Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Page 12

Víkurfréttir - 23.04.2008, Page 12
12 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Skorað er á Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að höggva á þann hnút og deilur sem nú eru uppi um lögreglustjóra- embættið á Suðurnesjum, í ályktun opins fundar sem Guðni Ágús ston og Bjarni Harðarson, þingmenn kjör- dæmisins boðuðu til á Ránni í síðustu viku. Fundarefnið voru málefni lög-, toll- og öryggis- gæslu á Keflavíkurflugvelli. Um 100 manns mættu til fundar- ins en frummælendur voru auk þingmannanna þeir Jón Halldór Sigurðsson, formaður Lögreglu- félags Suðurnesja, Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Toll- varðafélags Íslands og Þorleifur Már Friðjónsson, varaformaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins. „Fundurinn telur að ekki sé skynsamlegt að hrapa að breytingum og uppstokkun á embættinu því sameinað lög- reglu- og tollstjóraembætti hefur náð miklum árangri. Nú þegar er landsmönnum misboðið að fylgjast með þessum deilum sem veikja varnir Íslands,“ segir í ályktuninni sem samþykkt var einróma með lófataki. Geir höggvi á hnútinn Vegna misskilnings blaða- manns var sagt í Víkurfréttum í síðustu viku að göngufólk sem stundaði göngu í Reykja- neshöllinni væri komið í sum- arfrí. Það er rangt og eru allir enn velkomnir til að ganga. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting: Göngugarpar í Reykja- neshöll halda sínu striki Á sum ar dag inn fyrsta verður slegið á létta strengi í Garðinum, söngkvöld og hljóðfærasláttur í samkomu- sal Gerðaskóla. Skemmt- unin hefst kl. 20. Þar mun leika tríó Ara Braga, gítar og trompet ásamt söng- konunni Bryndísi Jakobs- dóttur en tríóið leikur al- hliða tónlist, dægurflugur og jass. Bryndís er dóttir hins kunna tónlistarmanns Jakobs Frímanns Magnús- sonar. Þá kemur til leiks Ástvaldur Traustason píanó- leikari og harmonikuleikari , en Ástvaldur mun að sjálf- sögðu fara liprum fingrum um hinn nýja flygil Garð- búa. Þá mun Árni Johnsen stjórna snagg ara leg um fjöldasöng með gítarinn að vopni. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en Unglinga- ráð Víðis stendur fyrir sum- ardagsgleðinni. Garðbúar og nágrannar eru hvattir til að mæta og taka létta lotu í upphafi sumars, syngja saman og hlusta á skemmti- lega tónlist við allra hæfi. Sumardagsgleði í Garðinum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.