Franskir dagar - 01.07.2015, Qupperneq 42
f'PöJAskir dagö,p ® [esjovirs fpeu\(jðJs
Texti: Albert Eiriksson
Heimildir:
Franst Biskví. Höf. Elín Pálmadóttir
Ur endurminningum ævintýramanns
eftir Jón Ólafsson (1850-1916) frá Kolfreyjustað.
Árið 1858 kom Frakkinn séra Bernard til Fá-
skrúðsfjarðar. Hann lagði sig fram við að læra
íslensku, safnaði jurtum og hafði vetursetu. Sr.
Bernard söng messur á sunnudögum, aðstoðaði
frönsku fiskimennina og heimamenn. Hann
skrifaði sýslumanni og sótti um að reisa hús
í þorpinu til að veita aðhlynningu og útdeila
sakramentinu. Beiðninni var hafnað.
Arið 1897 byggðu frönsku samtökin Oeuvres
de Mer sjúkraskýli með sex sjúkrarúmum á Fá-
skrúðsfirði, og síðar viðbyggingu sem hýsti kap-
ellu. I kringum aldamótin 1900 voru 30-40 hús
í þorpinu. Danskur prestur, Max Osterhammel,
hafði umsjón með byggingu hússins og starfaði
þar um tíma. I fýrstu voru með honum systir
Marie Justine og systir Elisabeth báðar franskar.
Arið 1903 höfðu þær sinnt 137 sjúklingum þar
af 26 í sjúkraskýlinu á 340 legudögum. Eftir að
Franski spítalinn var reistur var húsið notað sem
sjómannaheimili, þar var oft fjölmennt.
Fáskrúðsfirðingar tóku prestinum og systrunum
einkar vel og leituðu mikið til þeirra.
„Vesalings litlu húsin, sem raða sér í allri auðmýkt
við fjöruborðið" er haft eftir sjómanni er kom
til Fáskrúðsfjarðar.
Og annar segir:„...þegar við höfðum spásserað
þessa einu götu - en gata er raunar óþekkt hugtak
þar.“
I æviminningum sfnum segir Jón Ölafsson
(1850-1916) frá Kolfreyjustað svo frá:
Eitt vor (1859) kom stórt grámálað flutningsskip
til Fáskrúðsfjarðar. Það var seglskip, eins og öll
frönsku skipin, sem hingað komu þá (herskipin
voru einnig seglskip). Þetta skip var eitt hið
skrautlegasta og stærsta. Tveim, þrem dögum
eftir að skipið kom, kom bátur frá því út að Kol-
freyjustað og voru þar á þrír gestir, prestarnir
Bernard og Baudouin, er komu til að setjast að
hér á landi, og með þeim dr. phil. Ölafúr Gun-
lögsen, er fýlgdi þeim hingað heim, en fór utan
aftur með sama skipinu. Hann var þá, að ég ætla,
ritstjóri blaðsins »Le Nord«, er út kom í Belgíu.
Eg man vel eftir honum, enda sá ég hann tvisvar,
því að fám dögum síðar var faðir minn boðinn
inn á prestaskipið, sem kallað var, og var honum
boðið að hafa mig með, ef hann vildi. Þar var
góður fagnaður um borð, og að afloknum mið-
degisverði fóru frönsku prestarnir, Ólafúr Gun-
lögsen og við feðgarnir og tveir þjónar með í land
og settumst að í sólskininu í fögru lækjargili á
ströndinni og var þar drukkið kaffi og kryddvín
(liqueur). Faðir minn og prestarnir og Olafúr
töluðu latínu saman. Ólafúr sagði einhver fá orð
stöku sinnum við mig á íslenzku. Annars heyrði
ég hann varla tala íslenzku.
42