Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 11
afritað DVD-diska og þá er hægt að láta börnin nota afritið og
geyma frumritið til öryggis (tölvur ráða enn ekki vel við að afrita
Blu-ray-diska). Það virðist sem sagt enn vera líf í DVD-formatinu.
Verðmunurinn á milli Blu-ray- og DVD-spilara er enn mikill og
engin sérstök ástæða til að kaupa Blu-ray-spilara.
Þeir sem eiga ekki skjá með 1920 x 1080 upplausn, og ætla ekki
að kaupa slíkan skjá á næstunni, ættu varla að þurfa að kaupa
Blu-ray-spilara, nema þeir eigi haug af Blu-ray-diskum sem þeir
geta ekki spilað á DVD-spilara.
Þeir sem hins vegar eiga skjá með 1920 x 1080 upplausn hafa
þrjá kosti í stöðunni: Að kaupa gamaldags DVD-spilara, að
kaupa DVD-spilara sem er með sérstakan búnað til að stækka (e.
upconvert) 720 x 480 myndir í 1920 x 1080 á vandaðan hátt; eða
að kaupa Blu-ray-spilara.
DVD-spilari sem eykur upplausn
Sumir DVD-spilarar eru með sérbúnað til þess að stækka minni
stærðir í 1920 x 1080 og senda stafrænan straum í hærri upplausn
til skjásins. Þessir spilarar heita „upconverting players“ á ensku og
eru aðeins dýrari en DVD-spilarar eru að jafnaði. Markaðskönnun
Neytendasamtakanna fann þrjá „upconverting“-spilara til sölu
á Íslandi og kostuðu þeir frá 19.000 til 23.000 kr. Gæðakönnun
ICRT sýndi að myndgæði þessara „upconverting“-spilara á stórum
skjám eru mikil en samt ekki eins mikil að meðaltali og í Blu-ray-
spilurum.
„Gamaldags“ DVD-spilari
Eldri gerðir af DVD-spilurum eru ekki með sérkerfi til að hækka
upplausn vídeóstraumsins. Það er enn hægt að horfa á myndirnar
sem þeir spila á skjá með 1920 x 1080 upplausn (það er þá skjárinn
sjálfur sem sér um stækkun myndarinnar) en gæðin gætu verið
minni en með DVD-spilurum sem eru með „upconverting“-búnað.
Hins vegar kosta þessir spilarar oft minna. Ódýrasti spilarinn sem
Neytendasamtökin fundu til sölu á Íslandi kostar tæplega 10.000 kr.
Niðurstöður
Þeir sem ekki eru með stóran 1920 x 1080p skjá ættu sennilega
að bíða með að kaupa Blu-ray- spilara þangað til verðið lækkar
og þar til þeir þurfa raunverulega á Blu-ray að halda. Það er enn
skynsamlegra að kaupa DVD-spilara.
Þeir sem eru með 1920 x 1080p geta nýtt kosti Blu-ray-spilaranna
sérstaklega ef þeir vilja kaupa Blu-ray-diska. En ef þeir eiga
ekki Blu-ray-diska spara þeir nokkuð, án þess að missa mikið í
myndgæðum eða þeim möguleikum sem tækið býður uppá, með
því að kaupa „upconverting“ DVD-spilara. Gæðakönnun ICRT (sjá
töflu) er sérstaklega miðuð við þarfir þessa hóps.
Blu-ray-spilarar verða sennilega betri kostur fyrir almenna
notendur eftir eitt eða tvö ár ef verðmunurinn á Blu-ray og DVD
minnkar og notkun Blu-ray-diska verður algengari.
Kaplar og tengingar
Spilarinn þarf að tengjast við skjá til þess að hægt sé að horfa á
mynd. Til þess þarf kapal og stundum millistykki. Sumir spilarar
eru seldir án kapla. Það er ekki endilega ókostur vegna þess að
tengingar eru af svo mörgum gerðum. En til að fá góðan samanburð
þarf að reikna kostnað kapalsins (sem getur verið talsverður) inn í
verð spilarans.
Gerð kapals fer eftir tegund spilara og skjáa. SCART, S-Video, VGA,
component og composite eru eldri, hliðrænar tengingar. (VGA er
aðallega notuð á milli tölva og tölvuskjáa.) HDMI og DVI eru nýjar,
stafrænar tengingar sem styðja 1920 x 1080 vídeóstraum. Stundum
er hægt að kaupa millistykki, t.d. til að breyta HDMI í DVI eða
öfugt.
Þarf ég sérstakan spilara yfir höfuð?
Allt sem hægt er að gera með DVD-spilara er einnig hægt að
gera á DVD-drifi í tölvu (DVD-spilari er í rauninni lítil, sérhæfð
tölva). Borðtölvur og stærri fartölvur eru í dag venjulega seldar
með DVD-drifi en einnig er hægt að kaupa sérstakan spilara sem
tengist tölvunni í gegnum USB-kapal. Það má svo horfa á DVD
Samsung BD-P1600 Philips DVP-3360
Gæðakönnun
á Blue-Ray spilurum
11 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010