Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Verktakasambandið óskar eftir að kaupa allar gerðir dekkja, með eða án felga. Nú er tækifærið fyrir þig að losna við gömlu dekkin úr geymslunni eða bílskúrnum. Komdu með þau til okkar og við kaupum þau af þér. Skoðum öll dekk, gömul og ný og gerum þér tilboð. Við bjóðum einnig upp á að sækja dekkin til þín. KAUPUM AF ÞÉR GÖMLU DEKKIN Verktakasambandið ehf Grófinni 9-11 Sími 892 8028 „Það er búið að vera gott að gera að undanförnu og ég er þrátt fyrir ástandið bjartsýnn á jólaverslunina,“ sagði Sigurður Björgvinsson, kaupmaður í K- sport í Keflavík. Nike kynning var í versluninni í lok síðustu viku og komu margir til að kynna sér nýjar vörur frá þessum þekkta framleiðanda sem og annað í fjölbreyttu vöru- úrvali í K-sport. Sigurður sagði að hann hafi reynt að sýna út- sjónarsemi í innkaupum að und- anförnu fyrir komandi jólaver- tíð. „Þá á ég ekki við að ég hafi skorið við nögl heldur hef ég í sumum tilvikum keypt meira inn en áður. Ég náði að kaupa meira magn af vöru áður en gengið féll fyrir skemmstu. Fyrir vikið bjóðum við upp á sam- keppnishæft verð á miklu úrvali vara. Til að auka við þjónustuna höfum við tekið þá ákvörðun að fara tíðar ferðir til birgja okkar í Reykjavík svo tryggja megi að vörur sem vantar í ákveðnum litum eða stærðum fáist afhentar til viðskiptavina okkar með skjótum hætti. Við BJARTSÝNN Á JÓLAVERSLUNINA Góð stemmning á Nike dögum í K-sport: förum til Reykjavíkur svo til á hverjum morgni og erum mætt með þær þegar K-sport opnar að morgni“. Auk Nike er K-sport með vörur frá fleiri þekktum aðilum eins og Puma, 66° Norður og Zo-on og fleirum. Þegar fréttamaður VF leit við á laugardag komu fjölmargir að skoða úlpur og kuldafatnað sem og fleira, m.a. frá íslensku framleiðendunum 66° Norður og Zo-on. Sigurður sagði þetta vinsælar vörur og lík- legt að margar úlpur eigi eftir að lenda í jólapakkanum í ár. „Ég vil trúa því að það verði góð jólaverslun á Suðurnesjum, jafn- vel betri en áður. Vilji fólk halda góðu þjónustustigi í verslun og þjónustu á svæðinu er mikil- vægt að það beini viðskiptum sínum til aðila á Suðurnesjum. Við þurfum öll að standa saman núna. Þetta er búinn að vera sér- stakur tími undanfarnar vikur. Hingað hafa komið talsvert af útlendingum. Um daginn kom erlend flugfreyja sem keypti tvær íslenskar úlpur þegar hún sá hvað þær voru ódýrar. Hún ætlaði bara að kaupa á manninn sinn en þegar hún sá hvað hún var að fá mikið fyrir peninginn keypti hún á sig líka. Nú erum við margir kaupmenn að upplifa hvernig Íslendingar hafa verið í útlöndum þegar gengið var sterkt nú þegar útlendingarnir koma til Ís lands og kaupa,“ sagði Sigurður. Það var fín traffík á Nike dögum í K-sport. Kristjana Gunnarsdóttir frá Lífsstíl, Siguður Björgvins og Þórunn Ingjaldsdóttir frá Nike. Ásdís Sverrisdóttir, verslunarstjóri í K-sport leiðbeinir viðskiptavini með úlpur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.