Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 38
fr’djxskir ckg&r ® [esjovips fröjxtjeus
Texti: María Ósk Óskarsdóttir og Guðrún íris Valsdóttir
Myndir: Albert Eirtksson ogjóhanna Kr. Hauksdóttir
I
20&p-
<^>
AOie
komið að einstaka viðburðum á Frönskum dögum
á einn eða annan hátt í gegnum tíðina. Sumir
hafa meira að segja séð um sömu viðburðina ár
eftir ár. Þátttaka sem þessi er auðvitað algerlega
ómetanleg og gerir það að verkum að hátíðin
heldur áfram að vera það aðdráttarafl sem hún
svo sannarlega er.
Stuðningur bæjarbúa, sveitarfélagsins og fyrir-
tækja er lífæð hátíðarinnar. Stuðningurinn skilar
sér svo til baka í góðu umtali út á við, vexti og
velgengni fyrirtækja, fjölgun ferðamanna og al-
mennri ánægju bæjarbúa og annarra velunnara.
Dagskrá Franskra daga hefur verið í nokkuð
föstum skorðum undanfarin ár þó alltaf séu ein-
hverjar breytingar á milii ára. Sumir viðburðir
hafa haldið sér frá upphafi svo sem listsýningar,
hátíðardagskrá á sviði, götuhstafólk, Pétanque,
dansleikur, brekkusöngur, varðeldur og fleira,
en aðrir hafa komið og farið. Nokkrir alger-
lega ómissandi viðburðir hafa bæst við á síðustu
árum svo sem Kenderíisgangan sem haldin er á
fimmtudagskvöldum. Þar gefst fólki tækifæri á
að ganga um bæinn, nýskreyttan og fínan, sýna
sig og sjá aðra. Oft á tíðum verða þar fagnaðar-
fundir þar sem æskufélagar hittast og eiga saman
góðar stundir.
Setning hátíðarinnar á Búðagrund er einn af
hornsteinum hátíðarinnar og hefur verið svo frá
upphafi. Setningin er með nokkuð hefðbundnu
sniði, bæjarstjóri eða fuUtrúi hans býður fólk vel-
Franskir dagar hafa verið haldnir á Fáskrúðs-
firði þriðju helgina í júlí síðastliðin 20 ár.
Upphaf hátíðarinnar má rekja til þess að á haust-
mánuðum 1995 hittist hópur fólks, sem flest átti
sæti í nefndum á vegum Búðahrepps, og velti fyrir
sér þeirri spurningu hvað heimafólk á Búðum
gæti gert til að laða að fleiri ferðamenn til Fá-
skrúðsfjarðar. Eftir að málin höfðu verið rædd á
alla kanta var samþykkt að blása til bæjarhátíðar
með frönsku ívafi sem haldin yrði í júlí, sem
næst Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakk-
lands. Töluvert var um hátíðir og íþróttamót á
Austurlandi þá ekki síður en nú, og var síðasta
helgin í júlí, helgin fyrir verslunarmannahelgi,
eina helgin sem var „laus“ og því var hún valin.
Hátíðin fékk nafnið „Franskir dagar".
Hátíð sem þessi þarfnast mikils undirbúnings
sem stendur yfir allt árið um kring. Huga þarf
að því í tíma að sækja um styrki, bóka skemmti-
krafta, selja auglýsingar í blað Franskra daga
ásamt öllu öðru því sem fylgir slíkri hátíð. Því
starfi sinnir framkvæmdastjóri Franskra daga
ásamt öflugum meðhmum Undirbúningshóps
um Franska daga. Fáskrúðsfirðingar hafa verið
afar heppnir með starfsfólk og nefndarfólk í
gegnum tíðina og það hefur sýnt sig að enginn
gefur kost á sér í svona starf án þess að hafa
brennandi áhuga á því. Fyrstu árin sá Undir-
búningshópurinn um framkvæmdina en með
stækkandi hátíð var ekki hjá því komist að ráða
launaðan framkvæmdastjóra. Það fyrirkomulag
gekk í nokkur ár en þar sem ekki tókst að afla
nægra styrkja til að standa undir launakostnaði
var horfið til fyrra fyrirkomulags í nokkur ár á
meðan fjárhagsstaðan var rétt af. Síðustu þrjú ár
hafa Franskir dagar haft launaðan framkvæmda-
stjóra og hefur það gefist mjög vel. Meira að
segja hefur tekist, með samstilltu átaki, að safna
smá varasjóði til að standa undir glæsilegri 20
ára afmælishátíð í ár.
Mörgum Fáskrúðsfirð-
ingum finnst hátíðin vera
hápunktur sumarsins, þar
sem brottfluttir Fáskrúðs-
firðingar, nærsveitungar og
ferðafólk leggur leið sína
í þetta 700 manna bæjar-
félag austur á fjörðum og
skemmtir sér með heima-
fólki. Flestir bæjarbúar hafa
38