Franskir dagar - 01.07.2015, Qupperneq 12
Texti: Serge Lambert
Þýðing: Björn Jónsson
Myndir: Lambert jjölskyldan, Björn Jónsson, Albert Eiríksson ogfleiri
iesjovip® frðjvtjðis
IíhI
\in\ §n\j
ði lík&as ð,[ spíiðJðskipirwi
<§)dj\L IaJí, í 6Íg\I lík^pfél e\g§ii\§ GbuOres cJe (G
og koemig kein\ðiköfi\ Joea>§> Oe\rð k^kruð^ör^u
er
r
Allt hófst þetta með því að í augum föður míns
var Dr. Jean-Baptiste Charcot, skipstjóri hins
víðfræga rannsóknarskips Pourquoi pas? bæði
hetju- og siðferðileg fyrirmynd ungra manna
og þessari aðdáun sinni hafði hann svo miðlað
áfram til mín. En mín eigin aðdáun á Pourquoi
pas? beindist þó alltaf miklu fremur að skipinu
sjálfu heldur en manninum, en það átti sér rætur
í því að ég naut þess ákaflega mikið að fást við
ájtreifanlega hluti og efni á smíðaverkstæði mínu.
Ég öðlaðist ætíð innri ró við að umbreyta efninu
í smíðahlut, sem síðan gerði mér kleift að láta
hugann reika og láta mig jafnvel dreyma um að
ég væri einn af skipshöfninni á fleyinu sem ég
hafði lokið við að smíða.
Þannig æxlaðist það semsagt að hinn 15. apríl
2013 var ég staddur á stórri sýningu módelsmiða í
borginni Compiégne sem er skammt frá heimabæ
mínum Clermont de l'Oise, en báðir staðirnir eru
um 70 km norðan Parísarborgar. Þarna var ég
einmitt að sýna líkan mitt af umræddu Pourquoi
pas? en ég var þar fulltrúi samtakanna l’Associ-
ation des Amis du Musée de la Marine, það er
að segja Vinafélagi franska Sjóminjasafnsins.
Frá jjóseíningu"St. Páls iSt. Malo t Frakklandi. F.v. Bjömjónsson, Albert Eirtksson, Alain-Marie Gautier og Serge Lambert.
Alain-Marie Gautier er afkomandi skipasmíðameistarans sem smíðaði hinn upprunalega Sankti Pál í skipasmíðastöðinni í St. Malo.
Hann átti tfórum stnum teikningarnar að skipi langafa stns og gat látið Serge fáþœr, þannig að htegt var að smíða mjög nákvæmt líkan
eftir þeim.
En ekkert merkilegt hefði þó gerst ef ekki hefðu
átt sér stað tvær tilviljanir sem ég átti hreint
ekki von á.
I fyrsta lagi, þá var mættur á sýninguna þennan
fagra apríldag Islendingur nokkur, stór og stæði-
legur og Frakklandsvinur með meiru, Björn Jóns-
son að nafni. Hann virti af áhuga fyrir sér hinn
mikla flota smárra skipa fremst í salnum en tók
síðan stefnuna upp á leiksviðið þar sem ég var
staddur með mitt Pourquoi pas? sem hann sýndi
strax mikinn áhuga. Tókum við langt tal saman
og þar kom loks í umræðunni að hann spurði
mig hvort ég hefði ekki einhverjar upplýsingar
um spítalaskip sem hefði um nokkurt skeið fylgt
franska fiskveiðiflotanum á Islandsmiðum, en
strandað á Meðallandssandi, St. Anne minnti
hann fyrst að það hefði heitið eða jafnvel St. Pétur
eða Páll. Hann var alls ekki með nafnið á hreinu
og þaðan af síður ég sjálfur! Málið var semsagt
vægast sagt óljóst í byrjun. En síðan hrökk upp
úr honum eftir dálitla umhugsun: „Eg held að
hann hafi verið smíðaður í St. Malo.“
Serge sýnir Ólafi Ragnari Grímssyniforseta íslands fullbtiid tiian St. Pdls.
12