Franskir dagar - 01.07.2015, Síða 35

Franskir dagar - 01.07.2015, Síða 35
VÉLAVERKSTÆÐI l“Pöj\§kðir §k\i}\ir Heimild: FransíBiskví. Höf. Elín Pálmadöttir Frönsku seglskúturnar komu til íslands í byrjun mars til veiða. I maí komu flutningaskip frá Frakklandi til að losa skúturnar við aflann af fyrri hluta vertíðarinnar, þau komu með póst, salt og vistir. Firðirnir lifnuðu við þegar skipin komu, vöruskipti blómstruðu og tilkomumikið var að sjá 120 skútur í einu á Fáskrúðsfirði, á hverri skútu voru 18-24 menn. Fyrst er getið um flutningaskipin árið 1768. I snjóstormi, 8. maí 1910, slitnuðu upp 12 franskar skútur á Fáskrúðsfirði sem komnar voru til að losa sig við fisk. Þær rak hverja um aðra yfir fjörðinn og rákust á. 300 menn börðust við sjó og sterkan vind. Einn maður drukknaði er hann stakk sér í sjóinn og reyndi að synda í land. Seglskúturnar komu aðallega frá þremur út- gerðarbæjum: Paimpol á Bretange, Gravelines og Dunkerque við Norðurströndina. Síðast- nefndu bæirnir notuðu kúttera sem þeir nefndu „dundées" 70-80 tonna, 20-30 metra að lengd með fjórtán til tuttugu manna áhöfn. Bret- angemenn notuðust við stærri skip, skonnortur eða gólettur, 160- 180 tonna, allt að 40 metra á lengd og þóttu glæsilegri og hraðskreiðari en kútterarnir, en líka erfiðari í meðförum og mannfrekari. Eins og áður sagði komu flutningaskip frá Frakk- landi og tóku aflann af fyrri hluta vertíðarinnar. Síðan var veitt áfram hér við land til loka ágúst. Þá söfnuðust skipin saman á fjörðunum, tóku vatn og vistir og áttu mök við land, eins og það hét í þá daga. Keyptu af landsmönnum nýmeti eins og kjöt, mjólk og egg. Ymislegt annað var selt með eins og prjónavarningur. En Frakkarnir greiddu með víni, kexi og fleiru. 35

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.