Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2008, Síða 10

Víkurfréttir - 11.09.2008, Síða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Starf á skrifstofu Varnarmálastofnunar Íslands Varnarmálastofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í skrifstofustarf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar jafnt konum og körlum. Starfið er bæði áhugavert og krefjandi þar sem reynir á sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Því er leitað að skipulögðum og áhugasömum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og metnaði. Starfið felur m.a. í sér: � Skráningu og vistun skjala � Frágang skjala og bréfa � Upplýsingagjöf og úrlausn mála � Almenna afgreiðslu, þjónustu og símsvörun � Afgreiðslu erinda sem berast bréflega o.fl. Hæfniskröfur: � Hreint sakavottorð og að geta uppfyllt skilyrði vegna öryggisvottunar � Góð íslensku- og enskukunnátta; færni í norðurlandamáli kostur � Góð almenn tölvukunnátta � Fagmennska og metnaður í starfi � Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi ríka þjónustulund, búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum og sé sjálfstæður í vinnubrögðum. Krafist er traustra vinnubragða og stundvísi � Tillit verður tekið til menntunar og reynslu Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsjón með starfinu hefur Guðmundur Ingólfsson í gi@iads.is eða 425-5300. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist með tölvupósti á gi@iads.is Umsóknarfrestur er til og með 21. september n.k. Um Varnarmálastofnun Íslands Með varnarmálalögum nr. 34/2008 frá 29. apríl 2008 var Varnarmálastofnun falið að sinna verkefnum á sviði varnarmála undir forræði utanríkisráðherra. Aðsetur og aðalskrifstofa stofnuarinnar er á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. www.varnarmalastofnun.is �������������������� �� ����� ������� �������������� Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 ÍAV óskar eftir að ráða aðstoðarmann í mælingavinnu til starfa á Suðurnesjum. Æskilegar hæfniskröfur: • Stúdentspróf • Góð tölvukunnátta • Reynsla í mælingum æskileg Upplýsingar veitir Jón Indriðason verkefnastjóri mælinga í síma 530-4200. Umsóknir berist um heimasíðu ÍAV www.iav.is fyrir 18. september 2008. Nýr körfuboltavöllur var formlega tekinn í notkun í Reykjanesbæ á Ljósanótt og er hann er sá eini í heiminum sem er upphitaður. Körfuboltavöllurinn er annar sinnar tegundar í Reykjanesbæ en fyrir ári síðan var settur upp völlur af sömu gerð við Holtaskóla í Keflavíkurhverfi. Stefnt er að því að setja slíka velli upp við alla grunnskóla bæjarins. Völlurinn er lagður yfirborðs- efni frá Sport Court sem eru plasteiningar læstar saman á hliðunum. Plöturnar eru riflaðar og opnar í gegn þannig að vatn, sandur og óhreinindi leka niður úr yfirborði. Efnið hefur verið í notkun víða um heim og hefur reynst vel. Körf- urnar eru frá sama framleið- anda og eru þær af vandaðri gerð en gengur og gerist á úti- körfuboltavöllum. Völlurinn er við Njarðvíkur- skóla þar sem er upphitaður gervigrasvöllur og var því tekin sú ákvörðun að hita körfuboltavöllinn upp líka þegar þörf krefur enda allar lagnir til staðar. Það var Kristbjörn Albertsson, fyrrum kennari við Njarðvík- urskóla, körfuboltadómari og fyrrum formaður UMFN sem vígði völlinn formlega með því að dæma stuttan leik nem- enda í Njarðvíkurskóla, en að auki tók Logi Gunnarsson atvinnumaður í körfubolta nokkur skot á körfuna. Svo skemmtilega vildi til að Logi átti afmæli sama dag og sungu af því tilefni nemendur Njarð- víkurskóla fyrir hann afmælis- sönginn. Fyrsta mótið sem fram fór á vellinum var götuboltamót sem var hluti af dagskrá í tengslum við Ljósanótt 2008. Nýr körfuboltavöllur í Reykjanesbæ: Sá eini í heiminum sem er upphitaður

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.