Franskir dagar - 01.07.2015, Side 24
l-rajxskir ckg&r> ® lesjovirs jr’ðjxcjajs
beinna vinnuframlaga. Mikill fbgnuður og sam-
hugur ríkti í þorpinu við vígslu félagsheimilisins
Skrúðs vorið 1963.
A áttunda áratugnum eignaðist Leiknir íþrótta-
mann sem vakti þjóðarathygli fyrir frábæran
árangur í sinni íþróttagrein en ekki síður fyrir þá
einlægu framkomu sem hann varð þekktur fyrir.
Hér er átt við Skúla Oskarsson lyftingakappa sem
allan sinn feril keppti undir merkjum Leiknis og
UIA. Skúli náði þeim frábæra árangri að setja
heimsmet í réttstöðulyftu og varð þess heiðurs
aðnjótandi að vera tvívegis valinn íþróttamaður
ársins, árin 1978 og 1980.
Oflugt skíðastarf
I ársbyrjun 1979 afhenti Lionsklúbbur Fáskrúðs-
fjarðar Leikni skíðatogbraut að gjöf og henni
fylgdi gjafabréf dagsett 21. janúar 1979.1 lok
þess segir: „... er það ósk klúbbsins að togbrautin
verði starfrækt með þeim hætti að hún verði til
eflingar skíðaáhuga og útiveru bæjarbúa." Stjórn
Leiknis sendi Lionsklúbbnum þakkarbréf strax
næsta dag og þar segir meðal annars: „Þetta er
lofsvert framtak til íþróttamála okkar Fáskrúðs-
firðinga. Það er von okkar og jafnframt vissa að
þessi nýja skíðalyfta eigi eftir að auka þann áhuga
sem þegar er vakinn á skíðaíþróttinni hér í bæ.“
Togbrautinni var komið fyrir í hlíðinni ofan
þorpsins. Félagið stofnaði skíðaráð og í það völd-
ust samhentir og duglegir einstaldingar sem drifu
starfið áfram af miklum krafti næsta áratug. Þá
lagðist skíðastarfið af og hygg ég að margir hafi
saknað þess.
Nýr völlur og íþróttahús
Bygging tveggja íþróttamannvirkja, sem sveitar-
félagið réðst í undir lok síðustu aldar, gerbreytti
aðstöðu íþróttafólks á Fáskrúðsfirði. Nýr gras-
völlur, sem valinn hafði verið staður innan við
Búðalæk, var tekinn í notkun vorið 1990. Leysti
hann af hólmi malarvöllinn á Nesinu, sunnan
Kirkjubólsárinnar sem oft hafði verið í misjöfnu
ástandi en knattspyrnumenn Leiknis höfðu orðið
að sætta sig við um áratugi.
Leiknir tók svo í notkun þetta sama ár hús sem
félagið byggði uppi á brekkubrúninni ofan vall-
arins, innan við Búðahúsið. Þar var komið upp
aðstöðu fyrir smærri fundi félagsins og í fyrstu
var þar búningsaðstaða íþróttafólks.
Hitt íþróttamannvirkið og það nýjasta á Fáskrúðs-
firði er íþróttahúsið sem reist var skammt innan
íþróttavallarins. Það var tekið í notkun árið 1997
og leysti af hólmi íþróttasal skólans sem stóðst
ekki lengur kröfur tímans. Fyrsta flokks aðstaða
er til iðkunar flestra greina í húsinu, þar stundar
íþróttafólkið æfingar og keppni og nemendur
grunnskólans sækja þangað sína íþróttatíma.
Leiknir kom fljótlega upp líkamsræktarstöð í
húsinu og sér um rekstur hennar.
Deildir félagsins á afmælisári
Að því kom, eftir að Leiknir var orðinn hálfrar
aldar gamall, að félaginu var skipt í deildir eftir
íþróttagreinum og hafa deildimar sjálfstæðan
24
fjárhag. Samþykkt þessa efnis var gerð á aðalfundi
félagsins 21. nóvember árið 1993 og hafði þessi
breyting verið til umræðu innan félagsins um
nokkurn tíma. Þá voru sérráðin, sem séð höfðu
um málefni hverrar íþróttagreinar um árabil,
lögð niður. Fimm deildir eru starfandi innan
félagsins um þessar mundir, knattspyrnudeild,
frjálsíþróttadeild, sunddeild, blakdeild og fim-
leikadeild.
Mikill kraftur hefur verið í starfi knattspyrnu-
deildarinnar allt frá stofnun hennar og stolt
deildarinnar er vissulega að halda úti meistara-
flokki karla. Knattspyrnumennirnir hafa kosið að
keppa áfram undir merkjum Leiknis frekar en að
ganga til samstarfs við sameiginlegt lið úr öðrum
félögum Fjarðabyggðar. Liðið vann það afrek á
síðasta sumri að vinna sér rétt til að fara upp um
deild og keppir í sumar í 2. deild Islandsmótsins.
