Franskir dagar - 01.07.2015, Side 30
Texti: Albert Eiríksson, Vilborg Eiríksdóttir
og Þórhildur Helga Þorleifsdóttir
Myndir: Ymsir
í~pðj\skip ckgap ® [esjoxips [rðjx^eus
I Tunguholtsskóla er lesið og leikið
létt er hér nemendum öllum íhug
ogfólkið á staðnum er hrifið og hreykið
pví hér var nú unnið afframsýn og dug.
Til heilla pað verðurpað hamingjan veit
að hafa sinn skóla ípessari sveit.
Þetta ljóð Jónasar Jónassonar á Kolmúla var
flutt á Litlu jólum í Tunguholtsskóla 1968 við
lag Steingríms Sigfússonar. Þeir sömdu ljóð og
lag að beiðni Valdísar kennara.
A árunum 1966 til 1978 var rekinn heimavistar-
skóh í Tunguholti. Til að fá sem gleggsta mynd
af skólastarfmu hittum við nemendur, kennara og
fleiri og stofnuðum fasbókarsíðu þar sem nem-
endur voru hvattir til að deila minningum sínum.
Á þessum tíma þóttu heimavistarskólar góður
kostur fyrir fólk sem bjó í dreifbýli. Fyrsti heima-
vistarskólinn sem nefndur er í Barnafræðslu-
skýrslunum er heimavistarskólinn í Gnúpverja-
hreppi í Árnessýslu sem stofnaður var árið 1923.
Heimavistarskólar voru mjög fáir þar til um 1930
en eftir það virðist hafa farið af stað flóðbylgja í
uppbyggingu heimavistarskóla.
Áður en kennslan hófst í Tunguholti var far-
kennsla í sveitinni, það kennsluform var á undan-
haldi í landinu og erfitt fyrir heimilin að taka að
sér verkefnið, því vantaði sárlega lausn á skóla-
málunum. Vilhjálmur Pálsson og Steinunn Ulf-
arsdóttir stofnuðu nýbýlið Tunguholt og byggðu
íbúðarhúsið. Eftir að sonur þeirra lést í slysi
brugðu þau búi og fluttu til Selfoss.
Húsið var þá falt, Fáskrúðsfjarðarhreppur keypti
það og breytti í kennsluhúsnæði. Alls stunduðu
Aftan á þessari mynd stendur: Valdis og Leifur sem er að segja
brandara.
um fimmtíu börn nám í Tunguholti, sum einn
vetur en önnur lengur.
Seint að hausti 1966 varTunguholtshúsið komið
í það ástand að hægt væri að hefja kennslu en
erfltt reyndist að finna kennara. Siggi á Vattar-
nesi, formaður skólanefndar og Þorgeir oddviti á
Brimnesi fóru á stúfana að finna kennara. Einar
Baldursson á Sléttu var beðinn að taka að sér
kennslu í nýja skólanum þennan veturinn, var
nokkrum fortölum og þrýstingi beitt í því skyni
að ráða hann sem kennara.
Fyrstu árin keyrðu foreldrarnir börnin í skólann
á sunnudagskvöldum. Þegar Guðmundur Þor-
steinsson tók við Tunguholti tók hann að sér
skólaaksturinn h'ka og næstu árin var sá hátt-
urinn á að kennararnir sóttu börnin síðdegis á
sunnudögum og keyrðu þau svo heim síðdegis á
föstudegi. Seinna voru ráðnir aðrir sem sáu um
aksturinn, meðal annars Rögnvaldur Olafsson,
Jón Ulfarsson ogTryggvi Sigmundsson.
I upphafi heimavistarskólans í Tunguholti var
kennslustofa, herbergi kennara, eldhús, borðstofa
og stúlkna- og drengjaherbergi á efri hæðinni.
Fljótlega var kjaUarinn gerður upp og þá fluttust
nemendur niður í herbergin þar en á efri hæðinni
var útbúin lítil íbúð fyrir kennara og ráðsfólk.
