guðjónsdóttir, Oddrún Ósk Pálsdóttir og Bjamheiður Helga Pálsdóttir. A myndina vantar Amfríði Hafþórsdóttur og Maríu Björk Stefánsdóttur. Mynd: Eydís Ósk Heimisdóttir. Kæru Fáskrúðsfirðingar og aðrir gestir Franskra daga 2015. I ár höldum við upp á 20 ára afmæli Franskra daga á Fáskrúðsfirði. Við viljum að sjálfsögðu gera það með pompi og prakt og höfum því sett saman veglega dagskrá þetta árið og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að Frönskum dögum á einn eða annan hátt þessi 20 ár. Þessir dagar hafa sterka þýðingu fyrir mörg okkar persónulega og ekki síst fyrir bæinn okkar. Hátíðin hefur vaxið og dafnað og sýnir ekki á sér nein ellimerki þrátt fyrir árin tutt- ugu. Það hefiir því miður ekki alltaf verið auðvelt að fá fólk til starfa í þau fjölmörgu störf sem falla til en hefiar þó alltaf tekist á endanum og emm við öllu þessu fólki ævinlega þakklát. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Einnig viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem stutt hafa dyggilega við hátíðina fjárhagslega og á annan hátt í gegnum árin. Ykkar stuðningur er ómetanlegur. Við vonum að þið skemmtið ykkur sem allra best á hátíðinni í ár og njótið alls þess sem í boði er. Verið hjartanlega velkomin í fjörðinn fagra á Franska daga 2015. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Guðbjörg Steinsdóttir, framkvœmdastjóri Franskra daga 2015 3

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.