Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.10.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 43. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Fyrri akbraut Reykjanesbrautar var tekin í notkun í október 1965 með viðhöfn. Meðal þeirra sem óku veginn frá Reykja- vík að gömlu flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli var Ólafur Ketilsson, lands- þekktur rútubílstjóri. Þegar hann var kominn hingað suður eftir mun hann hafa sagt „nú á bara eftir að leggja veginn til baka“. Það dróst sem sagt í 43 ár. - Heildarkostnaður við breikkun Reykja- nesbrautar liggur ekki fyrir, en mun á verðlagi, sem gilti í september sl. vera á bilinu 4,5 til 5 milljarðar króna. - Hönnun og undirbúningur fór að mestu fram á árunum 1998-2002. Helstu ráðgjafar við frumdrög og gerð umhverf- ismats voru Verkfræðistofan Hönnun, en við verkhönnun og gerð útboðslýsingar Verkfræðistofan Hnit. - Hvor akbraut er samtals 11,5 m breið, þar sem ytri axlir eru þriggja m breiðar, sjálfar akreinarnar tvisvar sinnum 3,75 m breiðar og innri axlir eru 1 m breiðar. Miðeyja, milli akbrauta í hvora átt, er 11 m breið. (Punktar úr ávarpi Jónasar Snæbjörns- sonar, svæðisstjóra hjá Vegagerðinni. ) Punktar um Reykjanesbrautina Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut þakkar Suðurnesjamönnum fyrir frábæra samvinnu og samstöðu í þessu stóra verkefni sem tvöföldun brautarinnar var. Stöndum saman um örugga umferð á vegum landsins. var aðalstyrkaraðili Áhugahópsins Mislæg gatnamót við Voga. Loftmynd frá því sumarið 2008. Flugfarþegar lentu margir hverjir í vandræðum þegar Reykjanesbrautinni var lokað í desember árið 2000. Bílum var lagt þvert yfir brautina og öll umferð stöðvuð. Bílalestir mynduðust og um tíma náði bílalest frá gatnamótum Grindavíkurvegar og að álverinu í Straumsvík. Beinn og breiður vegur liggur nú frá Fitjum og til Hafnarfjarðar. Myndin er tekin við mislæg gatnamót í Tjarnarhverfi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.