Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 2
 NEYTENDABLA‹I‹ 1. tbl., 56. árg. – mars 2010 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Gæðakannanir: Ian Watson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Istockphoto.com Seljendur verða að verðmerkja Upplag: 11.800 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.500 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: merki3 Leiðari ritstjóra 2 Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3 verðmerkingar mikilvægar 4 Gildistími vegabréfa 6 Norræni Svanurinn 7 Bókatölvur 8 Viltu far? 9 Gæðakönnun á Blu-Ray spilurum 10 Frá formanni 13 Hormónaraskandi efni 14 Neytendur sækja rétt sinn 16 Neytendakastið 18 Á ferð og flugi 19 Ljósabekkir og krabbamein 20 Frá aksjón í yfirsjón 21 Matvælafréttir 22 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir Ráðvilltum neytanda ofboðið Mig munar um hverja krónu sem ég læt út í hagkerfið og ég vil því gjarnan að þær lendi hjá fyrirtækjum sem eiga viðskipti mín skilin. En eftir allt sem á undan er gengið veit ég varla hvaða fyrirtæki það eru. Fyrir það fyrsta hef ég engan áhuga á að eiga viðskipti við fyrirtæki sem eru í eigu svokallaðra athafnamanna sem vaðið hafa hér um allt á skítugum skónum. Þeir virðast margir hafa haft meiri áhuga á að sjúga fé út úr fyrirtækjum en að standa í skynsömum fyrirtækjarekstri og þjóna neytendum. Álitamál er hvort þeir hafi á nokkrum tímapunkti haft þekkingu og reynslu til að reka fyrirtæki á neytendamarkaði. En þeir kunnu að byggja upp eignarhaldsflækjur þar sem skuldir og eignir voru færðar til að því er virðist eingöngu til að hámarka þeirra eigin gróða. Það vekur líka athygli að margir virðast aldrei hafa tekið neina persónulega áhættu en á einhvern óskiljanlegan hátt fengið endalausar lánafyrirgreiðslur úr bönkunum án þess að leggja nokkuð að veði sem hönd er á festandi. Ég hef ekki áhuga á að eiga viðskipti við menn og fyrirtæki sem tefldu allt of djarft og fá síðan afskrifað eins og ekkert sé. Ég hef heldur engan áhuga á að eiga viðskipti við fyrirtæki sem strangt til tekið ættu að vera farin á hausinn en fá framhaldslíf í boði bankanna. Þetta bitnar á fyrirtækjum sem stunduðu hagkvæman rekstur og lifðu af hrunið en þurfa núna að keppa við fyrirtæki sem ættu að öllu eðlilegu að vera komin í þrot. Það er athyglisvert hversu margir þræðir virðast liggja til Tortóla og í aðrar skattaparadísir þrátt fyrir að skattur á fyrirtæki hafi verið lækkaður til muna hér á landi. Það er greinilegt að sumum er meinilla við að leggja sitt til samfélagsins. Ég vona að það verði upplýst með óyggjandi hætti hverjir hafa fært eignir til skattaparadísa undanfarin ár því ég vil ekki eiga viðskipti við þá sem beita öllum brögðum til að komast hjá því að borga skatta og skyldur. Sem betur fer eru mörg fyrirtæki á Íslandi rekin af skynsemi. Þessi fyrirtæki reyna ekki að forðast samkeppni með ólöglegum aðferðum, þau borga sína skatta og skyldur, þau einbeita sér að því að byggja upp rekstur til langs tíma og þjóna viðskiptavinum sínum, og eigendurnir fela sig ekki á bak við óskiljanlegar eignarhaldsflækjur. Þannig fyrirtæki vil ég eiga viðskipti við. Eflaust eru fleiri neytendur á sama máli og því hljóta bankar og kröfuhafar að vanda sig við þá endurskipulagningu sem nú fer fram. 2 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.