Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 10
Neytendasamtökin fundu 36 DVD-spilara og 14 Blu-ray-spilara til sölu í verslunum hér á landi. Meðalverð DVD-spilara var rétt yfir 20.000 kr. en meðalverð Blu-Ray-spilara var 85.000 kr. Ódýrasti DVD-spilarinn kostaði 9.995 kr. en ódýrasti Blu-Ray- spilarinn 49.900 kr. Af þessum spilurum voru 3 „upconverting“ DVD-spilarar og 7 Blu-ray-spilarar í nýlegri gæðakönnun ICRT. Af þessum áðurnefndu 3 „upconverting“ DVD-spilurum fékk Philips DVP-3360 bestu einkunn og hann var einnig á lægsta verðinu. LG DVX-482H var með miklu lélegri myndgæði en aðrir spilarar og var einnig aðeins dýrari en hinir. Lægri heildareinkunn þessara spilara skýrist að hluta til einfaldlega af því að þeir geta ekki spilað Blu-ray-diska. Af Blu-ray-spilurum fengu LG BD-370 og Samsung BD-P1600 bestu einkunnirnar og þeir voru á verði sem er nálægt eða undir meðatali allra Blu­ray­spilara. Dýrustu spilararnir (Denon, Yamaha, og Pioneer) fengu lægri heildareinkunnir. Ódýrustu spilararnir (Philips BDP-3000 og LG BD-350) fengu ásættanlegar einkunnir. Þó voru myndgæðin lélegri en í öðrum blu-ray-spilurum þegar spilaðir voru DVD-diskar, en jafngóð þegar spilaðir voru blu-ray- diskar. Markaðskönnun Neytendasamtökin könnuðu framboð og verð á DVD spilurum og Blu-Ray spilurum í fyrri hluta febrúarmánaðar sl. og náði könnunin til 7 seljenda. Alls reyndust 36 mismunandi DVD spilarar til í þessum verslunum. Af þeim eru 34 án upptöku en 2 eru með upptöku. Lægsta verð á DVD spilurum án upptöku var 9.995 kr. en það hæsta 70.557 kr. Þeir tveir DVD spilarar sem hægt er að taka upp á kostuðu 79.995 kr. og 99.995 kr. Alls reyndust 14 mismunandi Blu-Ray spilarar vera til í þessum verslunum. Enginn þessara spilara eru með upptökumöguleikum. Lægsta verð á Blu-Ray spilurunum var 49.900 kr. en það hæsta 199.995 kr. Blu-ray og DVD-spilarar fyrir eigendur stórra 1080p skjáa Á síðustu árum hafa margir keypt sér stóra LCD- og plasmaskjái sem sýna myndir í upplausninni 1920 x 1080. Nóg er til af myndefni sem við viljum spila á þessum stóru skjám; bíómyndir á DVD eða jafnvel nýju Blu-ray-formati, en einnig heimagerð fjölskyldumyndbönd sem við höfum brennt á DVD-diska. Spurningin er: Eftir að hafa keypt flatskjá, hvað eigum við að kaupa til að spila myndirnar á? 480p og 1080p Áður fyrr var algengasta upplausnin 720 x 480 pixlar. Margar fjöldaframleiddar kvikmyndir á DVD nota þennan staðal og einnig var hann notaður eða studdur af mörgum skjám. Heimagerðar fjölskyldumyndir geta verið í mismunandi stærðum. Nýju skjáirnir, sem eru 1080 pixlar í breidd, geta enn sýnt þessar gömlu eða litlu stærðir. Skjárinn þarf einfaldlega að geta stækkað minni myndir upp í 1920 x 1080 pixla. En þær myndir nýta auðvitað ekki alla upplausnarhæfileika nýjustu skjáanna. Framleiðendur hafa þróað nýjan staðal fyrir geisladiska sem nýtir meðal annars alla 1920 x 1080 pixla, það er Blu-ray. Blu-ray Blu-ray er ný tegund geisladiska sem inniheldur 25 GB eða fimm sinnum meiri upplýsingar en venjulegir „gamaldags“ DVD-diskar. Fjöldaframleiddar kvikmyndir eru á Blu-ray-diskum í upplausninni 1920 x 1080 og Blu-ray-spilarar geta sent frá sér videostraum sem er í upplausninni 1920 x 1080, en það gátu gamlir DVD-spilarar ekki. Blu-ray-spilarar geta líka spilað DVD-diska (DVD-spilarar geta ekki spilað Blu-ray-diska). En Blu-ray-diskar og -spilarar kosta enn mun meira en DVD-diskar og DVD-spilarar. Markaðskönnun á Íslandi sýndi að meðalverð á Blu-ray-spilara er um 85.000 kr. Á ég að kaupa Blu-ray-spilara? 1920 x 1080 er örugglega framtíðin, og Blu-ray hugsanlega líka, en spurningin er hvort það borgi sig að hlaupa strax til. Flestar ef ekki allar bíómyndir eru enn gefnar út á DVD. Heimatilbúin myndbönd eru ennþá venjulega brennd á DVD vegna þess að Blu-ray-skrifarar og diskarnir sjálfir eru mjög dýrir. Foreldrar kaupa ennþá frekar DVD-diska fyrir lítil börn vegna þess að tölvur geta auðveldlega Gæðakönnun á Blue-Ray spilurum LG BD-370 Samsung BD-P1600 Markaðskönnunin er aðgengileg félagsmönnum á heima- síðu Neytendasamtakanna. 10 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.