Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 9

Neytendablaðið - 01.03.2010, Page 9
meira en árið þar á undan. Á þessu ári áætla samtökin að um 5 millj ónir bókatölva muni seljast. Staða skáldsins Rithöfundar eru margir hverjir meðvitaðir um ný viðskiptatækifæri og taka þátt í að keppa um neytendur á rafbókamarkaðnum. Á CES 2009 hyllti metsöluhöfundurinn Dan Brown rafbókina fyrir hönd Sony á meðan Amazon kynnti Stephen King sem stuðningsmann Kindle. Stafræni tónlistar­ og kvikmyndamarkaðurinn hefur glímt við ólöglega notkun á höfundarvörðu efni og nú stendur bókamark- aðurinn frammi fyrir sama vandamáli. Ekki er þó hægt að líta fram hjá því að stafræni markaðurinn hjálpar listamönnum að koma sér á framfæri án þess að vera undir hælnum á útgefendum og sam bandi við neytendur er komið á milliliðalaust. Neytendasjónarmið Bókatölvur lesa flestar opin skjalsnið, eins og ePub, pdf og txt, og einnig algeng myndasnið (jpg, gif). En rafbækur seldar á vefsíðum eins og amazon.com bn.com og apple store eru sérstaklega sniðnar fyrir þær gerðir bókatölva sem þessar síður selja. Þetta takmarkar val neytenda líkt og þekkist á tónlistarmarkaðnum, en það er t.d. ekki hægt að kaupa tónlist af iTunes nema að eiga iPod. Alþjóðleg neytenda samtök hafa barist fyrir því að efni (tónlist, rafbækur) og búnaður (mp3-spilarar, bókatölvur) á stafrænum markaði sé sam virkt, óháð vörumerki. Notagildi Rafbók kemur aldrei í staðinn fyrir bók. Bókin hefur þann kost að hægt er að lána hana til vina og selja hana aftur og ekki þarf neinar græjur til að lesa hana. Bækur eins ljósmynda- eða myndlistar- bækur hverfa sjálfsagt seint af markaðnum og margar bækur hafa tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Það er kannski önnur saga með uppflettirit, kiljur, tímarit og dagblöð. Kostir rafbókarinnar eru þeir að hún er fyrirferðarlítil, ódýrari en venjuleg bók, umhverfisvæn og breiðist hratt út á markaðnum. ÞH Nú þegar eldsneytislítrinn er komin í 200 kr. fara menn að hugsa ráð sitt. Það er lítið vit í því að eyða stórum hluta tekna sinna í bifreiðarrekstur aðallega til að komast úr og í vinnu. Ein viðbrögð samfélagsins er samnýting bifreiða en slíkt hefur tíðkast lengi í öðrum löndum. Í Bandaríkjunum kallast það Car Pooling og á sumum hraðbrautum er á álagstímum ein akrein tekin frá eingöngu fyrir þessa tegund ferða, þ.e. bíla með fleiri en einn farþega. Hér á landi er ökumaður oftast einn á ferð í einkabílnum og tals- vert sætaframboð því til staðar. Það gæti því verið hagkvæmt og skynsamlegt að bjóða uppá samnýtingu bifreiða, gegn því að farþegar deili ferðakostnaðinum með ökumanni. Til eru íslensk vef svæði sem miðla lausum sætum í einkabílum, bæði í stakar ferðir milli landshluta og einnig fyrir daglegar ferðir til lengri tíma. Samferða.net er vefur sem hefur verið starfræktur í nokkur ár og þar er stökum ferðum miðlað á einfaldan hátt milliliðalaust þar sem ekki er krafist forskráningar á vefinn. Farþegavefurinn farthegi.is er nýr vefur þar sem sætum í bíla er miðlað. Notendur vefsins skrá sig fyrst á hann til að geta nýtt það sem hann hefur uppá að bjóða. Gjaldskrá er birt á farþegavefnum en greiðslur fara fram á milli farþega og bílstjóra. Þó eru uppi áform um að ganga megi frá millifærslu gjalds frá farþega í gegnum vefinn sé óskað eftir því. Farsímar kæmu að góðum notum til að miðla ferðum og framkvæma greiðslur og aðstandendur farþegavefsins áforma að skoða alla möguleika sem fjarskiptatæknin býður uppá. Stúdentaráð sér um sætamiðlunina skutl.is. Sá vefur er ætlaður nemendum í Háskóla Íslands til að samnýta ferðir að og frá skóla- bygg ingum við Stakkahlíð, Vatnsmýri, Hringbraut eða Laug ar vatn. Hjá Háskólanum í Reykjavík er áformað að opna vefsvæðið hrfar.is til að gera nemendum og starfsfólki kleift að samnýta bílferðir til og frá skólanum. Vefurinn hrfar.is á að vera eins konar samkomustaður þar sem bæði bílstjórar og farþegar geta fundið sér ferðafélaga. Vef urinn er unninn sem hluti af umhverfisstefnu HR. ÞH Viltu far? - Ýmsar leiðir til að samnýta bílferðir Amazon-Kindle-2 Barnes & Noble Nook-2 Sony Reader Touch 800 9 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.