Franskir dagar - 01.07.2015, Side 31

Franskir dagar - 01.07.2015, Side 31
Nýja matreiðslubókin. Páll bryti minnist pess að hann kunni ekki svo mikið sem að sjóða egg pegar hann réðist til starfsins. Móðir hans vorkenndi honum svo mikið að hún gaf honum matreiðslubókina stna sem nýttist vel. kvöldin og jafnvel oftar. Kennararnir voru líka ólíkir og fengu börnin misjafnt adæti og skilning. Um það bil tíu börn dvöldust í einu í Tunguholti, kennsla á morgnana og fram yfir hádegi og síðan er það upplifun margra að eftir það hafi þau að mestu séð um sig sjálf fram að háttatíma. A fimmtudagskvöldum voru kvikmyndasýningar eða föndurkvöld og þá var leirað, skart gert úr smelti eða annað. Einstaka kennarar gáfu sér tíma til að fara með nemendum út í leiki seinni- part dags og minnast flestir á Einar frá Sléttu í þvi samhengi og muna hann í æsispennandi fótboltaleik. Nokkur herbergi voru í kjallaranum og voru tveir til fjórir nemendur saman í herbergi. Þegar komið var í Tunguholt þurfti að byrja á því að finna sér rúmstæði og búa síðan um sig. Það þætti sjálfsagt saga til næsta bæjar ef 7 ára börn byggju um sig vikulega nú til dags. Keyptar höfðu verið kojur en vegna fjölda nemenda þá þurfti að minnsta kosti eitt árið að setja tvær saman og börnin sváfu þversum í þeim því þannig gátu þrír til fjórir deilt rúmi. Yfirleitt var gott samlyndi hjá börnunum en því miður muna sumir eftir hlutum sem í dag myndu flokkast undir einelti. Það var líka stríðni á góð- ládegan hátt eins og gengur og gerist. Einhverjum var strítt á því að pabbi þeirra væri sköllóttur og öðrum á því að hans væri tannlaus Einar Baldursson var 17 ára pegar hann var ráðinn í Tunguholt og er yngstur manna til að gegna skólastjórastöðu á Islandi. Með honum er eiginkonan Anna Ingvarsdóttir ogfrumburðurpeirra. Pr&rvskip ckgeu° ® [esjovirs [rar^ais og svo líka einhverjum að þeirra pabbi væri feitur. Þeim börnum þótti það nú í lagi því sá pabbi var í keppni við annan feitan fyrir austan. Nú þurfa lesendur að giska á um hverja er verið að ræða. Þegar nemendur rifja upp tímann íTungu- holti þá er ljóst að tískuorð nútímaskóla var stundum í fyrirrúmi í kennsluháttum. Ein- staklingsmiðuð kennsla þar sem nemendur í þremur árgöngum sátu saman í kennslu- stofunni og hver og einn vann í námsefni sem hæfði aldri. Samvinna var þó ekki viðhöfð nema að htlu leyti. Kennslan var að mestu bókleg en einnig var kennd bæði smíði og handavinna. Um tíma var kennt að hnýta í handavinnu og eiga sumir nemendur ennþá hin fínustu blómahengi sem þeir hnýttu. Söngur var kenndur á skólatíma og þá kom til dæmis Guðrún á Lækjarmóti, spilaði á orgel og stjórnaði söng. Prófin voru hefðbundin og bæði í lestri og stærðfræði var notast við „ríkispróf' þar sem sama prófið var lagt fyrir nemendur frá 7 ára til 12 ára aldurs og einkunn hvers var þá eftir því. Það var í raun ekki möguleiki að fá 10 fyrr en nemandi var 12 ára gamall og voru einkunniryngri nemenda í þessum fögum oft lágar og stundum grátið þegar eingöngu var hægt að leysa tvö dæmi. Kennari lagði prófin fyrir en að auki var prófdómari viðstaddur. Eins og fram hefur komið voru kennararnir jafn misjafnir og þeir voru margir. Sumra er minnst af væntumþykju og ástúð, jafn- vel talað um „að fá hlýtt í hjartað“ þegar hugsað er til þeirra, en annarra er minnst með minni væntumþykju og jafnvel reiði, en nokkur dæmi voru rifjuð upp. Fram kom að þarna hefðu stundum verið kennarar sem var treyst fyrir börnunum en reyndust ekki starfi sínu vaxnir, og það var auðvitað erfitt fyrir nemendur sem ekki gátu farið heim að loknum skóladegi. Til að byrja með var leikfimi kennd íTunguholti en seinna var nemendum keyrt út að Búðum í leikfimi og sund. Þannig var íþróttahúsið sam- nýtt með Búðaskóla, sem og íþróttakennarinn. Stundum sló í brýnu á milli sveitabarnanna og þorpsbarnanna og muna margir eftir orðunum „sveitalubbar" sem var þá svarað með „þorparar“. Svo til undantekningalaust var einhverjum strítt í búningsklefanum og sveitabörnin fengu að heyra að ullarbofir ættu ekki upp á pallborðið hjá þorpskrökkunum og að það væri vond sveitalykt Aðalbjörg Hjartardóttir með HeiðarMá og Birgir Stefánsson. í aftari röð: Sólveig Eiríksdóttir, Þóra Jóna Jónsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir og Björg Friðmarsdóttir. Fremri röð: Sigurbjöm Friðmarsson, Gunnar Páll Friðmarsson og Vilborg Eiriksdóttir. Jóhanna Bjömsdóttir, Dagbjört Oddsdóttir, Guðný Elísdóttir, Steinvör V. Þorleifsdóttir, Vilborg Bjömsdóttir, Ármann Eltsson, Einar Sigmundsson, Steinn Eiríksson, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og Karen Þórólfsdóttir. af Tunguholtskrökkunum. Á þessum tíma var engin gæsla í búningsklefum íþróttahússins og margir eiga bitrar minningar úr klefunum. Nemendur sinntu heimanámi eftir kennslu á daginn og til dæmis var skylda að lesa hvern texta tvisvar þegar lært var. Stúlku einni fannst það frekar leiðinlegt og langdregið svo hún fann betri og fljótvirkari aðferð. I stað þess að lesa: „Litla gula hænan sagði ekki ég, litla gula hænan sagði ekki ég,“ las hún á mun meiri hraða: „Litla hda, gula gula, hænan hænan, sagði sagði, ekki ekki, ég ég!“ og þar með var hún búin að leysa þetta. 11 ára nemandi samdi eftirfarandi vísu um einn kennara sinn: Birgir töltir töflu við, til hann segir okkur. Hann hefur löngum haftpann sið að suða eins og rokkur. I frítímanum var ýmislegt brallað eins og von er þar sem mörg börn koma saman. Margir útileikir hafa verið rifjaðir upp svo sem Hollý hú, Fallin spýta, Rebbi - hver er liturinn?, Gulur - rauður - grænn og blár, Flokkafelingaleikur, Hlaupið í skarðið og fleiri. Einnig er nokkuð ljóst að ef farið verður að grafa í kringum Tunguholt þá finn- ast væntanlega fjársjóðir því nokkrir nemendur minnast þess að hafa verið með leynifélög þar sem fjársjóðum var komið haglega fyrir í jörðu, þetta var klink sem átti að breytast í gull og silfur 31

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.