Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Side 16

Víkurfréttir - 12.07.2012, Side 16
Næst besta hátíðiN Ég ákvað að slá um mig og bjóða krökkunum mínum upp á næst bestu hátíðina. Hin var allt of dýr. Hótel og íslensk nátt- úrufegurð af bestu gerð í boði. Söngur, gleði, glaumur. Vestur á Snæfellsnesi. Þau gátu ekki neitað tilboðinu. Þurfti aðeins að stoppa í Rúmfatalagernum og kaupa fjögurra stjörnu helgarheim- ili. Á útsölu. Bað þau um að fara á hamborgarabúllu á meðan við hjónin keyptum það sem upp á vantaði. Vindsængur, tjaldstóla og lopavettlinga. Hver þarf felli- eða hjólhýsi þegar íslenskt sumar- veður skartar sínu fegursta. Svoleiðis hljóðaði alla vega spáin. Arnarstapi tók á móti okkur með kostum og kynjum. Og smá vætu. Bara til þess að reyna á þolinmæðina við að reisa herlegheitin. Þróunarvinna í hönnun og tjaldsaumi hefur skilað einfaldleikanum í agnarsmáan kassa á tuttugu þúsund kall. Innihaldið breiddi úr sér á túnfætinum á augabragði. Teinar með teygjum og nýtísku hælar skiluðu fagurgræna farandheimilinu upp á örskots- stundu. Tók að mér að leiðbeina öðrum með sömu tegund enda var ég orðinn sérfræðingur á þessu sviði. Skutlaði líka Hollendingi með gönguhóp til að sækja rútuna þeirra. Sá talaði allan tímann þessa tólf kílómetra leið. Sagðist elska þögn- ina! Kominn hingað í tíunda skiptið til að njóta hennar og náttúrunnar. Loftið var lævi blandið fyrstu nóttina. Rakt og kalt. Sængurnar kaldklístraðar og ekki dugði annað en tvöfalt sett af undirfatnaði. Súrefnið blés um bognar stangir og bleytan vætti hælana. Ættaróðalið fyrir vestan fagnaði komu okkar. Ættingjarnir innandyra vorkenndu frændfólkinu utandyra. Úti í úðanum og næðingnum. Litla fjölskyldan lét það ekki á sig fá. Heyrðum sama og ekkert í kríunum. Hvað þá íslensku hænunum sem hlupu um túnið. Skemmtum okkur vel. Af því að á morgun kæmi betri tíð með blóm í haga. Bara gaman. Ættarmótið á sinn árlega sess í hugum okkar. Tilhlökkun og eftirvænting er einkennandi. Nema hjá krökkunum mínum. Þau fengu nóg af heiðríkjunni. Treystu henni ekki. Vantaði stemmarann hjá okkur gamla fólkinu. Pökkuðu og fóru. Skildu okkur eftir með alltof marga tjaldstóla. Væntingarvísitalan eitthvað lægri hjá unga fólkinu. Framundan var fjörugur dagur með aldeilis frábærum ættingjum. Langborð og lærisneiðar. Lagvisst fólk með endemum. Sungum okkur hás inn í bjarta nóttina. Jökullinn hopar sem aldrei fyrr. Kraftar hans þverra þó ekki því Bárður Snæfellsás vakir yfir honum. Dagur reis með rigningar- skúr og vætti þurrar kverkar. Döggin lá sem demantur á dúnmjúku túninu. vf.is Fimmtudagurinn 12. júlí 2012 • 28. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. husa.is Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956 hluti af Bygma PAllAdAgAr í húsAsmiðjunni 20%AfslátturAf AllriViðArVÖrn! Autoglym kynning og kennsla Húsasmiðjunni Reyjanesbæ laugardaginn 14. júlí kl. 12:00-15:00 Sérfræðingar frá AutoGlym kynna þessar margverðlaunuðu bílahreinsivörur og sýna réttu handtökin. 20% afslát tur á lau garda g Allt efni í PAllinnAllt Að 20%Afsláttur 20%AfslátturAf WorX og BlAck&decker sótt um byggingu fiskeldis- kerja á Vatnsleysu Íslandsbleikja ehf. hefur sóttt um byggingarleyfi fyrir 8 fisk-eldisker við fiskeldisstöð á Vatnsleysu skv. ódagsettri umsókn sem umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tók á móti í byrjun júní. Umsóknin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þétt- leika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skal því fara fram grenndarkynning áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd í samræmi við skipulagslög. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum jarðanna Stóru-Vatnsleysu og Minni-Vatnsleysu og lóðanna Vatnsleysu og Vatnsleysu 2. Gera göngustíg frá Grindavík í bláa lónið Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að taka tilboði G.G. Sigurðssonar ehf. í gerð göngustígs sem liggur frá Grinda- vík um Selskóg og að Bláa lóninu. Bæjarráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda í þann hluta sem er á ábyrgð Grindavíkurbæjar kr. 9.104.000, þ.e. frá Grindavík að Sel- skógi, og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi gönguleiðarinnar frá Selskógi að Bláa lóninu í samstarfi við HS Orku og Bláa lónið.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.