Franskir dagar - 01.07.2015, Side 34

Franskir dagar - 01.07.2015, Side 34
Það eru rétt um 35 ár síðan sveitasíminn var af- lagður í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Sumir minnast sveitasímans með nokkrum trega á meðan nú- tímafólkið á erfitt með að skilja hvernig hægt var að komast af með svo frumstæða tækni. Þrátt fyrir að fjarskiptamöguleikarnir væru tak- markaðir þá þjónaði sveitasíminn því hlutverki vel að halda samfélaginu upplýsm um það sem var að gerast í sveitinni, hvort heldur það var til að auglýsa messu á Kolfreyjustað eða þegar Gerða á símstöðinni bar skilaboð frá Maríu frænku minni í Neskaupstað um að hún ætlaði að koma á morgun og klippa alla á Brimnesi og allir ættu að vera með tandurhreint hár! Að svala forvitni sinni með því að hlera eitt og eitt símtal þótti nokkuð sjálfsagt þó fáir vilji viðurkenna það. Eftirfarandi er úr umræðum á Alþingi árið 1976 þegar unnið var að gerð áætlunar um lagningu á sjálfvirka símanum um landið. „Mörgum þeim, sem þekkja sveitasímann, er auðvitað ljóst að með tilkomu sjálfvirks síma í sveitir landsins er trúlega útilokaður sá mögu- leiki, sem þekkist víða í dag, að geta notfært sér það að hlera símtöl náungans og fylgjast með viðburðum líðandi stundar með því að taka upp tólið og hlusta. Þetta þekkjum við úr sveitunum og þykir raunar ekkert athugavert. Eg er þess því fullviss að mörgum mun verða nokkuð um að 34 missa sveitasímann og komast þannig úr snert- ingu við umræðuefni nágrannanna" (IJH, munnl. fyrirspurn. 17.02.1976). Með sveitasímanum lagðist af upplýsinga- og samskiptanet, og það má kannski segja að fyrir einhverja hafi sveitasíminn skipað svipaðan sess og samskiptasíður internetsins gera í dag. Það eru eflaust margir sem gætu illa hugsað sér lífið án þeirra. Kolfreyjustaður------- Kolfreyja------ Lækjarmót------ Höfðahús------- Brimnesgerði---------- Brimnes 1-------- Brimnes 2------ Kappeyri--- Höfðatún------- Gestsstaðir------ Hólagerði 1---- Hólagerði 2------ Dalir 1---- Dahr 2--------- Ljósaland------ Tunguholt------ Tunga---------- Eyri 1----- Eyri 2----- Víkurgerði------- Vík-- Hvammur-------- -Hafnarnes: Björg----- -Hafnarnes: Jóhann------- *S/étta, Eyri og Sólvellir voru i Reyðarjjarðarhreppi, en á sömu símalínu og bairnir „jyrir norðan JjaH”. Símhringingar í Fáskrúðsfjarðarhreppi Miðstöð — Slétta*------- Eyri*------ Sólvellir*---- Berunes------- Þernunes--------- Hafranes--------- Kolmúli------- Vattarnes -Dagsbrún----- -Þrastarhóll----- -Steinhúsið------

x

Franskir dagar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.