Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 05.09.2013, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 5. september 2013 • VÍKURFRÉTTIR2 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? LJÓSANÓTT Fuglavík 18 Reykjanesbæ Opið 8-18 mán-föstud. Ljóskastari. 36W sparpera 3.695 Gemstone LED ljós f/rafhlöður 1.290 ZB LED ljós með hleðslurafhlöðu 2.995 SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár 5.995 Kapalkefli 10 metrar 2.990 Kapalkefli 15 metrar 3.990 M ar ga r g er ði r Hleðsluljós LM6006 3.990 Fjöltengi. 3 innstungur 595 Útblástur frá sorpbrennslu Kölku í Helguvík er hreins- aður með reykhreinsidufti sem í grunninn er matarsódi. Um 300 tonn af þessu dufti falla til hjá Kölku á hverju ári og nú hafa safnast upp um 3000 tonn sem koma þarf til varanlegrar eyð- ingar. Kalka er með geymsluhús- næði bæði í Garði og Sandgerði undir duftið sem í daglegu tali er kallað flugaska. Þá er flug- askan einnig farin að safnast upp í sekkjum á athafnasvæði Kölku í Helguvík. Leitað hefur verið til margra fyrirtækja í Evrópu um eyðingu á öskunni en kostnaður við verkið er mikill. Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, lagði fram skýrslu eða drög fyrir stjórn Kölku að heimilda- könnun um bindingu ösku frá sorp- brennslu í steypu, sem framkvæmd var af Nýsköpunarmiðstöð Íslands undir forystu Ólafs H. Wallevik prófessors í steypufræðum. Niður- staðan gefur ekki vonir um að lausn sé í sjónmáli enn sem komið er um að nýta öskuna. Niðurstaða skýrslunnar verður kynnt hjá Um- hverfisstofnun og hugmyndir eru um að leita eftir styrkjum erlendis til frekari rannsókna. Einsýnt virðist enn sem komið er að hægt verði að farga flugöskunni hér á landi. Eins og áður hefur komið fram, þá hefur verið leitað til margra fyrirtækja í Evrópu um að taka við öskunni til eyðingar og jákvætt svar hafði borist frá fyrirtæki í Þýskalandi. Kostn- aður við að koma öskunni þangað reyndist óheyrilega mikill, segir Jón. Hann segir jafnframt að Um- hverfisstofnun þrýsti nú mjög á um að málið leysist. Stjórn Kölku hefur ákveðið að leita aftur til fyrirtækisins NOAH í Noregi um að taka við flug- öskunni til eyðingar og voru send fjögur sýni frá mismunandi tíma til efnagreiningar hjá þeim. Árið 2012 voru send sýni af flugösku til NOAH sem þá hafnaði því að taka við öskunni vegna of mikils köfn- unarefnisinnihalds. „NOAH hefur nú sent okkur já- kvætt svar sem gefur von um að þeir séu tilbúnir til að taka við flug- öskunni til eyðingar. Nú er unnið að því að fá skýrari niðurstöðu og yfirfara allar nauðsynlegar ráðstaf- anir sem gera þarf m.t.t. að sam- komulag náist við NOAH um lausn á flugöskuvandanum,“ segir Jón. NOAH sendi fulltrúa sinn hingað til lands til viðræðna um fram- kvæmd flutninga o.fl. Einnig voru skoðaðar flugöskubirgðir, hafn- araðstaða o.fl. sem máli skiptir. Jón segir í samtali við Víkurfréttir að beðið sé eftir tilboði frá NOAH í flutning og eyðingu á flugöskunni. Fyrirtækið taki reykhreinsiduftið og þvoi það. Ætla má að í hverju tonni af flugösku séu 10% óhrein- indi. Þau séu síðan steypt í sérstaka klumpa sem séu síðan urðaðir í gömlum kalknámum í Noregi. Kalka hreinsar allan útblástur frá sorpbrennslunni: 3000 tonn af flug- ösku bíða eyðingar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.