Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Mikil fjölgun hefur verið í stétt náms- og starfsráðgjafa á síðustu árum. Fyrir stuttu voru fimm menntaðir aðilar hér á svæðinu en nú eru þeir fimmtán. Auk þess eru fjórir einstaklingar héðan í námi á þessu sviði. Náms- og starfsráðgjafar starfa í grunnskólum, Fjölbrautaskól- anum, hjá Keili, fræðsluviði Reykjanesbæjar, Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum, Svæðisvinnumiðlun Suður- nesja og einn starfar í leik- skóla. Þessir aðilar eiga margt sameiginlegt og hafa ákveðið að hittast reglulega í vetur og deila reynslu sinni sem eflaust mun stuðla að öflugra og fag- legra starfi er kemur samfélag- inu til góða. Fólk aðstoðað við að finna sinn farveg Mikil þróun hefur verið hin síð ari ár þeg ar kem ur að störfum náms- og starfsráð- gjafa. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerf- inu og með nýjum áherslum í tengslum við stuðning við at- vinnulífið þá fjölgar þeim ráð- gjöfum sem starfa þar. Því má spyrja hvað þessi hópur eigi sameiginlegt? Er ekki gjörólíkt að starfa með börnum í grunn- skóla og á Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum? Svarið er bæði já og nei, segja þær Sigríður Bíldal og Anna Lóa Ólafsdóttir. Sigríður er náms- og starfsráðgjafi í Holta- skóla og Anna Lóa hjá Mið- stöð símenntunar. Á báðum stöðum er fólk að- stoðað við að finna sinn farveg í lífinu í námi og eða starfi. Á báðum stöðum er leitast við að tengja saman áhuga einstak- linga við námsleiðir eða störf, setja mark mið og að stoða einstaklinga við að finna leið sína að markmiðinu. Á báðum stöðum er verið að vinna með sjálfsmynd einstak linga og leiðir til að efla hana ef þarf. Eini munurinn er aldurinn og hvernig unnið er á mismunandi hátt eftir því hvort verið er að vinna með börnum, unglingum eða fullorðnu fólki sem hefur reynslu af vinnumarkaði. Best er talið að náms- og starfsráð- gjöf sé samhangandi ferli frá barnæsku fram til fullorðinsára. Aukin þörf fyrir ráðgjöf Anna Lóa segir að þörfin fyrir náms- og starfsráðgjöf fyrir utan hið hefðbundna skóla- kerfi hefur aukist mjög mikið. Náms- og starfsframboð hafi verið mikið og þörf á að fræða Náms- og starfsráðgjafar á Suðurnesjum - SNOS: Starf við náms- og starfs- ráðgjöf heillar marga fólk á hinum almenna vinnu- markaði um þá möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína á vinnumark- aði. „Hin síðari ár hefur það komið í hlut símenntunarmið- stöðva að sinna því hlutverki að nálgast hinn almenna laun- þega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar mennt- unar og kynna aukna náms- möguleika sem í boði eru. Mið- stöð símenntunar býður upp á ókeypis náms- og starfsráðgjöf og ég hvet fólk eindregið til að nýta sér hana,“ segir Anna Lóa. Hún segir Suðurnesja- menn hafa tekið þessari þjón- ustu opnum örmum og rúm- lega 500 manns hafi nýtt sér hana að einhverju leyti. Sigríður segir að miklar breyt- ingar á vinnumarkaði geri kröfu til fólks um færni til að vega og meta hvað það er sem henti. Þessi færni sé ekki með- fædd en hægt að læra hana. „Gera má ráð fyrir því að ein- staklingar þurfi að velja sér nám og störf alla ævi svo ekki sé talað um möguleika í sí- menntun til að efla sig í starfi. Því er nauðsynlegt að vera með fræðslu í grunnskólum um nám og störf frá upphafi til loka og kenna nemendum færni til að velja í samræmi við áhugasvið og hæfileika. Það þarf ekki að líta lengra en til þess sem er að gerast hér hjá okkur t.d. í bankageir- anum. Þar er fólk sem stendur frammi fyrir því að leita nýrra leiða í starfi,“ segir Sigríður. Þær Anna Lóa og Sigríður voru sam mála um það að fjölgun starfsstéttarinnar á svæðinu væri mjög jákvæð þróun og á tímum mikilla breytinga þyrfti samstillt átak sem flestra. Þar væru náms- og starfsráðgjafar afar mikil- vægur hlekkur. Anna Lóa Ólafsdóttir Sigríður Bíldal FÉLAGSFUNDUR Stjórnin Félagsfundur verður haldinn í sal VS þriðjudaginn 28. október kl. 20:00. Dagskrá Staða atvinnumála á Suðurnesjum Félagar! Hittumst yfir kaffibolla og ræðum málin. Hér má sjá hluta hóps náms- og starfsráðgjafa á Suðurnesjum en það er nokkuð fjölmennur hópur í dag. VF-myndir/elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.