Franskir dagar - 01.07.2015, Síða 23
ír’ðjxskir ckgar iesjo\irs frarxcjdis
að veruleika rúmu ári eftir að Gunnar kom til
Fáskrúðsfjarðar. Hann hafði að sjálfsögðu frum-
kvæðið og þetta varð aðdragandinn að stofnun
Leiknis.
Fyrstu starfsárin
Fyrsta stjórn félagsins, kjörin á stofnfundinum,
var þannig skipuð: Formaður Gunnar Olafs-
son Hrauni, ritari Guðlaugur Sigurðsson Odda,
gjaldkeri Jakob Ingvar Stefánsson Dagsbrún og
varaformaður Ingibjörg Magnúsdóttir Hrauni.
Stjórnin var óbreytt annað starfsár félagsins, árið
1942 og einnig árið 1943 að því undanskildu að
Jakob Jóhannesson varð gjaldkeri í stað Jakobs
Ingvars Stefánssonar.
Leiknir hóf strax á fyrstu árum sínum nám-
skeiðahald í helstu íþróttagreinum og Gunnar
Ólafsson sá um kennsluna. Fyrsta árið, 1941,
var leikfimi kennd í þrjá mánuði. Þátttakendur
voru 10 til 15 karlar og 10 til 12 konur. Kennsla
í handknattleik fór fram í maí og júní. Það nám-
skeið sóttu 16 karlar og 14 konur auk 40 til 50
barna á aldrinum 10 til 14 ára. Arið 1942 kenndi
Gunnar leikfimi á vegum félagsins í þrjá mánuði
og knattspyrnu, handknatdeik og frjálsar íþróttir
í einn og hálfan mánuð hverja grein.
Ekki tekur Leiknir þátt í mörgum íþróttamótum
fyrstu árin. Keppt er þó í handknattleik við Ung-
mennafélag Stöðfirðinga strax á fyrsta starfs-
árinu og keppt er í reipdrætti innan félagsins.
I júlímánuði árið 1942 keppti Leiknir svo við
Ungmennafélag Stöðfirðinga í frjálsum íþróttum,
knattspyrnu og handknattleik. Keppnin fór fram
á Búðum og voru þátttakendur 20 talsins. Fim-
leikasýning var haldin í barnaskólanum þriðja
jóladag árið 1942. Þar sýndu 14 piltar og 9 stúlkur
undir stjórn Gunnars.
Skemmtanir voru ekki margar fyrstu árin. A
fyrsta vori félagsins var haldin skemmtun um
hvítasunnuna og árið eftir hélt félagið hlutaveltu
og tvo dansleiki.
I ársskýrslu Leiknis 1942 er sagt að lagðar hafi
verið 500 krónur í Sundlaugarsjóð Búðakaup-
túns. Ekki kæmi mér á óvart að þarna væri að
finna upphaf undirbúnings að því þrekvirki sem
bygging sundlaugarinnar verður að teljast, á þeim
erfiðu tímum sem þá voru.
Leikni var fljótlega falið að sjá um hátíðahöld
á þjóðhátíðardaginn og félagið sá um hátíð í
tilefni lýðveldisstofnunarinnar, 17. júní 1944.
Þar sýndi fimleikaflokkur undir stjórn Gunnars.
Búðahreppur veitti félaginu fjárstyrk strax á öðru
starfsári þess og var hann bundinn því skilyrði að
félagið stæði fyrir kennslustarfi í knattleikjum og
fleiri íþróttagreinum. Handbolti og fleiri greinar
voru stundaðar á Búðagrundinni en annars var
farið inn fyrir fjörð og þar var snemma gerður
nothæfur sparkvöllur. Einnig var unga fólkið
oft í ýmsum leikjum og íþróttum á svæði upp af
aðalbryggju þorpsins. Fljódega hófust samskipti
við Stöðfirðinga og aðallega keppt í handbolta
og knattspyrnu. Svo kom að því að íþróttafólkið
fór að sækja mót norður á næstu firði og upp á
Hérað en vegleysur gerðu slíkar ferðir erfiðar
mörg fyrstu árin. Þá var venja að fara á bátum í
keppnisferðir á milli fjarða.
Skíðafélagið Svanur
Gunnar stofnaði einnig Skíðafélagið Svan sem
hann sagði hafa verið hfiðargrein út úr Leikni.
Tilgangurinn var að halda saman nokkrum
áhugasömum skíðastrákum svo vitnað sé til orða
hugsjónamannsins og allir voru þessir ungu menn
einnig í Leikni. Félagið réðst í það þrekvirki
að reisa skíðaskála uppi á Búðaheiði. Þar taldi
Gunnar afbragðsgott skíðaland. Skíði voru nær
engin til í þorpinu og eitt fyrsta verk félagsins
var að kaupa átta eða tíu pör af skíðum. Safnaði
félagið peningum til kaupanna og kostaði hvert
par, með bindingum og stöfum, 45 krónur.
Fjórir af þessum lærisveinum Gunnars tóku þátt
í fyrsta skíðamóti á Austurlandi sem haldið var á
Fagradal í mars 1945. Það voru þeir Ásmundur
Jónsson, Hjalti Eyjólfsson, Trausti Gestsson og
Óskar Ágústsson sem seinna varð einn atkvæða-
mesti skíðamaður á Austurlandi.
Gunnar varð síðar forgöngumaður um byggingu
Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði og fyrsti um-
sjónarmaður hennar.
