Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 7
Svanurinn hefur átt mikilli velgengni að fagna meðal norrænna neytenda en þekking á merkinu er þó minni hér en á hinum Norðurlöndunum og úrvalið af svansmerktum vörum og þjónustu minna. En það stendur allt til bóta ef marka má Anne Maria Sparf, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, en hún sér um Svaninn á Íslandi. Neytendablaðið ákvað að hitta Anne Maria og fræðast nánar um stöðu Svansins á afmælisárinu. Anne Maria segist gjarnan vilja sjá meira úrval af innlendum vörum með svansvottun. Hvers vegna eiga neytendur að horfa eftir svansmerkinu þeg ar þeir versla? „Flestir Íslendingar átta sig kannski ekki á því að svansmerkt vara er ekki einungis betri fyrir umhverfið, heldur er þetta einnig öruggara val út frá heilsusjónarmiðum. Margar algengar neysluvörur innihalda varasöm efni. Svanurinn gerir hins vegar allt aðrar kröfur um efnainnihald, t.d. varðandi snyrtivörur, sápur og sjampó, en almenn löggjöf. Með því að velja svansmerkt forðast maður ýmis hormónaraskandi, krabbameinsvaldandi eða annarskonar efni sem geta verið skaðleg fyrir heilsuna. Þetta er einkum mikilvægt í vörum fyrir börn, svo sem bleium, blautklútum, olíum o.fl.“ Hversu mörg íslensk fyrirtæki eru með svansmerkið? „Við erum með 5 íslensk svansleyfi í gildi í dag, en fleiri bætast stöð ugt við. Alls eru 14 umsóknir í vinnslu. Í dag bera svansmerkið prent smiðjurnar Guðjón Ó og Oddi ásamt ræstingarþjónustu Sól ar­ ræstingar og ISS, sem og línusápan, penslasápan og iðnaðar hreins- irinn frá Undra.“ Keppir Svanurinn við önnur umhverfismerki, eins og t.d. Evrópublómið? „Nei alls ekki. Merkin eru í miklu samstarfi, og margar kröfur eru svipaðar milli merkja þótt yfirleitt geri Svanurinn aðeins meiri kröfur en Blómið. Á Norðurlöndum þekkja neytendur þó Svaninn best og það er merkið sem náð hefur mestum vinsældum meðal fyrirtækja.“ Hvers vegna eru ekki fleiri svansmerkt raftæki? Góð spurning. Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Nú er t.d. Samsung með flatskjá sem eru svansmerktur og FujitsuSiemens með svans- merktar borð- og fartölvur, en lítið hefur sést af þeim í íslenskum verslunum. En svo er til gott úrval af skrifstofutækjum, svo sem ljós ritunar vélum o.fl. Kröfurnar eru auðvitað mjög strangar þannig að það eru fáar vörur sem geta uppfyllt þær og það getur þýtt hærra verð.“ Í hvaða vöruflokkum vantar svansmerktar vörur? „Það er í raun gott úrval af svansmerktum vörum í boði á Íslandi eða um 150 vörutegundir. Þegar er til gott úrval af t.d. sápu, sjampói, hreinsiefnum, pappír, þvottaefnum o.fl. en það mætti vera meira úrval af t.d. svansmerktum snyrtivörum, fatnaði, innréttingum, húsgögnum, raftækjum og málningu. Alls er búið að votta meira en 6.000 vörur á öllum Norðurlöndunum svo ekki vantar upp á úrvalið – það er bara spurning um að fá þessar vörur í íslenskar verslanir. Persónulega vildi ég óska þess að úrval innlendra svansmerktra vara væri meira, en það mun nú ýmislegt gerast í þeim málum núna á árinu. Í framtíðinni ættum við að geta valið íslenskt og umhverfisvottað í stað þess að þurfa að velja annað hvort.“ Geta verslanir og önnur þjónustustarfsemi fengið svans- vottun? „Já, ýmsir þjónustuaðilar geta fengið vottun, svo sem hótel, verslanir, bílaþvottastöðvar, veitingastaðir og efnalaugar, til að nefna dæmi.“ Anne Maria furðar sig reyndar á því að ekki sé nein svansmerkt matvöruverslun á Íslandi. „Við neytendur verðum einfaldlega að krefjast þess að fá fleiri umhverfismerktar vörur og þjónustu á markað, annars sjá fyrirtækin sér engan hag í því. Þetta skiptir ekki minna máli núna í kreppunni. Ég trúi því að umhverfisvottun sé frábært tækifæri fyrir íslenska framleiðslu og nýsköpun. Svanurinn vill hvetja til innlendrar framleiðslu á umhverfisvottuðum vörum og þjónustu sem er betri fyrir umhverfið og heilsuna! Svanurinn flýgur hátt 20 ára afmæli norræna umhverfismerkisins Til að vara eða þjónusta geti fengið nor ræna umhverfismerkið Svaninn þarf hún að uppfylla strangar umhverfiskröf ur. Merk ið er trygging neytenda fyrir því að vara eða þjónusta er eins umhverfisvæn og kostur er. Sífellt er verið að endurskoða kröf urnar og bæta við vörum og þjónustu sem hægt er að votta. 7 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.