Tólf fið eru í deildinni og leiknir verða 22 leikir
eins og í úrvalsdeildinni og þeirri fyrstu.
Knattspyrna hefur verið stunduð frá upphafi
félagsstarfsins og í fyrstu var það frekar til dægra-
styttingar en með keppni í huga. Fyrstu kapp-
leikirnir voru háðir við nágrannana í Ungmenna-
félagi Stöðfirðinga eins og áður hefur komið ffam
og fljótlega fóru svo knattspyrnumennirnir að
taka þátt í Austurlandsmótum þrátt fyrir erfiðar
samgöngur. Síðar kom svo að þátttöku félags-
ins í Islandsmótum, jafnt í meistaraflokki sem
yngri flokkum. Meistaraflokkur Leiknis keppti
fyrst á Islandsmóti árið
1968. Árið áður hafði 3.
deild verið stofnuð með
þátttöku sex liða fyrir
sunnan, vestan og norðan
en 1968 bættist við heill
Austfjarðariðill þegar
Leiknir, Þróttur, Austri,
Spyrnir og Hrafnkell
Freysgoði komu öll inn
í deildina á einu bretti.
Leiknir hefur verið með
á íslandsmótinu alla tíð
síðan nema hvað félagið
keppti undir merkjum
KBS 1993-1995 ásamt
Stöðfirðingum og Breið-
dælingum.
Leiknir lék síðast í þriðju efstu deild árið 1986.
Þá nefndist hún 3. deild en núna 2. deild. Þá hafði
Uðið leikið í þeirri deild í tvö ár en féll 1986 niður
í 4. deild (sem nefnist núna 3. deild) og átti ekki
afturkvæmt þangað fyrr en á þessu ári.
Síðan er Leiknir aðili að sameigin-
legum liðum yngri flokka í Fjarðabyggð
sem keppa undir merkjum Fjarða-
byggðar/Leiknis nema 3. flokkur karla
og kvenna sem teygja sig yfir enn stærra
svæði og keppa undir merkjum UIA.
Leiknir er ekki aðili að meistaraflokki
kvenna nú um stundir en knattspyrnu-
deildin hefiir fiillan hug á að bæta úr
því hið fyrsta. Aðstaða til iðkunar
knattspyrnu hefiir tekið stakkaskiptum
frá því sem áður var, fyrst með tilkomu
vallarins og síðan íþróttahússins með
hinum ágæta tækjasal Leiknis. For-
maður Knattspyrnudeildar Leiknis er
Magnús Ásgrímsson og hefur verið
síðan 1997. Hann hefur þetta að segja
um stöðu deildarinnar:
Það ergaman að segja frápví að einungis örfá félög
ípessum premur efstu deildum byggja jafnmikið á
eigin uppöldu leikmönnum ogLeiknir. Ijúníbyrjun
2015 var aðeins eitt félag ípessum deildum með
feiri heimaalda leikmenn íbyrjunarliði. En vandi
fylgir vegsemd hverri, kostnaðurinn er mun hœrri
eftirpvísem ofar dregur i deildum ogfullpörf á að
halda vel utan um fjármálin, héreftirsem hingað til.
Það sem annars hefurgert okkur kleift að sækja svona
fram í karlaboltanum er ekki síst tilkoma knatt-
spyrnuhallarinnar á Reyðarfirði en par æfa allir
yngri flokkarnir árið um kring og meistaraflokkur
stærstan hluta ársins. Þá höfum við búið að pví að
hafa vel menntaða oggóðapjálfara hér á Fáskrúðs-
firði sem lagt hafa góðan grunn tilframtíðar. Sfðan
höfum við notiðgóðs stuðnings samfélagsins, bæjar-
búa ogfyrirtækjanna hérna.
Frjálsar íþróttir hafa verið stundaðar á vegum
Leiknis allt frá stofnun félagsins og margt frjáls-
íþróttafólk þess hefur staðið sig vel í keppni, bæði
innan fjórðungs og einnig á landsvísu. Ekki hefur
þó alltaf verið um reglubundnar æfingar að ræða
en segja má að félagið hafi staðið fyrir frjálsíþrótta-
æfingum flest sumur frá 1980 og á tímabili einnig
Keppendur Leiknis ásamtþjálfurum á Vormóti Fimleikasambands Islands á Egilsstöðum 2015.
Mynd: Austurfrétt/Gunnar.
Sigurður Haraldsson tekur við verðlaunum sem Evrópumeistari i kringlukasti
á Ítalíu árið 2009.