Einn þeirra ungu manna, sem naut leiðsagnar
Gunnars, er Sigurður Haraldsson. Snemma kom
í ljós að hann var efni í fjölhæfan íþróttamann,
var nokkuð jafnvígur á flestar greinar íþrótta
og stundaði íþróttir fram á fullorðinsár. Hann
var einnig stjórnarmaður Leiknis á fyrri hluta
sjötta áratugarins eða þar til hann flutti burt
frá Fáskrúðsfirði. Þegar Sigurður fór að eldast
og hugsa til þess að draga úr vinnu tók hann að
æfa íþróttir að nýju og hefur keppt með góðum
árangri í köstum, bæði hér á landi og erlendis og
ætíð undir merkjum síns gamla félags. Sigurður
hefur verið gerður að heiðursfélaga í Leikni.
Bygging sundlaugar
Fljódega kom sú hugmynd upp innan Leiknis að
beita sér fyrir sundlaugarbyggingu á Fáskrúðs-
firði og þetta varð eitt helsta baráttumál félags-
ins í mörg ár. Hugmyndinni var vel tekið en þó
var erfitt að þoka málinu áfram. Mikið hjálpaði
að Eiður Albertsson, sem var einn af forystu-
mönnum Búðahrepps, varð snemma fylgjandi
máfinu og lagði því lið. Sundlaugarbyggingin
var mikil fjárfesting fyrir sveitarfélagið. Þá var
íþróttasjóður ríkisins tekinn til starfa og úr
honum fengust peningar til bygg-
ingarinnar sem létti mikið undir.
Gunnar minntist þess að Einar
Sigurðsson í Odda hafi verið drif-
fjöðrin í byggingunni. Ungmenna-
félagar unnu mikla sjálfboðavinnu,
einkum við að grafa grunninn. Allt
efni þurfti að haka upp og grjótið
var borið upp úr grunninum á hand-
börum. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði
var þriðja laugin sem byggð var á
Austurlandi, áður voru komnar
laugar á Eiðum og í Neskaupstað.
I fyrsta tölublaði tímaritsins Gerpis,
sem kom út í júlí 1947, var sagt frá
sundlaugarbyggingunni. Pistlinum
lauk á þessum orðum:
Undanfarin ár hefir sundhöll verið í smíðum á
Fáskrtiðsfirði og var smíði hennar lokið á siðast-
liðnu vori.
Sundhöllin er ennpá óvígð en varpó tekin til notk-
unar 16. júli sl og var pann dag almenningi til
sýnis. Vorupá sýndarpar helstu sundaðferðir. Eftir
pað hófustpar sundnámskeið,fyrst fyrir nemendur
barnaskólans en síðarfyrir almenning. Sundkennari
varparfyrstu vikurnar Olafur Olafsson, leikfimis-
kennari, á Seyðisfirði.Aðgangseyrirað sundlauginni
er kr. 2,00 jyrirfullorðna og kr. 1,00fyrir börn.
Aðsókn var mikil og voru sundgestir umpað ca. 1750
fyrstu2 vikurnar ogeftir hálfan annan mánuð var
talapeirra orðin átfóld íbúatala bæjarins, en íbúar
erupar 600.
Með sundhöllpessari hafa Fáskrúðsfirðingareignast
mikið og myndarlegt menningartœki.
Vaxandi íþrótta- og félagsstarf
Eftir stríðslok urðu miklar breytingar á íslensku
þjóðlífi og þess gætti í starfsemi frjálsra félaga-
samtaka sem á öðrum sviðum. Iþróttastarfið eflist
og í ársskýrslum félagsins frá því um og eftir 1950
fjölgar frásögnum af íþróttaæfingum og keppnis-
ferðum. Frækilegasta íþróttaafrek Leiknismanns
frá þeim tíma er án efa sigur Guðmundar Vil-
hjálmssonar í 100 m hlaupi á Landsmóti UMFÍ
á Eiðum árið 1952. Hann hljóp á tímanum 10,9
sek. og setti landsmótsmet sem stóð í áratugi.
Hann var á þeim tíma einn besti spretthlaupari
landsins.
Félagsstarfið sjálft stóð einnig í blóma um þetta
leyti. Skemmtinefnd var starfandi innan félags-
ins og beitti hún sér fyrir öflugu félagslífi, hélt
samkomur með skemmtidagskrá og dansleikjum
og setti á svið leiksýningar. Leikið var bæði árin
1950 og 1951, svo dæmi sé tekið, og síðara árið
urðu sýningarnar 23 talsins. Þá var efnt til leik-
ferða til Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar
og Stöðvarfjarðar. Formaður Leiknis á fyrri hluta
sjötta áratugarins var Margeir Þórormsson.
I ársskýrslunni 1951 er fyrst minnst á umræður
innan Leiknis um byggingu félagsheimilis og
sú umræða fer vaxandi næstu ár. Tókst sam-
vinna með Leikni og öðrum félögum í sveitar-
félaginu og áttu þau 20% hlut í félagsheimilinu
Skrúð. Lögðu félögin fram gríðarmikla vinnu
árum saman við fjáröflun til byggingarinnar auk
Skúli Óskarsson setur beimsmet í réttstöðulyftu i 75 kg flokki er hann lyfti 315,5
kg á móti í Laugardalshöll i nóvember 1980. Fyrir aftan Skúla má sjá Hermann
Gunnarsson íþróttafréttamann sem lýstiþessum glasilega árangri í Sjónvarpinu.
23