Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 15
Mikil viðbrögð frá neytendum Claus segir að viðbrögðin frá neytendum hafi verið mjög góð. „Við vissum þó að Danir hafa áhyggjur af þessum efnum því í skoðanakönnun sem við létum gera kom í ljós að fjórir af fimm Dönum vilja láta banna hormónaraskandi efni í neysluvörum. Við gerðum neytendum það líka auðvelt að leggja sitt af mörkum og buðumst til að senda þeim sms-skeyti með listanum yfir efnin 17. Um 3000 manns notfærðu sér það. Við töldum að margir myndu hafa samband en við reiknuðum aldrei með svona löngum lista“, segir Jørgensen en samtökin fengu 1338 tölvupósta og birtur hefur verið listi yfir 891 vörutegund. Framleiðendur bregðast við Hvernig hafa fyrirtækin brugðist við þessum aðgerðum neytenda? „Dönsk fyrirtæki hafa brugðist vel við og hafa 27 framleiðendur sagst munu hætta að nota efnin en 29 framleiðendur ætla ekki að breyta neinu og eru það fyrst og fremst útlenskir framleiðendur. Það er ánægjulegt að dönsk fyrirtæki bregðist svo vel við en til að ná árangri þarf að ná til alþjóðlegra fyrirtækja og að því viljum við vinna. Við höfum einnig fengið mjög jákvæð viðbrögð frá dönskum og norskum neytendum, evrópsku neytendasamtökunum BEUC og þingmönnum í Danmörku og á Evrópuþinginu.“ Jörgensen bendir jafnframt á herferðin hafi vakið athygli víða í Evrópu og þegar sé í gangi samskonar herferð í Pólland. Neytendur njóta ekki vafans Það hlýtur að vera eðlileg krafa að neytendur geti treyst því að skaðleg efni finnist ekki í neysluvörum. Hvað segir Claus um það? „Jú, að sjálfsögðu, en því miður er löggjöfin þannig að sönnunar- byrðin í vafamálum er ekki hjá framleiðendum. Framleiðendur þurfa ekki að sanna að efni sé hættulaust heldur eru það yfirvöld sem verða að leggja fram gögn sem sanna að efni sé skaðlegt. Þetta er ekki í samræmi við varúðarregluna sem við vildum að væri útbreiddari. Ef grunur leikur á að efni séu skaðleg, t.d. í dýra- rannsóknum, þá hlýtur sönnunarbyrðin að liggja hjá fram leið- endum, þ.e. þeir verða að sanna að efnin sem þeir nota séu hættu- laus.“ Baráttan tekur of langan tíma Það eru ófá dæmi um að umhverfis- og neytendasamtök hafi varað við efnum og krafist þess að þau yrðu bönnuð. Nær undantekningarlaust verða málalyktir þær, árum eða áratugum seinna, að efnin eru tekin úr umferð eða notkun þeirra takmörkuð. Dæmi um slíkt eru nokkrar tegundir þalata og tregtendranlegra efna, svo ekki sé minnst á BPA sem Danir hafa nú þegar bannað í pelum. Í ljósi sögunnar má því fastlega gera ráð fyrir að paraben og önnur hormónaraskandi efni verði bönnuð eða notkun þeirra takmörkuð meira. En hvers vegna tekur þessi barátta svo langan tíma? „Hagsmunir iðnaðarins eru mjög miklir,“ segir Jørgensen „og það er einmitt þrýstingur framleiðenda á stjórnmálamenn og yfirvöld sem hefur gert það að verkum að varúðarreglunni er snúið við. Yfirvöld verða að sanna að efni sé hættulegt áður en gripið er til aðgerða. Við verðum að vona að með evrópsku löggjöfinni um efni og efnavörur, REACH, og fleiri rannsóknum á kokteil- eða samhrifsáhrifum snúist dæmið við.“ Claus segir mikil og góð viðbrögð bæði neytenda, framleiðenda og stjórnmálamanna vera ánægjuefni og sýna svo ekki verði um villst að mönnum stendur ekki á sama. „Nú þurfum við bara að fá stjórnmálamennina til að bregðast við og banna hormónaraskandi efni í neysluvörum,“ segir Claus að lokum. BP Umhverfisráðherra blæs til herferðar Danska umhverfisstofnunin vann skýrslu í fyrra sem byggði á þeim veruleika sem tveggja ára dönsk börn búa við en þau komast óhjákvæmilega í snertingu við fjölmörg efni. Í fram- haldinu blés danski umhverfisráðherrann, Troels Lund Poulsen, til herferðar þar sem vakin var athygli á þeim fjölmörgu efnum sem eru í daglegu umhverfi barnanna. Ráðherrann lýsti yfir áhyggjum af því að löggjöfin verndaði ekki börnin og hann ráð lagði foreldrum að nota ekki vörur sem innihalda efnin butylparaben og propylparaben. Skýrsluna má lesa á 65000.dk en heiti síðunnar vísar til þeirra 65.000 tveggja ára barna sem búa í Danmörku í dag. Kokteiláhrif Jørgensen segir að menn geri sér í auknum mæli grein fyrir svokölluðum kokteiláhrifum, þ.e. þeim áhrifum sem efni geta haft þegar þau blandast saman. Þegar efni eru áhættumetin eru þau rannsökuð hvert fyrir sig en í einni kremtegund geta verið margar mismunandi tegundir hormónaraskandi efna. Þessi blanda getur haft mun meiri og alvarlegri áhrif en þegar efnin eru ein á ferð, jafnvel þótt magnið sé lítið. Jørgensen segir að ekki sé tekið tillit til þessa í reglugerðum og því vilji Danir breyta. Efnin umdeildu Þau efni sem danskir neytendur voru beðnir að tilkynna eru: Ethylparaben, Propylparaben, Butylparaben, Methylparaben, Cyclotetrasiloxane, Hydroxycinnamic acid Boric Acid, BHA eða tert. Butylhydroxyanisol, Diethyl phthalate (DEP), Resorcinol, Ethylhexyl methoxycinnamate eða Octyl methoxycinnamate, 4,4’-Dihydroxy-benzophenone, 4,4’Dihydroxy-biphenyl, 4- methylbenzylidene camphor, Benzophenone-2 , Benzophenone- 1, 3-Benzylidene camphor 15 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.