Málum var síðan þannig komið fyrir
að nemendum var skipt í yngri og
eldri deild. 7 til 9 ára börn voru í
yngri deildinni en 10 til 12 ára í þeirri
eldri. Um tíma gistu unghngarnir úr
sveitinni í Tunguholti en var keyrt
daglega út í Búðaskóla. Nemendur
voru í Tunguholti á virkum dögum
en fóru heim um helgar. Fyrirkomu-
lagið var þannig að yngri deildin var í
tvær vikur í skólanum en sfðan í þijár
vikur heima á meðan eldri deildin
var í skólanum og eldri deildin þá
heima þann tíma sem yngri deildin
var íTunguholti. I gögnum frá Hér-
aðsskjalasafni Austurlands kemur
fram að kennsluvikur skólaársins hjá
yngri deild voru tíu en fjórtán hjá
þeim eldri. I lotunum heima fengu
nemendur með sér langan hsta yfir
heimanám sem þurfti að sinna.
Þó oft hafi verið gaman þá var
heimþráin sár og grátið í koddann á
Arið 1966 keypti Fáskrúðsjjarðarhreppur nýbýlið Tunguholt.
sem þá var lagt niður sem sjálfstatt býli og tekið undir skólasetur
hreþþsins. Fyrstu árin var efri hœðin eingöngu notuð fyrir
skólahaldið en um 1969 vargerð úttekt á húsnaðinu ogþað síðan
endurbætt. í skýrslu um matsgjörð frá Húsameistara ríkisins frá
aprtl 1969 kemurfram að húsið hafi verið byggt 1960, múrhúðað
og málað. Flatarmálþess sé 104,3 fermetrar og valmaþak sé áþví
en bæði vantiþakrennur og niðurfoll. Igluggum sé að mestu einfalt
gler og ísetningu þess ábótavant. Úti- og innihurðir sæmilegar
og gluggar ófúnir. Miðstöðvarlögnin illa lögð og hitna ofhar
misjafhlega segir iskýrslunni ogþar kemur einnigfram að rotþrósé
engin en skolplögn séfrá húsinu út í opinn skurð. Neysluvatnslögn
er talin í lagi. Útveggir einangraðir með kork og múrhúðaðir en
kjallari þó að mestu óeinangraður. Múrhúðin er víða sprungin
og málningu á veggjum trúlega aldrei verið lokið, slitinn dúkur á
gólfum. Eldhúsið er 7,3 fermetrar með ófullnægjandi innréttingu,
1,5 metra löngum neðri skáp, stálvaski og lélegum veggdúk. A efri
hæð er einnig borðstofa 10fermetrar, skólastofa 14,2fermetrar, tvö 8
fermetra herbergi og eitt lOfermetra. A stiga og útitröppum vantar
handrið. I kjölfar þessarar matsgjörðar var ráðist t endurbætur á
húsnæðinu og til dæmis var kjallarinn endurskipulagður og í stað
verkfæra- og fóðurgeymslu útbúin sex heimavistarherbergi fyrir
nemendur istað tveggja herbergja á efri hæðinni.
Skólaferðalag nemenda úr Tunguholtsskóla. 1 Einar Sigmundsson, 2 Vilborg
Bjömsdóttir, 3 Jóhanna Bjömsdóttir, 4 Þorsteinn Bjömsson, 5 Óskar Þorólfsson,
6 Albert Eiriksson, 7 Guðný Elisdóttir, 8 Steinvör Þorleifsdóttir, 9 Dagbjört
Oddsdóttir, 10 Sigmundur Sigmundsson, 11. Hjörtur Sveinsson, 12 Oddur
Oddsson, 13 Guðmundur Eiriksson, 14 Kristmundur Þorleifsson, 15 Steinn
Eiriksson, 16 Karen Þórólfsdóttir og 17 Þórhildur Helga Þorleifsdóttir.
30